Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 215 Algengi astma: Alls höfðu 10 (36%) af þeim 28, sem fengið höfðu astma staðfestan af lækni, sögu um píp (ýl) eða surg fyrir brjósti síðustu 12 mánuði (tafla IV). Meðal 41 ein- staklings með auðreitni voru 17 (42%) með sögu um píp (ýl) eða surg fyrir brjósti síðustu 12 mánuði (tafla IV). Fjórir tilheyra báðum skil- greiningunum og er heildarfjöldi einstaklinga með astma þannig: 10+17-4=23 eða um 5% einstaklinga á aldrinum 20-44 ára. Meðal þess- ara 23 einstaklinga voru 15 konur, en átta karl- ar (p=0,2). Önnur öndunarfæraeinkenni síðustu 12 mánuði (töflur II og III) voru marktækt (p<0,01) algengari meðal astmasjúklinga, 65% höfðu sögu um mæði samfara pípi fyrir brjósti og 57% höfðu tekið eftir pípi eða surgi án þess að vera kvefaðir. Alls höfðu 43% vakn- að með þyngsl fyrir brjósti og 52% fengið mæð- iskast sem kom eftir mikla áreynslu. Meðal þeirra níu einstaklinga sem höfðu vaknað vegna mæðiskasta (tafla III) voru fimm líka meðal þeirra 23 sem töldust hafa astma. Bráðaofnæmi var algengara meðal þessara 23 einstaklinga eða 44% samanborið við 18% hjá hinum (p<0,01) og meðalgildi FEV, 0% var lægra (98±12 á móti 105+12, p<0,05). Alls reyktu 12 (52%, p=0,5), einn var hættur en 10 höfðu aldrei reykt. Saga um frjókvef í nefi var ekki marktækt algengari (35% á móti 23%, p=0,2). Ættarsaga foreldra um astma og of- næmi var ekki marktækt mismunandi, nema hvað oftar var saga um astma hjá móður (17% á móti 6%, p<0,05). Umræða Hér er á ferðinni viðamikil íslensk þver- skurðarrannsókn á algengi astma og öndunar- færaeinkenna. Aðferðir eru staðlaðar og heimtur með besta móti hér á landi miðað við aðra rannsóknarstaði (22) enda þótt þær séu nokkuð lakari en í fyrri hluta rannsóknarinnar (11). Ekki er almennt samkomulag um skilgrein- ingu astma í faraldsfræðirannsóknum og hafa kostir og gallar mismunandi aðferða verið raktir ýtarlega í nýlegri yfirlitsgrein (21). Ef eingöngu er stuðst við mælingar á berkjuauð- reitni við skilgreiningu á astma er næmi (sens- itivity) hátt en sértækni (specificity) lág (21). Öndunarfæraeinkenni (töflur II og III) eru alltíð og oft einkenni um astma. Algengi astma er einnig talsvert (um 5%) hvort sem miðað er við uppsafnað algengi (cumulative prevalence) eða algengi astma síðustu 12 mánuði (current prevalence). Þó er mat okkar á algengi astma líklega of lágt því búast má við, að meðal þeirra sem útilokaðir voru frá metakólínprófi vegna teppu eða auðreitni fyrir saltvatni (alls 13 þátt- takendur) leynist einstaklingar með astma. Hlutfallslega fáir voru meðhöndlaðir með astmalyfjum (tafla IV). Nýleg íslensk rannsókn á notendum astmalyfja leiddi í ljós að megin- þorri þeirra voru börn eða gamalt fólk, en astmalyfjum er hlutfallslega sjaldnar ávísað til einstaklinga á aldrinum 20-44 ára (24). Einnig er hugsanlegt að fólk á þessum aldri leiti sjaldnar til lækna og greinist því síður með astma. I öllu falli hefur notkun astmalyfja verið lægri á íslandi en til dæmis í Svíþjóð, eða 40 dagskammtar á íbúa árið 1990 miðað við 53 í Svíþjóð (23). Aftur á móti er hlutfallslega lítill munur á algengi þeirra astmaeinkenna sem tal- in eru í töflum II og III á milli sambærilegra hópa á Norðurlöndunum (22,23). Og þegar bornir voru saman einstaklingar á íslandi og í Svíþjóð með sams konar öndunarfæraeinkenni nota Svíar helmingi oftar astmalyf en íslend- ingar (23). Ekki er ljóst hvers vegna. Hugsan- lega eru einkennin meiri í Svíþjóð eða að ís- lenskir læknar séu tregari til lyfjagjafar. Ekki er umdeilt í dag að líta beri á astma sem bólgu- sjúkdóm sem eigi að meðhöldla snemma með bólgueyðandi lyfjum (25). Fyrri rannsóknir á Norðurlöndum (1-3), Englandi (4-6), Bandaríkjunum (7) og Asíu (8, 9) gefa allar vísbendingar urn aukningu á algengi astma að minnsta kosti meðal barna og ungmenna. Hvað mest virðist þessi aukning hafa orðið í Astralíu þar sem algengi astma meðal fólks á aldrinum 18-55 ára hefur aukist úr 9,0% í 16,3% á árunum 1981 til 1990 (26). Ymsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna astma- sjúklingum fjölgar og hefur verið spurt hvort það geti verið vegna vaxandi ofnæmis. Að minnsta kosti í Astralíu er það ekki svo, en þar eru 40-50% þjóðarinnar með ofnæmi, hefur tíðnin ekki farið vaxandi undanfarin áratug (27). Aftur á móti fjölgar þeim innan hópsins sem eru með ofnæmi er fá astma og/eða frjó- kvef (27). Umhverfisþættir, svo sem reykingar og önnur mengun, hafa verið nefndir til sög- unnar en ólíklegt er talið að þeir skýri ofan- greinda aukningu. Algengi astma virðist vera minna á menguðustu svæðum Austur-Evrópu, en á „hreinustu“ svæðum Evrópu og einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.