Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 72
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 260 íðorðasafn lækna 88 Beinvernd Ólafur Ólafsson, landlæknir, sendi stutt bréf og sagði frá fyrirhugaðri stofnun Landssam- taka gegn beinþynningu. Hann bað um álit á heitinu Beinvernd. Þarna er augljóslega byggt á gamalli og góðri hugmynd. Landssamtök hjarta- og æða- verndarfélaga á íslandi voru stofnuð árið 1964 og nefndust Hjartavernd. Það heiti náði strax miklum vinsældum og er nú orðið svo rótgróið og sjálf- sagt að engum dettur í hug að spyrja hver hafi átt hugmynd- ina. Vera má að Ólafur hafi sjálfur komið þar nærri. Bein- vernd er við fyrstu sýn ekki síðra, en líklegt er þó að vin- sældir verndarinnar dvíni ef fram koma einnig Brjósta- vernd, Heilavernd, Lungna- vernd, Magavernd, Nýrna- vernd og Ristilvernd. Brottfall Ólafur vakti einnig athygli á því að í upphafi Hjartaverndar- rannsókna var notað heitið brottfall um þá sjúklinga sem ekki tóku þátt í rannsókninni. Þetta heiti hefur ekki ratað inn í Iðorðasafn lækna og ekki held- ur það heiti sem Ólafur segir að Læknablaðið hafi kosið í stað- inn, vanheimtur. Hann bendir á að orðið brottfall finnist þó í orðabók Árna Böðvarssonar. Önnur útgáfa Islenskrar orða- bókar Máls og menningar frá 1992 lýsir brottfalli þannig: 1. fráfall, dauði. 2. það að e-ðfell- ur burt. 3. það að hljóð hverfur úr orði. Islenska alfræðiorða- bókin lýsir nánar brottfalli hljóða í málfræði og íslensk samheitaorðabók tilgreinir samheitin: hvarf, liðfall, niður- felling, stytting, en að öðru leyti tekst undirrituðum ekki að finna brottfall eða vanheimtur í orðabókum. Við fyrstu sýn finnst honum að þau séu ekki endilega samheiti. Kvenkyns- nafnorðið heimt er oftast notað í fleirtölu, heimtur, og þá helst um það hvernig sauðfé skilar sér af fjalli. Heimtur eru góðar þegar nær allur fénaðurinn finnst. Vanheimtur má nota um það að einstaklingar, sem kvaddir eru til þátttöku eða eiga að vera með í læknisfræðilegri rannsókn, skila sér alls ekki. Vanheimtum má lýsa með orð- um (miklar, litlar) eða með hundraðshlutföllum. Brottfall má hins vegar nota um það þegar einstaklingar hverfa burt eða hafna þátttöku eftir að hafa verið með í fyrsta hluta rann- sóknar. Brottfalli má einnig lýsa með orðum eða hlutföllum. Hvað finnst þér um þetta, Ólafur? Flogaveiki í mars-hefti Læknablaðsins 1997 var grein um flogafár, sem á latneska fræðimálinu heitir status epilepticus. Greinin verð- ur tilefni umfjöllunar um ýmis heiti sem notuð eru í tengslum við flogaveiki, epilepsy. Status epilepticus er langvar- andi flogakast sem, samkvæmt formlegri skilgreiningu, varir að minnsta kosti 30 mínútur og einkennist af samfelldum eða endurteknum flogum. Iðorða- safn lækna gefur íslensku heitin flogafár og síflog, en Islensk læknisfræðiheiti Guðmundar Hannessonar tilgreina: samfelld flogaköst og síflog. Bæði heitin, flogafár og síflog, eru lipur og lýsandi og erfitt er að gera upp á milli þeirra. Þó má hugsa sér blæbrigðamun á þann veg að flogafár sé sjúklegt ástand sem einkennist af síflogum, stöðug- um flogum. Flog er gamalt hvorugkynsnafnorð, talið myndað með hljóðvarpi af nafn- orðinu flug, og má því auðveld- lega nota um það sem flýgur, flögrar eða hreyfist ört eins og á flugi væri. íslenska samheita- orðabókin gefur samheitin: áfall, fítungur, hviða, kast, kippur, krampi, niðurfall, slag. í Orðabók Máls og menningar má finna eftirtaldar skýringar: (kvala- eða œðisjkast, sjúk- dómskast, snöggur verkur. Þar má einnig finna skýringar á hvorugkynsnafnorðinu fár: 1. tjón, ógœfa, voði, óhamingja, óðagot, ráðleysisráp, reiði, heift, hatur, geðshrœring, hug- stríð. 2. (meinlegur) fjöldi. 3. drepsótt. 4. vera í fári með e-ð: vanta e-ð, vera í vandræðum með e-ð. Framangreind grein ber heit- ið Flogafár án krampa. Flog eru því augljóslega ekki nákvæm- lega það sama og krampar. Enda mun nú ætlunin að heitið flog skuli notað um öll þau köst (seizures) sem stafa af floga- veiki, en heitið krampar ein- ungis um þau flog sem koma fram í vöðvasamdráttum (tonic- clonic seizures). Framhald í næsta blaði. P.S. Beðist er velvirðingar á því að í síðasta pistli skolaðist til stafrófsröðin í upptalningu á til- lögum að íslensku heiti á útbún- aðinum stent. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.