Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 30

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 30
222 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 1,8 dagur (einn til tveir dagar). Tuttugu og sjö sjúklingar fengu JJTegg í fimm daga eftir aðgerð og fimm fengu sýklalyf. Einn sjúklingur fékk rifu á þvagleiðara í aðgerð og var meðhöndlaður með JJ-legg í þrjár vikur. Einn sjúklingur fékk hita eftir aðgerð yfir 38,5°C. Steinarest sást við þvag- færamynd eftir einn mánuð hjá fjórum sjúklingum og var horfin hjá öllum við eftirlit eftir þrjá mán- uði. Umræða: Speglun þvagleiðara með mínískópi er örugg aðferð, bæði til greiningar og meðferðar. Sundrun steina í neðsta eða miðhluta þvagleiðar- ans er árangursrík meðferð og má nota í stað eða ásamt höggbylgjumeðferð. E-3. Áhrif nýrnastarfsemi á efnaskipta- breytingar eftir nýmyndun blöðru úr görn ArsœllKristjánsson*, Thomas Davidsson**, Wik- ing Mánsson*** Frá *Domus Medica, þvagfœraskurðdeild há- skólasjúkrahúsanna í **Malmö og ***Lundi Inngangur: Görn í tengslum við þvag viðheldur eiginleikum sínum að soga upp/seyta rafvaka (el- ectrolytes). Uppsog sýru, aðallega ammoníum- jónar (NH4+), yfir garnarvegginn krefst aukins útskilnaðar úr líkamanum gegnum lungu og nýru og notkunar beinaboffera til að gera sýruna virka. Við könnuðum áhrif nýrnastarfsemi á rafvaka og sýru-basa jafnvægi hjá sjúklingum sem fengu þvagblöðruna fjarlægða (radical cystectomy) vegna æxlis og nýja þvagblöðru gerða úr digur- girni (right colon). Efniviður og aðferðir: Nítján sjúklingum var skipt í tvo hópa 10 árum eftir aðgerð. í hópi I voru sjúklingar með eðlilegan gaukulsíunarhraða (glomerular filtration rate, GFR) (meðalgildi 100 ml/mín/1,73 m2). í hópi II voru sjúklingar með lækkaðan gaukulsíunarhraða (55 ml/mín/1,73 m2). Efnaskiptabreytingar voru skoðaðar í slag- æða- og bláæðablóði og þvagi. Einnig var gert sýru-álagspróf með ammóníumklóríði. Niðurstöður: Meðalgildi fyrir sýru-basa jafn- vægi í blóði voru innan viðmiðunargilda í báðum hópunum. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi (hópur II) höfðu lægri gildi fyrir sýru-basa jafn- vægi í slagæðablóði (pH, pC02 og base excess) (p=0,055) og fjórir sjúklingar höfðu vægan klór- íðblóðsýring sem rekja má til efnaskipta (hyp- erchloremic metabolic acidosis). Það fannst mun- ur á kalsíumjafnvægi milli hópanna og gildi fyrir jónað kalsíum voru lægri í hópi II (p<<0,05). Báðir hóparnir sýndu góða hæfni að meðhöndla sýru við álagspróf. Umræða: Sjúklingar með skerta nýrnastarf- semi höfðu lægri kalsíumgildi í blóði. Það bendir til að kalsíum ásamt bofferum losni í auknum mæli úr beinum hjá þessum sjúklingum. Kalsíum tapast sennilega með þvagi. Rannsóknir á efna- skiptum beina hjá þessum sjúklingum standa yfir. Þörf getur verið á alkalímeðferð við skertri nýrna- starfsemi. E-4. Tíðni fylgikvilla hjá hjólastóla- bundnum, mænusköðuðum einstakling- um Óskar Ragnarsson*, Alma Harðardóttir**, Guð- mundur Geirsson** Frá *læknadeild HÍ, **þvagfæraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur opnaði árið 1973. Frá þeim tíma hafa 48 einstaklingar mænuskaðast á íslandi og bundist hjólastól. Ekkert reglubundið læknisfræðilegt eft- irlit hefur verið með þessum einstaklingum eftir að þeir útskrifast eins og tíðkast víðast hvar er- lendis. Markmiðið með rannsókninni var að kanna stöðu þessa hóps í dag hvað varðar tíðni fylgikvilla eins og legusára, Iungnabólgu, blóð- tappa, autonomous dysreflexia og svo sérstaklega tíðni vandamála tengd þvagfærum. Efniviður og aðferðir: Markhópur rannsóknar- innar voru allir mænuskaðaðir einstaklingar á ís- landi sem eru bundnir hjólastól og slösuðust eftir 1973, alls 48 einstaklingar. Af þeim tóku 35 (67%) þátt í rannsókninni. Lagðar voru spurningar fyrir alla þátttakendur með viðtali þar sem spurt var um áðurnefnda fylgikvilla. Blöðrurýmd, há- marksblöðruþrýstingur og detrusor-sphincter dyssynergia voru metin með vatnsblöðrumælingu og sphincter-EMG mælingu. Astand nýrna var svo metið með viðeigandi röntgenrannsóknum. Niðurstöður: Tæplega helmingur hópsins hafði fengið legusár (17/35) þar af helmingur sem þurfti sérhæfða meðferð á sjúkrahúsum (8/35). Þriðj- ungur (11/35) sagðist fá fleiri en fimm þvagfæra- sýkingar á ári eða vera með langvinna þvagfæra- sýkingu. Þvagfærasýkingar með hita eru sjaldgæf- ar. Tæplega helmingur var með þvagfærasýkingu þegar þeir voru kallaðir inn í rannsóknina. Um þriðjungur var með óeðlilega litla blöðrurýmd og sama hlutfall með óeðlilega háan blöðruþrýsting. Niðurstöður röntgenrannsókna á nýrum voru óeðlilegar hjá sjö einstaklingum. Breyta þurfti meðferð hjá sjö einstaklingum vegna truflaðrar blöðrustarfsemi. Ályktun: Fylgikvillar eru afar algengir hjá mænusköðuðum, sérstaklega fylgikvillar tengdir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.