Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 30
222 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 1,8 dagur (einn til tveir dagar). Tuttugu og sjö sjúklingar fengu JJTegg í fimm daga eftir aðgerð og fimm fengu sýklalyf. Einn sjúklingur fékk rifu á þvagleiðara í aðgerð og var meðhöndlaður með JJ-legg í þrjár vikur. Einn sjúklingur fékk hita eftir aðgerð yfir 38,5°C. Steinarest sást við þvag- færamynd eftir einn mánuð hjá fjórum sjúklingum og var horfin hjá öllum við eftirlit eftir þrjá mán- uði. Umræða: Speglun þvagleiðara með mínískópi er örugg aðferð, bæði til greiningar og meðferðar. Sundrun steina í neðsta eða miðhluta þvagleiðar- ans er árangursrík meðferð og má nota í stað eða ásamt höggbylgjumeðferð. E-3. Áhrif nýrnastarfsemi á efnaskipta- breytingar eftir nýmyndun blöðru úr görn ArsœllKristjánsson*, Thomas Davidsson**, Wik- ing Mánsson*** Frá *Domus Medica, þvagfœraskurðdeild há- skólasjúkrahúsanna í **Malmö og ***Lundi Inngangur: Görn í tengslum við þvag viðheldur eiginleikum sínum að soga upp/seyta rafvaka (el- ectrolytes). Uppsog sýru, aðallega ammoníum- jónar (NH4+), yfir garnarvegginn krefst aukins útskilnaðar úr líkamanum gegnum lungu og nýru og notkunar beinaboffera til að gera sýruna virka. Við könnuðum áhrif nýrnastarfsemi á rafvaka og sýru-basa jafnvægi hjá sjúklingum sem fengu þvagblöðruna fjarlægða (radical cystectomy) vegna æxlis og nýja þvagblöðru gerða úr digur- girni (right colon). Efniviður og aðferðir: Nítján sjúklingum var skipt í tvo hópa 10 árum eftir aðgerð. í hópi I voru sjúklingar með eðlilegan gaukulsíunarhraða (glomerular filtration rate, GFR) (meðalgildi 100 ml/mín/1,73 m2). í hópi II voru sjúklingar með lækkaðan gaukulsíunarhraða (55 ml/mín/1,73 m2). Efnaskiptabreytingar voru skoðaðar í slag- æða- og bláæðablóði og þvagi. Einnig var gert sýru-álagspróf með ammóníumklóríði. Niðurstöður: Meðalgildi fyrir sýru-basa jafn- vægi í blóði voru innan viðmiðunargilda í báðum hópunum. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi (hópur II) höfðu lægri gildi fyrir sýru-basa jafn- vægi í slagæðablóði (pH, pC02 og base excess) (p=0,055) og fjórir sjúklingar höfðu vægan klór- íðblóðsýring sem rekja má til efnaskipta (hyp- erchloremic metabolic acidosis). Það fannst mun- ur á kalsíumjafnvægi milli hópanna og gildi fyrir jónað kalsíum voru lægri í hópi II (p<<0,05). Báðir hóparnir sýndu góða hæfni að meðhöndla sýru við álagspróf. Umræða: Sjúklingar með skerta nýrnastarf- semi höfðu lægri kalsíumgildi í blóði. Það bendir til að kalsíum ásamt bofferum losni í auknum mæli úr beinum hjá þessum sjúklingum. Kalsíum tapast sennilega með þvagi. Rannsóknir á efna- skiptum beina hjá þessum sjúklingum standa yfir. Þörf getur verið á alkalímeðferð við skertri nýrna- starfsemi. E-4. Tíðni fylgikvilla hjá hjólastóla- bundnum, mænusköðuðum einstakling- um Óskar Ragnarsson*, Alma Harðardóttir**, Guð- mundur Geirsson** Frá *læknadeild HÍ, **þvagfæraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur opnaði árið 1973. Frá þeim tíma hafa 48 einstaklingar mænuskaðast á íslandi og bundist hjólastól. Ekkert reglubundið læknisfræðilegt eft- irlit hefur verið með þessum einstaklingum eftir að þeir útskrifast eins og tíðkast víðast hvar er- lendis. Markmiðið með rannsókninni var að kanna stöðu þessa hóps í dag hvað varðar tíðni fylgikvilla eins og legusára, Iungnabólgu, blóð- tappa, autonomous dysreflexia og svo sérstaklega tíðni vandamála tengd þvagfærum. Efniviður og aðferðir: Markhópur rannsóknar- innar voru allir mænuskaðaðir einstaklingar á ís- landi sem eru bundnir hjólastól og slösuðust eftir 1973, alls 48 einstaklingar. Af þeim tóku 35 (67%) þátt í rannsókninni. Lagðar voru spurningar fyrir alla þátttakendur með viðtali þar sem spurt var um áðurnefnda fylgikvilla. Blöðrurýmd, há- marksblöðruþrýstingur og detrusor-sphincter dyssynergia voru metin með vatnsblöðrumælingu og sphincter-EMG mælingu. Astand nýrna var svo metið með viðeigandi röntgenrannsóknum. Niðurstöður: Tæplega helmingur hópsins hafði fengið legusár (17/35) þar af helmingur sem þurfti sérhæfða meðferð á sjúkrahúsum (8/35). Þriðj- ungur (11/35) sagðist fá fleiri en fimm þvagfæra- sýkingar á ári eða vera með langvinna þvagfæra- sýkingu. Þvagfærasýkingar með hita eru sjaldgæf- ar. Tæplega helmingur var með þvagfærasýkingu þegar þeir voru kallaðir inn í rannsóknina. Um þriðjungur var með óeðlilega litla blöðrurýmd og sama hlutfall með óeðlilega háan blöðruþrýsting. Niðurstöður röntgenrannsókna á nýrum voru óeðlilegar hjá sjö einstaklingum. Breyta þurfti meðferð hjá sjö einstaklingum vegna truflaðrar blöðrustarfsemi. Ályktun: Fylgikvillar eru afar algengir hjá mænusköðuðum, sérstaklega fylgikvillar tengdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.