Læknablaðið - 15.04.1998, Side 64
330
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Iðorðasafn lækna 99
Prótín
Elín Olafsdóttir, læknir á rann-
sóknastofu í meinefnafræði á
Landspítala, hefur tjáð undirrit-
uðum óánægju sína með íslensk-
un á fræðiheitinu protein. Elín
virðist fyrst og fremst óánægð
með endinguna ,,-ín“ og skrifar
skírt og skorinort í stuttu bréfi:
sem lífefnafrœðingur get ég ekki
fengið mig til þess að afbaka orð-
ið protein yfir í „prótín
Með bréfi Elínar fylgdu nokkur
ljósrit úr lífefnafræðitextum með
sögulegum upplýsingum um upp-
runa erlenda heitisins. I ljós kem-
ur að heitið protein er nú 160 ára
gamalt. Hollenski efnafræðingur-
inn Gerald Mulder (1802-1880)
birti grein um rannsóknir sínar á
ýmsum niturríkum (köfnunarefn-
isríkum) efnasamböndum árið
1838, svo sem fíbríni. albúmíni
og glúteni. Niðurstaða hans varð
sú að þessi efni innihéldu hið líf-
ræna grunnefni sem væri sameig-
inlegt öllum vefjum dýra og
plantna. Það lagði hann til að
nefndist protein eftir gnska lýs-
ingarorðinu proteios, sem merkir
fyrstur, fremstur, frum-, aðal- eða
upprunalegur. Sem innskot má
nefna að læknisfræðiorðabók Wi-
leys vísar einnig í gríska lýsingar-
orðið protos, sem merkir fyrstur.
Til gamans má geta þess að ein af
kennisetningunum sem settar
voru fram á þessum tíma um sam-
band fæðu, vefja og orku, gerði
ráð fyrir því að þetta lífsnauðsyn-
lega grunnefni kæmist úr fæðunni
inn í blóðið og um blóðið sem
albúmín til vefjanna, þar sem það
síðan umbreyttist í „lifandi vef“
og yrði þá að orkugjafa, til dæm-
is fyrir vöðvastarf.
Tillaga Mulders um heitið
protein hlaut almennar vinsældir,
þó að hugmyndum hans um efna-
fræðilega byggingu grunnefnisins
væri fljótt hafnað. I frönskum
textum frá þeim tíma má einnig
ftnna stafsetninguna protéine og
í þýskum textum protein. Hin
mikla almenna orðabók Websters
gefur stafsetninguna protein og
tvo möguleika í enskum fram-
burði: „prótín “ eða „próteín “, og
svo má skilja að sá fyrri sé al-
gengari. Islenska umritunin
prótín byggir á þessum fyrr-
nefnda framburði. Undirrituðum
finnst það mun „íslenskulegri’*
kostur en hinn. Þriðji möguleik-
inn er sá að bera stafina ei fram
sem tvíhljóð (með ,,ei“-hljóði).
Islenska heitið eggjahvítuefni
hefur lengi verið í notkun, en er
óþjált og hugnast ekki öllum.
Gaman væri að heyra skoðanir
lesenda á þessum málum.
Apoptosis
Umræður við hádegisverðar-
borðið í matstofum spítalanna eru
oft fjörugar og fyrirfram er aldrei
að hægt vita hvaða stefnu þær
muni taka. Rætt er um úrlausnir á
vandamálum sjúklinga, almenn
læknisfræðileg efni, starfsemi á
sjúkradeildum, vísindalegar rann-
sóknir, persónuleg áhugamál,
stjórnmál, menningarmál og
ávirðingar náungans, eins og
gengur. Nærvera undirritaðs vek-
ur stundum upp umræðu um íð-
orð og er það oftast vel þegið,
bæði að fá fram óskir um aðstoð
við myndun nýtxa heita, ábend-
ingar og gagnrýni vegna eldri
heita eða nýjar tillögur og hug-
myndir.
Sigurður V. Sigurjónsson, rönt-
genlæknir, er víðlesinn í raunvís-
indum og huglægum fræðum og
hefur að auki frjóan huga. Hann
velti upp hugtakinu apoptosis um
leið og hann eitt sinn mundaði
gaffalinn yfir hrokuðum diski. í
huga hans hefur sjálfsagt verið
fullvissa um að ekki yrði horfellir
þann daginn og fram kom tillaga
að íslenska heitinu frumufellir.
Fræðiheitið apoptosis finnst
ekki í íðorðasafni lækna, enda
nýtt af nálinni. Uppruninn er úr
grísku þar sem forskeytið apo-
(stytt í ap- á undan sérhljóða) get-
ur haft nokkrar merkingar: af, frá,
aðskilinn frá, leiddur af, í burtu
frá, en optosis táknar fall eða það
að falla. f læknisfræðiorðabók
Stedmans er apoptosis lýst þann-
ig að um sé að ræða úrfellingu
stakra og dreifðra frumna úr vef
niðurbrot þeirra og upptöku í át-
frumur. Þarna er vísað í frumu-
dauða í heilbrigðum vef, án ytri
orsaka, og því gjarnan bætt við í
fræðilegum skilgreiningum, að
frumudauðinn sé þegar ráðgerður
eða „forritaður“ (programmed
cell death). Undirrituðum lýst vel
á tillögu Sigurðar. Nafnorðið fell-
ir hefur að vísu verið notað um
efni sem valda kekkjun eða útfell-
ingu, agglutinin og precipitant,
en Orðabók Máls og menningar
leyfir tvær merkingar: 1. hungur-
eða hordauði; 2. sá semfellir Þá
eru fjárfellir og horfellir gömul í
málinu, notuð um dauða búpen-
ings af völdum sjúkdóms eða
fæðuskorts.
Jóhann Heiðar Jóhannsson