Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 315 testóvíron. Fáir sjúklinganna höfðu notað reðurris- dælur (4). Allir sjúklingamir fengu gentamýcín og cefalósporín fyrir aðgerð en voru síðan áfram á sýklalyfjum í 10 daga á eftir. 1 fyrstu þrjá sjúkling- ana voru notaðar tveggja hluta prótesur frá Mentor. I þessum prótesum er geymirinn lítill og staðsettur í pungnum. Síðan höfum við notað þriggja hluta prótesu frá Mentor, alfa-I. Geymirinn í henni er 100 ml og staðsettur í mjaðmagrind. Lengd prótesunnar var frá 16 sm upp f 22 cm og reðurinn mældist að jafnaði um 20 cm (16-24 sm). Engin aukaverkun var í aðgerð. Aukaverkanir eftir aðgerð voru fáar. Ein prótesan lak eftir eitt og hálft ár. Sjúklingarnir dvöldu að jafnaði fjóra sólarhringa (tvo til fimm daga) á sjúkrahúsi. Þrettán sjúklingar voru ánægðir með notkun prótesunnar en einn var ekki viss. Alyktun: Þrátt fyrir lítinn efnivið gefur þessi rannsókn allgóðar upplýsingar um árangur með- ferðarinnar. Eins og í fyrri rannsóknum eru slag- æðasjúkdómarnir algengasta ástæðan og flestir höfðu reynt aðrar meðferðir. Engar alvarlegar aukaverkanir áttu sér stað og enginn hafnaði prótesunni, til dæmis vegna sýkinga. Lengd reðurs hér á landi virðist í lengra lagi miðað við upplýs- ingar frá öðrum löndum. Sjúkrahúsdvöl má án efa stytta. I heildina virðast karlmennirnir ánægðir, svo árangur virðist góður. E-47. Brotnir limir á íslandi. Greining, meðferð og horfur Guðmundur Geirsson', Pálmar Hallgrímsson2 Frá 'þvagfœraskurðdeild og 'röntgendeild Sjúkra- húss Reykjavíkur Inngangur: „Fractura penis“ er það kallað þegar reðurgroppa (corpus cavernosum) og/eða þvagrás- argroppa (corpus spongiosum) rifna vegna lokaðra áverka á getnaðarlim í fullri reisn. Vitað er um fjóra sjúklinga sem fengið hafa slíka áverka hér á landi og hafa þeir allir verið meðhöndlaðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna greiningu, meðferð og horfur þessara sjúk- linga. Efniviður og aðferðir: Leitað var eftir upplýs- ingum úr sjúkraskrám viðkomandi sjúklinga varðandi greiningu og meðferð. Haft var samband við þá mismunandi löngum tíma eftir aðgerð til að meta horfur. Niðurstöður: Um er að ræða fjóra karlmenn sem voru frá 36 til 50 ára gamlir við áverka. Allir höfðu þeir fengið áverka við samfarir. Hjá þremur þeirra var áverkinn greindur með ómun auk klínískrar skoðunar. Allir fóru þeir í bráðaaðgerð og reyndist einn sjúklinganna vera með rifu á báðum reður- groppum en hinir á annarri. Einn fékk rifu inn í þvagrásargroppu. Omskoðun reyndist gagnleg til að greina og staðsetja áverka. Engin vandamál hafa komið fram hjá þeim tveimur sjúklingum sem náðst hefur í, nú einu og tveimur árum eftir aðgerð. Alyktun: Fractura penis er sjaldgæfur áverki á Islandi. Omskoðun er gagnleg rannsókn, bæði til að greina og staðsetja áverka fyrir skurðaaðgerð, en það er sú meðferð sem mælt er með. E-48. Samspil á taugaviðbrögðum milli aftari hluta þvagrásar og þvagblöðru Guðmundur Geirsson', Magnus Fall2 Frá 'þvagfœraskurðdeildum Sjúkrahúss Reykja- víkur og 2Sahlgrenska Háskólasjúkrahússins í Gautaborg Tilgangur: Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að hægt er að ræsa svokallað blöðrukuldaviðbragð með kælingu á blöðru eða þvagrás, sem leiðir til viðbragðssamdráttar á þvagblöðru (jákvætt ísvatns- próf). I fyrri rannsóknum okkar hefur verið sýnt fram á að kuldaviðbragð frá þvagblöðru mannsins er uppbyggt á sama hátt og í tilraunadýrum. Minna er vitað um taugaviðbrögð frá þvagrásinni. I þess- ari klínísku rannsókn höfum við kannað viðbrögð í þvagblöðru við þenslu og kuldaáreiti á blöðruháls og aftari hluta þvagrásar. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og einn sjúkling- ur með ofvirka blöðru og þekkt jákvætt ísvatnspróf var rannsakaður. Meðalaldur þeirra var 48,5 ár, frá 15-75 ára. þeir gengust allir undir vatnsblöðrumæli (cystometry) og ísvatnspróf í blöðru. Þvagrásin var síðan rannsökuð með því að örva hana með mis- munandi heitu vatni um sérstakan þvaglegg með hliðarholum. Þrýstingur var samtímis mældur í blöðru í gegnum þrýstinema. Niðurstöður: Þensla á þvagrás leiddi til sam- dráttar á þvagblöðru hjá sjö af 21 sjúklingi. Af þeim voru þrír (14%) sem svöruðu eingöngu með inndælingu á ísvatni. Hjá fjórum sjúklingum varð samdráttur á blöðru við tog á blöðruhálsi. Alyktun: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja að kuldanæmt taugaviðbragð sé til staðar í aftari hluta þvagrásar hjá manninum. Það er þó sýnu erfiðara að framkalla taugaviðbrögð með þenslu eða kæl- ingu á þvagrás heldur en þvagblöðru. E-49. Blööruhálskirtilskrabbamein og stökkbreytingar í p53 geni Stefán Sigurðsson', Jón Tómasson2, Eiríkur Jóns- son24, Steinunn Tliorlacius', Kristrún Benedikts- dóttir', Laufey Tryggvadóttir, Hrafn Tulinius2, Jór- unn E. Eyfjörð' Frá 'Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíjfrœði, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands, 3Rannsóknastofu Há- skólans í meinafrœði, 4þvagfœraskurðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er al- gengasta krabbamein íslenskra karla. Aldursstaðlað nýgengi var 63,6 á 100.000 íbúa árin 1990-1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.