Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 58
324 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 þessu sviði, hér eru framkvæmd- ar um 60% fleiri slíkar aðgerðir en til dæmis í Noregi en Norð- menn koma þó næst okkur af Norðurlandaþjóðum í þessum efnum. Þannig verðum við áfram meðal þeirra fremstu í heimi og langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum þrátt fyr- ir 10% samdrátt. Stöndum illa varðandi bráðalækningar A hinn bóginn stöndum við illa hvað varðar bráðalækningar. Þar erum við ekki að gera eins góða hluti og við ættum að gera og alls ekki svipað því sem við gerum í hjartalækningum. Sjúk- lingar eru oft lagðir inn á ganga og fá þá í raun mun minni lækningu og hjúkrun heldur en ætti að vera. í mörgum tilfellum eru sjúklingar einnig sendir heim fyrr en æskilegt er og er hætt við að það geti leitt til endurinnlagna. Þess vegna er alls ekkert svigrúm til að þreng- ja að bráðalækningum og því lendir niðurskurðurinn óhjákvæmilega á valaðgerðum." En minni rekstrarframlög eru ekki eina vandamálið sem Land- spítalinn á við að glíma, heldur einnig skuldahali frá fyrri árum sem Þorvaldur Veigar telur ekki síður alvarlega. „Auk boðaðs niðurskurðar hvílir gömul skuld á spítalanum upp á 350 milljón- ir. Þessa skuld verður ríkið að greiða á endanum og öllu skyn- samlegra að gera það sem fyrst í stað þess að sitja einnig uppi með tugi milljóna í dráttarvexti. Verði ekkert að gert geta afleið- ingarnar hins vegar orðið mjög alvarlegar, spítalinn getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og þá kæmi að því að hann fengi ekki afgreiddar vörur.“ Þorvaldur Veigar taldi að oft mætti bregðast við vandamálum sem koma til kasta heilbrigðis- þjónustunnar á annan máta en nú er gert og leita annars konar og skynsamlegri lausna. Til dæmis sitja bráðasjúkrahúsin uppi með ýmis vandamál sem leysa ætti á öðrum vettvangi, þar má sérstaklega nefna úrlausnir fyrir aldraða og fatlaða einstaklinga. Astæðan væri sú að stoðhjálpin væri ekki fyrir hendi. En væri þessum félagslegu vandamálum sinnt á öðrum vettvangi þá myndi það létta ntjög á bráða- þjónustunni. Það vantaði mjög að heilbrigðis- og félagsmála- stofnanir ynnu meira og betur saman. Nýjungar kosta óhjákvæmilega sitt Þá er greiðsluformið sem rík- isspítalar búa við, það er föst fjárlög, vandamál að mati Þor- valdar Veigars. „Það má nefna dæmi um aðgerðir sem við höf- um ekki getað sinnt og sjúkling- ar því þurft að leita til útlanda, í slíkum tilvikum greiðir Trygg- ingastofnun aðgerðina að fullu fyrir hvern sjúkling. Ef aðgerð- irnar eru fluttar heim þá hættir TR að greiða fyrir þær en spítal- inn fær ákveðna greiðslu á fjár- lögum sem breytist ekki með breyttum aðgerðafjölda. Á Landspítalanum hefur verið tek- in upp ýmiss konar ný þjónusta. I upphafi er henni ætlað ákveðið fjármagn og þó svo hún aukist eftir því sem fram líða stundir helst fjármagnið sem ætlað er til starfseminnar óbreytt. Að mati Þorvaldar Veigars skortir einnig á að pólitískir ráðamenn sýni skilning á því að framþróun innan læknisfræðinn- ar kostar sitt. Ekki hefur þýtt að sækja um fjármagn til að taka UPP nÝja starfsemi. Fram- kvæmdin hefur orðið sú að starf- semin hefur engu að síður verið tekin upp og reynt að sækja fjár- magn seinna, þetta ætla stjórn- völd sér hins vegar að stöðva núna. Hvað það mun þýða í bráð og lengd fyrir spítalann, þróun læknisfræðinnar og heilbrigðis- þjónustunnar í landinu er óger- legt að setja nákvæmlega fram hér og nú. -bþ- Úthlutun vísindastyrkja voriö 1998 úr vísindasjóði Félags íslenskra heimilislækna Umsóknir um vísindastyrki fyrir vorúthlutun 1998 þurfa aö berast sjóönum fyrir 15. maí næstkomandi. Eins og áöur njóta rannsóknir úr efniviöi heilsugæslunnar forgangs. Um- sóknum ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlun þarf aö skila á þar til gerö- um eyöublöðum sem fást hjá ritara Heimilislæknisfræði, læknadeildar Há- skóla íslands í Sóltúni, sími: 525 4956, bréfsími: 562 2013, ásamt rann- sóknar- og fjárhagsáætlun. Vísindasjóöur FÍH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.