Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 34
226 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 við rannsóknir á sjúklingum með óútskýrðar blæðingar frá meltingarvegi. E-12. Sjaldgæf orsök kviðverkja hjá níu ára stúlku. Sjúkratilfelli með umfjöllun jón Hersir Elíasson, Stefán E. Matthíasson, Þröst- ur Laxdal Frá barna- og skurdlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Níu ára stúlka kom á bráðamóttöku með sólar- hringssögu um kviðverki, uppköst og niðurgang. Skoðun var þá sakleysisleg. Sólarhring eftir inn- löng var ástand hennar versnandi og eymsli voru þá til staðar yfir botnlangastað. Pess vegna fór hún í skurðaðgerð. Þar kom í ljós pylsulaga fyrir- ferð sem reyndist vera garnasmokkun (intussus- ception). í toppnum var Meckels poki. Við lýsum hér þessu sjúkratilfelli og lítum yfir fræðigreinar um efnið. E-13. Adventitial cystic degeneration í lærslagæð. Sjaldgæft sjúkratilfelli á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Haraldur Hauksson*, Þorgeir Þorgeirsson** Frá *handlœkningadeild og **meinafrœðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Adventitial cystic degeneration er sjaldgæf ástæða þrengingar og lokunar æða án æðakölkun- ar (atherosclerosis) og er næstum eingöngu þekkt í hnésbótarslagæð (arteria poplitea). Orsök er ekki þekkt þó ýmsar kenningar séu uppi. Um er að ræða slímfyllt holrúm í vegg æðarinnar sem geta valdið þrengingu og þess vegna blóðþurrðar- helti (claudicatio intermittens). Sjúklingur er gjarnan ungur maður sem ekki reykir og eru æðar að öðru leyti eðlilegar. Yfir 200 tilfellum hefur nú verið lýst í læknisfræðiritum. Arið 1987 fann jap- anskur læknir (Shikawa) að 195 tilfellum hafði verið lýst en þar af voru 28 staðsett í ytri mjaðm- arslagæð og/eða -bláæð (arteria og/eða vena iliaca externa) eða lærslagæð og/eða -bláæð (arteria og/ eða vena femoralis). Lýst er 40 ára karlmanni sem stundaði íþróttir og hafði vaxandi blóðþurrðarhelti í hægri fæti og lá við lokun á lærslagæð samkvæmt æðamynda- töku. í aðgerð kom í ljós að æðaveggurinn var ummyndaður í stinnt blöðrukennt æxli (tumor). Gert var hlutabrottnám á æðinni og sett innskots- hjáveita (interpositions graft) úr PTFE gerviefni. Sjúkdómsgreining var staðfest við meinafræði- skoðun og sjúklingur er einkennalaus 11 mánuð- um eftir aðgerð. Einnig er greint frá annars konar meðferðarmöguleikum. E-14. ígulgerlabólga í kviðarholi Haraldur Hauksson*, Þorgeir Þorgeirsson**, Nick Cariglia***, Sltree Datye* Frá *handlœkningadeild, **meinafrœðideild og ***speglanadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri Igulgerlabólga (actinomycosis) er langvinn granulomatus sýking sem birtist aðallega með þrenns konar hætti, það er sem sýking á hálsi/ andliti, í brjóstholi eða í kviðarholi. Þó þetta sé sjaldgæfur og lúmskur sjúkdómur í kviðarholi er mikilvægt að þekkja til hans og hafa hann með í mismunagreiningu við til dæmis grun um æxli eða langvarandi bólgusjúkdóma í kviði. Lækning get- ur verið erfið, einkum ef um útbreidda kviðar- holssýkingu er að ræða, því endurkoma sjúkdóms er tíð ef ekki er auk skurðaðgerðar beitt réttri og langvarandi sýklalyfjameðferð. Arið 1990 var 50 ára karlmaður lagður inn á FSA með mánaðarsögu um 10 kg þyngdartap og kviðverki. Fyrir aðgerð bentu rannsóknir til að hann gæti verið með Crohns sjúkdóm, eitlaæxli (lymphoma) eða annan æxlisvöxt í eða við þver- ristil. Framkvæmt var hlutabrottnám á þverristli og smágirni. Greining fékkst ekki fyrr en PAD lá fyrir. Eftir aðgerð fékk sjúklingur langvarandi penicillínmeðferð, sem þó var nokkuð styttri og annars konar en víða er mælt með. Sjúklingur er einkennalaus sjö árum eftir aðgerð. E-15. Blæðingar í efri hluta meltingar- vegar: Uppgjör á Landspítalanum 1994 ívar Gunnarsson, Bjarni Þjóðleifsson, Margrét Oddsdóttir, Jónas Magnússon Frá handlœkningadeild Landspítalans, lyflœkn- ingadeild Landspítalans, læknadeild HÍ Afdrif einstaklinga með blæðingu frá efri hluta meltingarvegar, sem leggjast inn á Landspítal- ann, eru ekki kunn. Árið 1994 voru áhættuþættir kannaðir framskyggnt, ennfremur var könnuð sú meðferð sem beitt var og árangur. Sjúklingar sem komu til speglunar vegna efri blæðingar eða voru innlagðir vegna blæðingar voru skráðir. Kannað var aldur, kyn, áhættuþætt- ir, greiningaraðferðir, fyrri saga og meðferð. Alls voru 125 sjúklingar skráðir, 66 karlar og 59 konur. Meðalaldur var 64 ár (bil 23-93), hjá konum 70 ár (bil 23-93) og körlum 58 ár (bil 27-85). Sextíu og fimm sjúklingar voru með blóðug uppköst, 60 sortusaur (melena). Speglanir voru 114, ein rönt- genrannsókn, 10 sjúklingar voru ekki speglaðir. í 114 speglunum greindust sjúklingar með 43 skeifugarnarsár, 31 magasár, tvö sár í maga og skeifugörn, 13 vélindabólgur, átta Mallory Weiss,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.