Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 38
304 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 saltvatn í sprautu. Við mænuvökvadeyfingar hefur notkun lofts þann kost, að vökvi sem birtist í enda hinnar örgrönnu nálar getur ekki verið annað en mænuvökvi. Gerð var framskyggn rannsókn til að bera saman árangur mænuvökvadeyfinga eftir því hvort notað var loft eða saltvatn við leit utanbasts- rýmis. Efniviður og aðferðir: I rannsókninni tóku þátt 306 sjúklingar á Landspítalanum. I hópi I (n=153) var loft haft í sprautu og utanbastsrýmis leitað með viðnámshvarfi, en í hópi II (n=153) var haft salt- vatn í sprautunni. I báðum hópum var notuð hefðbundin Tuohy nál og 26G Sprotte nál (blý- antsodds) til mænudeyfingar. Skráð var með já eða nei, hvort vökvi birtist í Sprotte nálinni og með já eða nei hvort deyfing væri fullnægjandi. Niðurstöður: í hópi I (loft) var deyfing ófull- nægjandi í sjö tilvikum (4,5%). I þremur þeirra sást vökvi. I hópi II (saltvatn) var deyfing ófullnægj- andi í 10 tilvikum (6,5%). I fimm þeirra sást vökvi. Ályktanir: Ekki var marktækur munur í þessari rannsókn á árangri deyfinga eftir því hvort notað var loft eða saltvatn til að leita utanbastsrýmis. Þar sem lýst hefur verið í fræðiritum vissum fylgikvill- um við notkun lofts, má álykta að saltvatn skuli frekar notað. E-21. Samanburður á árangri tveggja aðferða við holhandardeyfingu Gísli Vigfússon Frá svœfmgadeild Landspítalans Inngangur: Holhandardeyfingu (plexus axillaris deyfingu) var fyrst lýst árið 1911. Hún er talin heppileg við aðgerðir við og neðan við olnboga. Kostir hennar felast í fáum aukaverkunum. Ókostir eru biðtími eftir deyfingu og ófullkomin deyfing í 10-20% tilfella. Ýmsum aðferðum hefur verið lýst við holhandardeyfingu. Fjöldi kannana hefur sýnt fram á svipaðan árangur mismunandi aðferða. Það sem virðist skipta mestu máli um árangur er hæfni og æfing læknis fremur en sú aðferð sem hann beit- ir. Á Landspítalanum voru aðeins framkvæmdar 17 aðgerðir í holhandardeyfingu á árinu 1996. Þannig koma örfáar deyfingar í hlut hvers læknis og má því búast við frekar lökum árangri. I þessari könn- un er borinn saman árangur tveggja mismunandi aðferða holhandardeyfingar á svæfingadeild Land- spítalans. Efniviður og aðferðir: Þrjátíu og einn sjúkling- ur tók þátt í rannsókninni. Sjúklingum var skipt með slembiúrtaki í tvo hópa. Sami læknir fram- kvæmdi allar deyfingarnar. I hópi A (16 sjúklingar) var leitað eftir taug með því að framkalla vöðvasamdrátt með hjálp taugaáreitistækis (Orga- non Teknika). í hópi B (15 sjúklingar) var leitað með sérhannaðri nál eftir rafstuði (paresthesia) um taug eða púls í slagæð. Sprautað var 40 ml af lídókaíni 1% með aðrenalíni þegar rétt staðsetning nálar var fundin. Niðurstöður: Meðaltími við lögn deyfingar var 13,5 mínútur í hópi A og 15,2 mínútur í hópi B. Ófullkomin deyfing var 25% í hópi A og 46% í hópi B. Meðaltími frá lok deyfmgar þar til deyfing hafði tekið var 17 mínútur í báðum hópum. Tækni var metin auðveld í 69% tilfella í hópi A og 87% í hópi B. I hópi A þar sem deyfing var ófullkomin var leitað aftur eftir samdrætti og sprautað 10 ml af staðdeyfilyfi til viðbótar. I þremur þessara tilfella fékkst fullnaðardeyfing innan 16 mínútna. I einu tilfelli var bætt við staðdeyfingu í sár eftir að aðgerð var hafin. I hópi B var sprautað með sama magni hjá fjórum sjúklingum og í hópi A. Hjá þremur þeirra fékkst fullnaðardeyfing innan 16 mínútna. I fjórum tilfellum var valið að ljúka aðgerð með staðdeyfingu í sár eða IVRA deyfingu þar sem of margar taugar voru ódeyfðar eftir fyrstu stungu. Deyfing var að meðaltali horfin á fjórum klukkustundum í hópi A og 3,7 stundum í hópi B. Ályktanir: Verulegur munur var á árangri hol- handardeyfingar í þessari könnun eða 94% í hópi A á móti 74% í hópi B. Skýringanna er að leita í fáum holhandardeyfingum og þar með æfingarleysi. I slfkum tilfellum kemur notkun taugaáreitistækis að góðum notum. Það krefst lítillar þjálfunar, auðvelt er að finna taugar í holhönd með því að framkalla samdrátt í handarvöðvum. Einnig er mun auðveld- ar að beita þessari tækni þegar landamerki eru óljós svo sem við offitu, púlsleysi í slagæð eða þar sem erfitt er að komast að holhönd. E-22. Er hættan á eiturverkun lídókaíns ofmetin? Ragnar Armannsson, Jón Sigurðsson Frá svœfmgadeild Landspítalans Inngangur: Aukaverkanir staðdeyfilyfja tengj- ast einkum verkun þeirra á miðtaugakerfið og leiðslukerfi hjartans. Aukaverkanir þessar geta verið lífshættulegar og hafa því verið skilgreindir tilteknir hámarksskammtar, annars vegar fyrir lyfin gefin í æð, hins vegar í vefi. Séu lyfin gefin í vefi eru hámarksskammtar hærri ef þau eru blönduð aðrenalíni (hægara frásog). Hámarksskammtur lídókaíns í æð hefur verið skilgreindur 300 mg, í vefi 400 mg (án aðrenalíns) og 500 mg (með aðrenalíni). Sjúkratilfelli: Af sérstökum ástæðum fékk sjúk- lingur 1040 mg af lídókaíni með aðrenalíni. Fylgst var ítarlega með sjúklingnum í sex klukkustundir á gjörgæsludeild. Um það bil tveimur og fjórum tím- um eftir deyfingu var sjúklingur metinn með tilliti til aukaverkana lídókaíns, tekin hjartalínurit og blóðsýni tekin til þéttnimælinga lídókaíns í sermi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.