Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 69

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 257 að þjónustan uppfylli þær kröf- ur sem gerðar eru til nútíma heilbrigðisþjónustu og kemur þá ýmislegt til greina. Hægt er að halda endur- menntunar- eða upprifjunar- námskeið fyrir aldraða lækna, þar sem kynntar verði helstu nýjungar í þeim greinum sem nefndar voru hér að framan. Slík námskeið gætu verið á veg- um Fræðslunefndar læknafélag- anna í samvinnu við landlæknis- embættið eða eingöngu á veg- um annars hvors þessara aðila. Það er svo matsatriði hve löng og ítarleg þessi námskeið þyrftu að vera. Hugsanlegt er að tveir lækn- ar, sinn úr hvorri sérgrein, sinntu héraði eða heilsugæslu- umdæmi saman og skiptu með sér laununum. Slík tilhögun mundi auka öryggi þeirra sjálfra og tryggja betri þjónustu. Þá hefur sú hugmynd komið fram að heilsugæslustöðvar í þéttbýli tækju minni héruð „í fóstur“ og sendu frá sér lækna, þangað sem þeirra væri þörf. Aldraðir læknar gætu þá hugs- anlega farið út á land á vegum heilsugæslustöðvanna eða gerst staðgenglar fyrir þá heilsu- gæslulækna sem sendir væru út á land. Fleiri lausnir kæmu að sjálf- sögðu til greina en þetta verður látið nægja að sinni. Niðurstaða Verulegar líkur eru á að skortur verði á heilsugæslu- læknum á landsbyggðinni í nán- ustu framtíð. Ástæður eru margþættar en helstar þó, lítil nýliðun í stéttinni, léleg launa- kjör, einangrun og svo það að ungir læknar eru aldir upp á stofnunum og hallast því frekar að stofnanalæknisfræði, þegar kemur að vali á sérnámi. Tíma- bundin lausn á þessum vanda gæti verið að nýta starfskrafta aldraðra lækna, sem eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins verða eldri og eldri með lítt skerta líkams- og sálarkrafta, en til þess að þeir megi nýtast, og þjónusta þeirra vera í samræmi við breyttar kröfur til heilbrigð- isþjónustunnar, þarf að endur- mennta þá og skipuleggja störf þeirra svo þau megi vera í takt við breytta tíma. Árni Björnsson Frá Læknafélagi Norðvesturlands: Niðurskurði mótmælt Félagsfundur í Læknafélagi Norðvesturlands haldinn 19. febrúar síðastliðinn í Varmahlíð mótmælir eindregið þeim nið- urskurði á fjárveitingum sem boðaður hefur verið á sjúkra- stofnunum svæðisins. Fundur- inn bendir á, að á undanförnum árum hefur átt sér stað niður- skurður og hagræðing og er nú svo komið að ekki er hægt að spara meira án þess að það komi niður á læknis- og hjúkrunar- þjónustu. Segja má að ekki sé vinnu- friður fyrir starfsfólk vegna stöðugra frétta af niðurskurði og þarf það sífellt að eyða kröft- um í varnarbaráttu fyrir núver- andi starfsemi. Einnig leiðir þessi neikvæða umræða af sér verulegan ugg hjá íbúum hér- aðsins og heilbrigðisstarfsfólki og erfiðara er en áður að fá fag- fólk til starfa. Fundurinn varar mjög við hugmyndum um að sameina heilsugæslustöðvar og sjúkra- hús á hverjum stað í eina stofn- un. Sjúkrahús- og heilsugæslu- þjónusta eru faglega ólíkir hlut- ir sem ekki á að blanda saman. Með því að gera heilsugæslu- stöðvarnar að deildum innan sjúkrahúsa er fótunum kippt undan faglegu og fjárhagslegu sjálfstæði stöðvanna. Með þessu væri verið að stíga stórt skref aftur á við í heilsugæslu- þjónustu og hætt við að enn erf- iðara verði að fá lækna til starfa í heilsugæslu á þessum stofnun- um en nú er. Er vandinn þó ær- inn við núverandi aðstæður. Fundurinn telur að hafa eigi samráð við lækna og annað fag- fólk við stofnanirnar þegar um svo viðkvæm og mikilvæg mál er að ræða. Jafnframt telur fund- urinn nauðsynlegt að byrja á því að skilgreina umfang þeirrar þjónustu sem hver stofnun á að veita, reikna síðan út kostnað við hana og ákveða fjárveitingar út frá því. Telur fundurinn rangt að farið að skera fyrst niður fjár- veitingar og reikna síðan út eftir á eins og virðist hafa verið gert nú samanber upphafskafla í „Tillögum um hagræðingu í rekstri landsbyggðarsjúkra- húsa“ frá desember 1996. Að lokum telur fundurinn rétt að gerð verði úttekt á kostn- aði við sjúkraflutninga milli landshluta en hér er um háar upphæðir að ræða. Er gefið mál að þessum flutningum muni fjölga talsvert ef föst viðvera sérfræðinga í skurðlækningum hættir í kjördæminu með aukn- um niðurskurði. Komur sér- fræðinga frá Reykjavík í stuttan tíma geta aldrei leyst þennan vanda því að fólk veikist og slas- ast á öllum tímum óháð ferðum þeirra.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.