Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 64
330 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Iðorðasafn lækna 99 Prótín Elín Olafsdóttir, læknir á rann- sóknastofu í meinefnafræði á Landspítala, hefur tjáð undirrit- uðum óánægju sína með íslensk- un á fræðiheitinu protein. Elín virðist fyrst og fremst óánægð með endinguna ,,-ín“ og skrifar skírt og skorinort í stuttu bréfi: sem lífefnafrœðingur get ég ekki fengið mig til þess að afbaka orð- ið protein yfir í „prótín Með bréfi Elínar fylgdu nokkur ljósrit úr lífefnafræðitextum með sögulegum upplýsingum um upp- runa erlenda heitisins. I ljós kem- ur að heitið protein er nú 160 ára gamalt. Hollenski efnafræðingur- inn Gerald Mulder (1802-1880) birti grein um rannsóknir sínar á ýmsum niturríkum (köfnunarefn- isríkum) efnasamböndum árið 1838, svo sem fíbríni. albúmíni og glúteni. Niðurstaða hans varð sú að þessi efni innihéldu hið líf- ræna grunnefni sem væri sameig- inlegt öllum vefjum dýra og plantna. Það lagði hann til að nefndist protein eftir gnska lýs- ingarorðinu proteios, sem merkir fyrstur, fremstur, frum-, aðal- eða upprunalegur. Sem innskot má nefna að læknisfræðiorðabók Wi- leys vísar einnig í gríska lýsingar- orðið protos, sem merkir fyrstur. Til gamans má geta þess að ein af kennisetningunum sem settar voru fram á þessum tíma um sam- band fæðu, vefja og orku, gerði ráð fyrir því að þetta lífsnauðsyn- lega grunnefni kæmist úr fæðunni inn í blóðið og um blóðið sem albúmín til vefjanna, þar sem það síðan umbreyttist í „lifandi vef“ og yrði þá að orkugjafa, til dæm- is fyrir vöðvastarf. Tillaga Mulders um heitið protein hlaut almennar vinsældir, þó að hugmyndum hans um efna- fræðilega byggingu grunnefnisins væri fljótt hafnað. I frönskum textum frá þeim tíma má einnig ftnna stafsetninguna protéine og í þýskum textum protein. Hin mikla almenna orðabók Websters gefur stafsetninguna protein og tvo möguleika í enskum fram- burði: „prótín “ eða „próteín “, og svo má skilja að sá fyrri sé al- gengari. Islenska umritunin prótín byggir á þessum fyrr- nefnda framburði. Undirrituðum finnst það mun „íslenskulegri’* kostur en hinn. Þriðji möguleik- inn er sá að bera stafina ei fram sem tvíhljóð (með ,,ei“-hljóði). Islenska heitið eggjahvítuefni hefur lengi verið í notkun, en er óþjált og hugnast ekki öllum. Gaman væri að heyra skoðanir lesenda á þessum málum. Apoptosis Umræður við hádegisverðar- borðið í matstofum spítalanna eru oft fjörugar og fyrirfram er aldrei að hægt vita hvaða stefnu þær muni taka. Rætt er um úrlausnir á vandamálum sjúklinga, almenn læknisfræðileg efni, starfsemi á sjúkradeildum, vísindalegar rann- sóknir, persónuleg áhugamál, stjórnmál, menningarmál og ávirðingar náungans, eins og gengur. Nærvera undirritaðs vek- ur stundum upp umræðu um íð- orð og er það oftast vel þegið, bæði að fá fram óskir um aðstoð við myndun nýtxa heita, ábend- ingar og gagnrýni vegna eldri heita eða nýjar tillögur og hug- myndir. Sigurður V. Sigurjónsson, rönt- genlæknir, er víðlesinn í raunvís- indum og huglægum fræðum og hefur að auki frjóan huga. Hann velti upp hugtakinu apoptosis um leið og hann eitt sinn mundaði gaffalinn yfir hrokuðum diski. í huga hans hefur sjálfsagt verið fullvissa um að ekki yrði horfellir þann daginn og fram kom tillaga að íslenska heitinu frumufellir. Fræðiheitið apoptosis finnst ekki í íðorðasafni lækna, enda nýtt af nálinni. Uppruninn er úr grísku þar sem forskeytið apo- (stytt í ap- á undan sérhljóða) get- ur haft nokkrar merkingar: af, frá, aðskilinn frá, leiddur af, í burtu frá, en optosis táknar fall eða það að falla. f læknisfræðiorðabók Stedmans er apoptosis lýst þann- ig að um sé að ræða úrfellingu stakra og dreifðra frumna úr vef niðurbrot þeirra og upptöku í át- frumur. Þarna er vísað í frumu- dauða í heilbrigðum vef, án ytri orsaka, og því gjarnan bætt við í fræðilegum skilgreiningum, að frumudauðinn sé þegar ráðgerður eða „forritaður“ (programmed cell death). Undirrituðum lýst vel á tillögu Sigurðar. Nafnorðið fell- ir hefur að vísu verið notað um efni sem valda kekkjun eða útfell- ingu, agglutinin og precipitant, en Orðabók Máls og menningar leyfir tvær merkingar: 1. hungur- eða hordauði; 2. sá semfellir Þá eru fjárfellir og horfellir gömul í málinu, notuð um dauða búpen- ings af völdum sjúkdóms eða fæðuskorts. Jóhann Heiðar Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.