Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 52

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 52
240 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 og leysa jafnvel fyrri aðferðir/aðgerðir af hólmi. Lýst er tveimur „vopnum“ sem við reyndum á síðastliðnu ári. Aðferðir: Sett var gerviloka (AMS-800 sphinct- er) í karlmann sem skaðaði þvagloku við grindar- hols- og þvagrásaráverka og bjó við nær stöðugan þvagleka. Þá fóru þrír sjúklingar í aðgerð vegna þrengsla á nýrnaskjóðu-þvagleiðaramótum (congenit uretero-pelvic obstruction) og notaður var skurðarbelgur (acucise endopyelotomy cat- heter) sem settur var um þvagleiðara að nýrna- skjóðuþrengslunum. Hefðbundið er að fram- kvæma slíkar aðgerðir um síðuskurð. Niðurstöður: Ári eftir ísetningu á gerviþvag- loku er viðkomandi með fullkomna stjórn á þvag- látum. Tveir af þeim sem fóru í acucise-meðferð- ina eru án einkenna fjórum og sex mánuðum eftir aðgerðina og nýrnamyndir sýna betri nýrnatæm- ingu. Hjá þeim þriðja er ekki komin reynsla á meðferðina. Vandamál skapaðist vegna nýrna- stíflu og þvagleka hjá einum sjúklinganna. Sýndar verða myndir til nánari útskýringar á þessum að- gerðum. Ályktun: Mikilvægt er að geta boðið upp á nýj- ungar í meðferð til þess að bæta líðan og minnka umfang aðgerða. Þó ber að fara varlega í að kasta frá sér aðgerðum sem staðist hafa tímans tönn fyrr en nægjanleg reynsla er fyrirliggjandi á nýjum aðferðum. E-46. Brottnám blöðruhálskirtils vegna staðbundins krabbameins í blöðruháls- kirtli Eiríkur Jónsson, Guðmundur Geirsson, Geir Ólafsson, Hafsteinn Guðjónsson Frá þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, handlœkningadeild Sjúkrahúss Akraness Inngangur: Finnist staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli kemur aðallega þrennt til greina: eftirlit, geislameðferð eða brottnám kirtilsins (ra- dical retropubic prostatectomy). Brottnám þessa líffæris er tæknilega erfitt og getur haft í för með sér alvarlega fylgikvilla, svo sem miklar blæðing- ar, áverka á endaþarm, þvagleka og getuleysi. Aðferðir: Á síðustu tveimur árum hafa 17 karl- menn á okkar vegum farið í aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í þeim tilgangi að láta fjarlægja blöðruhalskirtilinn, en fjórir reyndust hafa niein- vörp í grindarholseitlum í byrjun aðgerðar og var því látið staðar numið. Lýst er nánar afdrifum þeirra 13 sem gengust undir brottnám. Leitast var við að hlífa errectile taugum og æðum. Niðurstöður: Fjöldi 13 Aldur 61 (49-66) Pre-op PSA 12,3 (3,7-35) Pre-op Gleason 5,3 (4-7) Blóðtap (ml) 730 (200-800) Áverkar á endaþarm 0 Blóðgjöf 0 Blóðsegar 0 Legudagar 7,5 (6-10) Eftirlitstími (mán.) 11,8 (1-48) Getuleysi lengur en eitt ár eftir aðgerð 2/4 (50%) Þvagleki lengur en þrjá mán. eftir aðgerð 1/10 (10%) Blöðruhálsþröng 1/10 (10%) Tveir legudagar fóru í aðgerðarundirbúning (meðal annars úthreinsun). Allir eru án klínískra eða lífefnafræðilegra (PSA) sjúkdómsmerkja. Sýndar verða aðgerðarmyndir til að leggja áherslu á tæknileg atriði aðgerðarinnar. Ályktun: Brottnám blöðruhálskirtils er fram- kvæmanlegt hérlendis með sambærilegri tíðni fylgikvilla við það sem best gerist erlendis. Hugs- anlega mætti stytta legudaga um tvo með undir- búningi aðgerðar utan sjúkrahúss og fella út eða minnka úthreinsun. Mun lengri eftirlitstíma (yfir 10 ár) þarf til að meta árangur aðgerðarinnar á krabbameinið. E-47. Ómun í aðgerð til stigunar á æxlis- vexti í kviði Pétur Hannesson*, Margrét Oddsdóttir**, Jónas Magnússon** Frá *röntgen- og **handlœkningadeild Landspít- alans Ómun í aðgerð getur verið mikilvægt hjálpar- tæki við stigun á æxlum í kviðarholi. Hægt er að nota ómtæknina bæði við opnar aðgerðir og kög- unaraðgerðir. Með ómrannsóknum í aðgerð er unnt að greina meinvörp og ífarandi vöxt sem ekki hafa sést við rannsóknir fyrir aðgerð, enn- fremur breytingar sem ekki þreifast í sjálfri að- gerðinni. Meta má eðli þessara breytinga og stað- setja þær fyrir sýnatöku. Niðurstöður ómrannsóknarinnar geta haft af- gerandi áhrif á ákvarðanatöku í aðgerð. E-48. Stigun á æxlisvexti í kviði Margrét Oddsdóttir, Pétur Hannesson, Jónas Magnússon Frá handlœkninga- og röntgendeild Landspítalans Nákvæm stigun á æxlum fyrir aðgerð er mikil-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.