Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 249 „Það væri hægt að koma upp sameiginlegu aðfararnámi fyrir fleiri stéttir í heilbrigðis- og líf- fræðigeiranum, til dæmis lækna, sjúkraþjálfara, hjúkrun- arfræðinga, líffræðinga og lyfja- fræðinga. Hægt væri að hafa próf eftir fyrsta veturinn og nemendur myndu dreifast eftir það í hinar ýmsu greinar. Þar með gefst einhver möguleiki á frekara námi þótt menn komist ekki strax í læknadeild, misserið eða veturinn verða þeim ekki ónýt. Þetta er hugmynd sem mér finnst vert að athuga og má segja að það sé á frumstigi hjá okkur.“ Auka þarf valmöguleika í náminu Deildarforseti segir að náms- fyrirkomulagið í læknadeild hafi verið endurskoðað talsvert fyrir nokkrum árum en Kristján Erlendsson kennslustjóri leiddi það verkefni. „Merkasta breyt- ingin eru rannsóknarnámskeið- in sem tekin voru upp á fjórða ári. Þar eiga nemendur að stunda rannsóknir að eigin vali í 10 vikur, stunda frumlega og sjálfstæða rannsóknarvinnu og gera grein fyrir henni með tíma- ritsgrein eða fyrirlestrum. Þetta er að mínu viti eitt mesta fram- faraspor í læknadeild í langan tíma. Það er mikill akkur í því fyrir nemendur að geta átt kost á vali einhvern tímann í náminu. Læknanámið byggist að lang- mestu leyti upp á ákveðnum kjarna og má segja að allir læri næstum því það sama í lækna- deild - valmöguleikar eru mjög litlir og það mætti hugsa sér að auka þá.“ Einar segir að við suma læknaskóla í Bandaríkjunum sé val jafnvel fjórðungur af nám- inu og væri það athugandi að læknadeild byði upp á meira val í grunnnáminu. Læknar sinntu mjög mismunandi störfum og sérhæfðu sig og spurning væri hvort námstíminn nýttist ekki betur ef undirbúningur að sér- hæfingu hæfist fyrr í náminu og að valkostir yrðu gefnir á fjórða til sjötta ári. „Fólk er farið að sjá fram á í hvaða sérgrein það stefnir og því ekki að bjóða þeim sem hef- ur áhuga á geðlæknisfræði að taka fleiri námskeið í þeirri grein og færri í öðrum greinum á móti og þannig mætti taka barnalækningar, rannsóknar- störf eða stjórnun, allar sér- greinar eða sérhæfingu sem læknar eiga eftir að starfa við. Mér sýnist valið í rannsóknar- námskeiðunum sýna það að læknanemar kunna vel að meta að fá valmöguleika og hafa nýtt sér það vel. Því finnst mér fylli- lega tímabært að útfæra það meira í deildinni og að val verði tekið upp á einu misseri af þeim 12 sem læknanámið er í dag. Þetta myndi líka hafa þau áhrif á sérnám síðar að menn væru betur undirbúnir og hæfari til að sækja um sérnámsstöður til dæmis við erlenda háskólaspít- ala. Aukið val hefur því að mínu viti alla kosti og fáa ókosti." Einar telur að þessi breyting þurfi ekki að hafa aukinn kostn- að í för með sér, læknanemar myndu áfram fá sömu kennslu í heild og starfa jafnlengi við hin- ar ýmsu spítaladeildir. Tilfærsla yrði milli greina en lengd náms- ins óbreytt. En þá verður vikið að sér- fræðiþjálfuninni og hefur Einar nokkrar áhyggjur af henni: Sérfræðiþjálfun „íslenskir læknar hafa um árabil sótt sérfræðimenntun sín til útlanda, hafa þeir víða farið og sótt þekkingu sína til bestu háskólaspítalanna. Flestir hafa farið til Svíþjóðar og Bandaríkj- anna. Nú eru hins vegar blikur á lofti. í Svíþjóð hefur þrengt nokkuð að möguleikum ís- lenskra lækna og í Bandaríkjun- um kom í fyrra fram frumvarp til laga um að hætt yrði að greiða fyrir námsstöður útlend- inga við spítala þar í landi. Hefði það orðið að lögum hefði verið tekið fyrir þennan mögu- leika Islendinga. Rökin fyrir frumvarpinu voru annars vegar að takmarka útgjöld til heil- brigðismála og hins vegar þrýst- ingur bandarísku læknasamtak- anna að útlendingar kæmust síður til starfa í landinu eftir þessari leið. Þetta sýnir að viðhorfin geta breyst og er alvarlegt mál fyrir okkur. Það er því deginum ljós- ara að yfirvöld menntamála og heilbrigðismála á íslandi verða að taka þetta mál upp. Við höf- um fengið ýmislegt ókeypis í öðrum löndum fram til þessa en nú bendir ýmislegt til þess að veislunni sé að ljúka og að við þurfum að fara að sinna þessum þætti sjálf í mun meira mæli en hingað til.“ Einar segir að sérnám sé vissulega hægt að stunda hér- lendis í nokkrum greinum og að það hafi verið tíðkað í nokkur ár. Hefur læknadeild undir for- ystu Sigurðar Guðmundssonar einkum beitt sér í því að koma upp vísi að sérnámi. „Þarna höf- um við hins vegar rekið okkur á ákveðna skipulagslega óvissu, það er hvert hlutverk lækna- deildar á að vera og hlutverk spítalanna. Þetta þarf að skil- greina betur, leggja meira fé og mannafla í sérfræðiþjálfunina og læknadeild og háskólinn verða að koma meira inn í þetta mál með formlegum hætti.“ Háskólaspítali í náinni framtíð Oft hefur verið rætt að hér yrði að verða starfandi háskóla- spítali og telur Einar að ákveðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.