Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 235 á áttunda áratugnum og til BNA um 1985. Á íslandi hafa þessar aðgerðir verið gerðar frá byrj- un níunda áratugarins. Ábendingum er alltaf að fjölga og hefur þróunin orðið sú að byrjað er að nota tæknina við flókna brotameðferð sérstak- lega við opin brot inn í liði eða fjölbrot á legg sem eru erfið viðureignar. í barnabæklunarlækning- um hefur þessi tækni valdið byltingu í meðferð ýmissa meðfæddra kvilla. Pað að tæknin barst frá Ráðstjórnarríkjunum varð til þess í byrjun að menn tóku henni með varúð og þótti búnaðurinn forneskjulegur og klossaður. Til að ná árangri með þessari tækni þarf að gera talsverðan fjölda aðgerða því tíðni fylgikvilla er há. Gott samstarf þarf að vera við endurhæfingarlækna og sjúkra- þjálfara því stór hluti eftirmeðferðarinnar felst í því að halda hreyfigetu í aðlægum liðum svo og gönguæfingum. Helstu ábendingar Ilizarovs tækninnar eru: 1. Lengingar neðri og efri útlima. 2. Rétting kreppa í liðum. 3. Björgun útlima með flutningi beinblokka. 4. Brotaliðir sýktir og ósýktir. 5. Beinsýkingar. 6. Beinbrot svo sem mölbrot á útlimum. E-33. Hundalækningar Brynjólfur Mogensen*, Niels Chr. Nielsen**, Helga Finnsdóttir*** Frá *bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, **svœfinga- og gjörgœsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ***Dýralœkningastofu Helgu Finnsdóttur Inngangur: Mjaðmarliðhlaup eftir áverka er þekkt bæði hjá mönnum og hundum. Oftast nær verður liðhlaupið aftur- og uppávið en fremra liðhlaup er óalgengt. Sjúkratilfelli: Sex ára hundur af golden retr- iever kyni kom heim til sín haustið 1996 og vildi ekki stíga í hægri afturfót. Bar hann merki um áverka og var talið að hann hefði orðið fyrir bif- reið. Var farið með hundinn til dýralæknis sem tók mynd og greindi mjaðmarliðhlaup. Fyrir meint umferðarslys var hundurinn við góða heilsu. Var talið að um fremra liðhlaup væri að ræða. Var reynt að setja hundinn í liðinn í svæf- ingu án árangurs. Var því ákveðið að gera aðgerð á honum þar sem farið var inn í mjöðmina að framan eftir hliðlægan húðskurð. Lærleggshaus- inn hafði farið út í gegnum liðpokann framantil og varð ekki komið í liðinn fyrr en búið var að losa liðpokann frá framkantinum. Skurðsárin greru án vandræða og feldurinn hefur jafnað sig. Hálfu ári síðar virðist hundinum líða vel. Hann stígur í og hleypur um að því er virðist eðlilega. Umræða: Margt er um líkt með mjaðmarbygg- ingu manna og hunda. Fremra liðhlaup hjá hund- um er þó öllu sjaldgæfara en hjá mönnum. Bækl- unarlæknar eru öðrum vanari að fást við stoðkerf- isáverka, reyndar hjá mönnum, en líffærafræðin hjá spendýrum almennt í stórum dráttum er sú sama. Skurðþekkingin ætti því að nýtast dýrunum líka. Það má velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að taka upp samvinnu um meðferð mikið slasaðra dýra. E-34. Er kviðsjáraðgerð betri en hefð- bundin botnlangataka? Niðurstöður úr sænsku KLAPP-rannsókninni Tómas Guöbjartsson*, Hellberg A**, Wenner J*, Rudberg C**, Kullman E***, Anderberg R***, Enochsson E****, Fenyö G****, Hallerbáck R*-****t Johansson R*****t Graffner H* Frá skurðdeildum sjúkrahúsanna í *HeIsingja- borg, **Vásterás, *** Háskólasjúkrahússins í Linköping, ****Nacka og *****náL Inngangur: Síðustu ár hefur birst fjöldi rann- sókna þar sem botnlangataka með kviðsjá og hefðbundin opin aðgerð eru bornar saman. Rannsóknirnar hafa flestar verið kviðsjáraðgerð- unum í vil en fæstar þeirra eru slembaðar og sjúk- lingar fáir. Niðurstöður hafa því verið nákvæmar, sérstaklega hvað varðar vinnufærni eftir aðgerð. Til að svara því hvor aðgerðin er betri var gerð stór framsýn slembuð rannsókn með þátttöku fimm sænskra sjúkrahúsa á tímabilinu júní 1994 til janúar 1996. Efniviður og aðferðir: Alls voru teknir með í rannsóknina 523 sjúklingar eldri en 15 ára grunað- ir um bráða botnlangabólgu en 23 þeirra uppfylltu ekki inntökuskilyrði. Eftir eru 500 sjúklingar, 256 sem gengust undir opna aðgerð og 244 kviðsjárað- gerð, en 30 þeirra síðarnefndu var breytt í opna aðgerð (12%). Meðalaldur, hlutfall karla/ kvenna. BMI og vefjafræði var áþekkt í hópunum tveimur (p>0,l). Skráður var aðgerðartími og fylgikvillar í og eftir aðgerð. Öllum sjúklingunum var fylgt eftir af óháðum aðila einum, sjö, 14,21 og 28 dögum frá aðgerð. Skráð var hvenær sjúkling- arnir töldu sig hafa náð fullri færni við dagleg störf og hversu lengi þeir voru frá vinnu. Með VAS- skala var lagt mat á verki og viku frá aðgerð gert sérstakt færnispróf. Gefnar eru upp miðtölur og miðað við marktæki 0,05. Niðurstöður: Sjúklingar töldu sig ná fullri færni 13 dögum eftir kviðsjáraðgerð og 21 degi eftir opna aðgerð (p<0,001). Þeir sneru hins vegar ekki marktækt fyrr til vinnu (11 í stað 14 daga) (p>0,05). Verkir voru minni fyrstu tvær vikurnar eftir kviðsjáraðgerð og færnistuðull viku frá að-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.