Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 66

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 66
254 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Pálmi V. Jónsson um stefnumótunarumræðu innan Læknafélags íslands: Nauðsyn fyrir lækna að láta heilbrigðismál til sín taka Læknafélag íslands hrinti á liðnu hausti af stað vinnu við stefnumótun í heilbrigðismálum í framhaldi af samþykkt á aðal- fundi. Pálmi V. Jónsson var fenginn til að annast undirbún- ing og stjórna framkvæmd verksins ásamt vinnuhópi. Læknablaðið leitaði fregna hjá Pálma um stöðu mála og var hann fyrst spurður hvernig verkefnið hefði farið af stað: „Það hefur gengið nokkuð vel en vinnuhópurinn ákvað strax að brjóta verkið niður í smærri einingar og biðja ein- staklinga að leiða hópa er fjöll- uðu um afmarkað efni. Nú hafa þessir undirhópar allir tekið til starfa og 18. og 19. apríl er ætl- unin að kynna afraksturinn og fá viðbrögð lækna á opnum fundi,“ segir Pálmi. Áður en hann heldur lengra er rétt að rifja upp ályktun aðalfundar þar sem segir svo: „Aðalfutidur Lœknafélags ís- lands haldinn dagana 20. og 21. september 1996 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi telur afar brýnt að lœknar komi sér saman um stefnu í heilbrigðismálum. í því skyni stofni stjórn LÍ starfshóp sem undirbúi læknaþing, sem haldið verði innan sex mánaða ogfjalli um skipulag og stefnu í heilbrigðismálum. Starfshópur- inn starfi síðan áfram eftir lœknaþing og skili áfanga- skýrslu á formannaráðstefnu með fullnaðarafgreiðslu á nœsta aðalfundi. “ í vinnuhópnum sem var skip- aður í upphafi eru einn fulltrúi stjórnar LÍ, tveir frá svæðafé- lögum LÍ, það er LR og Lækna- félagi Suðurlands, og síðan tveir fulltrúar frá hverju eftirtöldu fé- lagi: Félagi íslenskra heimilis- lækna, Félagi ungra lækna og Sérfræðingafélagi íslenskra lækna. Hópinn skipa þessir læknar: Sverrir Bergmann, Sig- urður Ólafsson, Árni Jón Geirs- son, Ásmundur Jónasson, Sig- urður Björnsson, Páll Torfi Ön- undarson, Lúðvík Ólafsson, Vilhjálmur Ari Arason, Ólafur Már Björnsson og Steingerður Anna Gunnarsdóttir. Eins og fyrr segir ákvað vinnuhópurinn að skipta verk- efninu niður í smærri einingar og voru fengnir nokkir læknar til að stjórna hópum um af- mörkuð efni. í hverjum hópi eru fjórir til sjö einstaklingar og eru hér talin upp efni hvers hóps og leiðtogar þeirra: Rannsóknir og kennsla: Árni Jón Geirsson Læknar sem stjórnendur: Lúðvík Ólafsson Launaþróun, nýliðun, starfs- lok: Vilhjálmur Ari Arason Hlutverk læknisins. Læknar sem leiðtogar. Almannatengsl: Sverrir Bergmann Þróun læknisþjónustu í þétt- býli og dreifbýli: Sigurður Ólafsson og Ásmundur Jónas- son Rekstrarform og fjármögn- un: Páll Torfi Önundarson Forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu:Guðmundur Björnsson Siðfræði og réttindi sjúk- linga: Tómas Zoéga Upplýsinga- og gæðaþróun: Ólafur Steingrímsson Opinn fundur í aprfl Pálmi segir að allir hóparnir hafi tekið til starfa: „Þeir munu kynna sér stefnu félagsins eins og hún liggur fyrir í ályktunum þess og jafnframt gera tillögur að breyttum áherslum eins og þeim þykir þurfa. Við ráðgerum að halda síðan opinn fund fyrir alla lækna í aprfl, nánar tiltekið dagana 18. og 19. aprfl að Hlíða- smára 8 og þar er einmitt kjörið tækifæri fyrir lækna að hafa bein áhrif á stefnumótun félags síns. Vil ég því eindregið hvetja sem flesta lækna til að sitja þessa ráðstefnu." Hvað gerist svo í framhaldi af henni? „Þá munu hóparnir starfa áfram og ræða málin strax á for- mannaráðstefnunni í maí og skila álitsgerðum fyrir lækna- þing á næsta hausti. Oft var þörf en nú er nauðsyn fyrir lækna að láta heilbrigðismál í víðasta skilningi til sín taka því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa engir meira innsæi í heilbrigðis- kerfið en einmitt læknar,“ sagði Pálmi V. Jónsson að lokum. -jt-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.