Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 231 Efniviður og aðferðir: Ákveðið var að gera þríþætta rannsókn á umferðarslysum Reykvík- inga árið 1994; a) kanna nákvæmni skráningar á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR), b) kanna hversu stórt hlutfall Reykvík- inga sem slasast í umferðinni kemur á SHR og hvar þeim sem annað leita er sinnt, c) kanna hversu vel upplýsingum um fjölda slasaðra í um- ferðarslysum sem koma á SHR og tryggingafélag- anna ber saman. Niðurstöður: í gagnabanka SHR fundust alls 1355 Reykvíkingar sem slösuðust í umferðarslys- um en 21 reyndist ranglega skráður og endanlegt úrtak var því 1334. Slasaðir í bifreiðaslysum voru 982, í hjólaslysum 175 en gangandi sem urðu fyrir vélknúnu ökutæki voru 100. Þá slösuðust 45 í vélhjólaslysum, 11 í snjósleðaslysum, 10 duttu af hestbaki en slys utan almennra vega voru 11. Níu- tíu og einn var lagður inn í 420 daga. I bflslysum slösuðust alls 982, þar af voru öku- menn 687 og farþegar 295. Konur voru 54% slas- aðra en karlar 46%. Bflbeltanotkun kvenna (86%) var meiri en karla (74%). Algengasta sjúk- dómsgreiningin var hálstognun hjá 603 sjúkling- um. Af 100 gangandi vegfarendum sem urðu fyrir bfl voru börn og unglingar 33 talsins. Þau urðu aðallega fyrir bflum í íbúðagötum og á bílastæð- um. Margir á aldrinum 15-64 ára slösuðust að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur. Áfengi var líkast til meðvirkandi þáttur í 50% þessara slysa. Sextíu af hundraði slysanna hjá 65 ára og eldri átti sér stað á gangbraut á leið yfir stórar umferðargötur. Vélhjólaslys voru45 eða 3,4% allra umferðarslys- anna. Helstu ástæður voru fall af hjólinu í 29 tilvikum. Karlarvoru 38 enkonursjö. Flestir voru undir 25 ára aldri. Nánast öll slysin urðu yfir sumarmánuðina. Alls er talið að 1553 Reykvíkingar hafi slasast í umferðarslysum árið 1994, af þeim komu 1334 á SHR. I samanburði á gögnum SHR og trygginga- félaganna kom í ljós að af 1334 skráðum á slysa- deild fundust aðeins 667 í sameiginlegri skrá tryggingafélaganna. Af 1307 færslum tryggingafé- laganna fundust 665 í skrá slysadeildar. Ekki var að finna neina einhlíta skýringu á þessum mun. Umræða: Það má ætla að um 1550 Reykvíking- ar eða um 1,6% borgarbúa hafi slasast í umferðar- slysum á árinu 1994. Um 86% slysanna er sinnt að öllu eða mestu leyti á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Nákvæmni skráninga virðist mikil. Hins vegar virtist lítið samræmi í skráningu á milli Sjúkrahúss Reykjavíkur og sameinaðrar skrár tryggingafé- laganna. E-25. Lífsgæðakönnun eftir staurliðsað- gerð á mjóbaki vegna illvígra verkja Theódór Jónasson*, Eiríkur Líndal**, Ólafur Kjartansson***, Halldór Jónsson jr**** Frá *lœknadeild HÍ, **geðdeild, ***röntgendeild og ****bœklunarskurðdeild Landspítalans Inngangur: Slitbreytingar á mjóbaksliðum geta verið einkennalausar. Þeir sem hins vegar fá verki og verkjaköst lagast oftast aftur. All oft fer þó svo að hvfld, þjálfun og ýmis konar lyfjameðferð hjálpar ekki lengur. Mikil vanlíðan veldur að lok- um mikilli verkjalyfjanotkun. Orsök verkjanna er yfirleitt rakin til liðþófans og/eða smáliðanna sem síga saman vegna slitbreytinga. Aðeins þegar brjósklos eða beinnabbi klemmir taugavef er unnt að laga það með minni háttar skurðaðgerð. Þegar þessar hefðbundnu aðferðir hjálpa ekki lengur hefur engin ein meðferð reynst árangursríkari en önnur. Með því að “tjakka" sundur samfallin lið- bil og festa þau er mögulegt að aflétta áreiti á taugar og hindra hreyfingu frá sársaukafullum liðum. Þessi rannsókn var gerð til að meta klínísk- an og röntgenólógískan árangur slíkra aðgerða. Efniviður og aðferðir: Frá janúar 1993 til októ- ber 1995 voru 44 sjúklingar (25 konur, 19 karl- menn, aldursbil 17-73 ára, M=45) með illvíga verki samfara slitbreytingum í liðþófa og /eða smáliðum L4-S1 „tjakkaðir" upp með tran- spedicular skrúfum (PF® Nordopedic, Lánna, Svíþjóð) í slitnum liðbilum og spengdir á framsýn- an hátt. Slitbreytingar voru staðfestar með venju- legri röntgenrannsókn ásamt segulómrannsókn af lendhryggnum. Brjósklos og beinnabbar voru þannig útilokaðir sem orsök fyrir bak- eða ischias verkjum. Skurðlæknirinn (HJjr) fylgdi sjúkling- unum eftir í sex vikur, þrjá mánuði og sex mánuði eftir aðgerð. Langtímaathugun (sex mánuðir til þrjú ár) á breyttum lífsgæðum var gerð af óháðum meðferðararaðilum (TJ, EL) með heimsendum spurningarlistum varðandi styrk verkja, verkja- lyfjanotkun, áhrif verkja á daglegar athafnir, at- vinnu, samskipti og svefn fyrir og eftir aðgerð. Allar röntgenrannsóknir voru endurmetnar (TJ, ÓK) með tilliti til beingróanda og hversu vel skrúfur höfðu haldið. Niðurstöður: Alls svöruðu 37 sjúklingar (84%). Tuttugu og einn (57%) er 75% öryrki vegna bakverkja. Þrjátíu og fimm töldu verkina hafa breyst eftir aðgerð, 34 þeirra sögðu verkina hafa minnkað, einn taldi verki hafa aukist eftir aðgerð. Þrjátíu og sex af 37 tóku verkjalyf fyrir aðgerðina, þar af neyttu 13 morfínlíkra verkja- lyfja. Eftir aðgerð neyta fimm sjúklingar morfín- líkra verkjalyfja, en 14 nota engin verkjalyf. Fimm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.