Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 32
300
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
E-ll. Eitlataka úr holhönd við brjósta-
krabbamein
Þórhallur Agústsson', Þorvaldur Jónsson', Jón
Gunnlaugur Jónasson2
Frá 'skurðlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
2Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði
Eitlataka úr holhönd er hluti af hefðbundinni
meðferð við brjóstakrabbameini, hvort sem brjóst
er að fullu fjarlægt eða ekki. Aðgerðinni fylgja
aukaverkanir og deilt er um ábendingar og tækni.
Gerð var afturskyggn könnun á fjölda og ástandi
holhandareitla í öllum sýnum sem bárust Rann-
sóknastofu HI í meinafræði á fimm ára tímabili,
1990-1994, úr aðgerðum vegna brjóstakrabbameins
hjá konum þar sem eitlataka var framkvæmd.
Alls barst 461 sýni frá 456 konum á aldrinum 28-
88 ára (miðaldur 58 ár). Eitlameinvörp fundust í
41,0% sýna þar sem brjóstaæxlið var ífarandi
krabbamein og voru meinvörp í >4 eitlum í 16,7%.
Hvort tveggja var óháð því af hvaða vefjagerð
brjóstaæxlið var. Hjá konum 70 ára og eldri voru
eitlameinvörp í 41,2 % sýna. Meðalstærð allra æxla
í brjósti var 24 mm. Væru eitlameinvörp til staðar
var meðalstærð 30,5 mm, en 19,5 mm ef ekki fund-
ust meinvörp. Æxli var 10 mm eða minna hjá 87
konum (18,9%) og höfðu 18 þeirra (25,3%) eitla-
meinvörp, en helmingur þó aðeins í einum eitli.
Fylgni milli æxlisstærðar og eitlameinvarpa var því
í heildina lítil. Meðalfjöldi eitla í sýnum var 11,2.
Fjöldi eitla var sambærilegur hvort sem æxli var 10
mm eða minna eða stærra, og hvort sem meinvörp
voru til staðar eða ekki. Ekki var heldur munur á
fjölda eitla hjá konum 70 ára og eldri samanborið
við yngri konur eða hvort gert var algjört brjósta-
brottnám eða ekki.
Islenskir skurðlæknar virðast þannig framkvæma
staðlaða eitlahreinsunaraðgerð fremur en tak-
markaða eitlasýnitöku til stigunar brjóstakrabba-
meins, og er umfang eitlahreinsunar óháð klínísku
stigi sjúkdómsins. Þó eitlataka reyndist “óþörf’ hjá
60% kvenna fundust ekki áreiðanlegir forspárþætt-
ir um eitlaneikvæðan sjúkdóm til þess að lækka
mætti þetta hlutfall án þess að skerða öryggi stigun-
ar. Merking og brottnám á markeitli gæti hugsan-
lega breytt þessu. Athygli vekur að eitlameinvörp
voru jafnalgeng hjá konum á hópskoðunaraldri og
hjá konum yfir þeim aldursmörkum.
E-12. Aðgerðir við brjóstakrabbameini
og vefjarannsókn sýna úr þeim. Gæða-
könnun
Þórhallur Agústsson', Þorvaldur Jónsson', Jón
Gunnlaugur Jónasson2
Frá 'skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
2Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði
Ymsir þættir eru notaðir til þess að meta gæði
meðferðar á brjóstakrabbameini. í afturskyggnri
rannsókn voru kannaðir nokkrir þættir sem lúta að
skurðaðgerð og meinafræðiskoðun sýna. Öll vefja-
rannsóknarsvör frá Rannsóknastofu HI í meina-
fræði á fimm ára tímabili, 1990-1994, við
aðgerðum vegna brjóstakrabbameins þar sem eitla-
taka úr holhönd var framkvæntd voru yfirfarin.
Sýni bárust úr 468 aðgerðum. Sjö voru frá karl-
mönnum. Konur 70 ára og eldri voru 85 (18,2%).
Aðgerðir voru framkvæmdar af 31 skurðlækni. Þar
af framkvæmdu 22 læknar sex aðgerðir eða færri,
þrír læknar 10-29 aðgerðir og sex læknar 30 að-
gerðir eða fleiri. Fullt brottnám á brjósti var fram-
kvæmt hjá 276 konum (60%). Æxlin voru nokkru
stærri í þeim hópi en hjá þeim konum sem héldu
brjóstinu, en munurinn var ekki tölfræðilega mark-
tækur. Aldur beggja hópa var sambærilegur. Enginn
eitill fannst í fjórum sýnum, einn til þrír eitlar í 28
(6,0%) og fjórir til sex eitlar í 61 sýni (13,0%).
Færri en þrír og færri en sex eitlar voru marktækt
oftar í sýnum frá þeim hópi skurðlækna sem gerðu
fæstar aðgerðir en frá þeim hópi sem flestar
aðgerðir gerðu. Eitlataka úr holhönd var fram-
kvæmd hjá 36 sjúklingum (7,8%) með setkrabba-
mein, en í einu slíku tilfelli fundust eitlameinvörp.
Sýni voru skoðuð af 11 meinafræðingum og
skoðuðu sex þeirra 50 sýni eða lleiri. Fjöldi eitla í
sýnum var sambærilegur hjá þeim meinafræðingum
sem flest sýni skoðuðu. I vefjarannsóknarsvari var
ekki gefin upp stærð frumæxlis í brjósti í 36 tilfell-
um (7,7%). Alltaf var sagt hvort meinvörp fundust
í holhandareitlum, en í 71 tilfelli (15,2%) var ekki
getið um fjölda holhandareitla, þar af hjá sjö sjúk-
lingum með eitlameinvörp.
Á rannsóknartímanum voru aðgerðir fram-
kvæmdar af mörgum skurðlæknum og voru heimt-
ur á holhandareitlum betri hjá þeim sem flestar
aðgerðir gerðu. Hlutfall brottnámsaðgerða var hátt
og skýrist ekki af aldri sjúklinga og ekki nema að
hluta af stærð æxlis. Eitlataka var framkvæmd hjá
hópum sjúklinga þar sem ábending er umdeild, svo
sem við setkrabbamein og hjá einstaklingum 70 ára
og eldri. Misbrestur var á upplýsingum sem varða
miklu um stigun og fylgimeðferð, samanber stærð
æxlis og fjölda eitla.
E-13. Hormónaviðtakamælingar í
brjóstakrabbameinum. Samanburður
tveggja aðferða við viðtakaákvörðun
Jón Gunnlaugur Jónasson', Sigurrós Jónasdóttir',
Aðalgeir Arason', Helgi Sigurðsson2, Bjarni A.
Agnarsson'
Frá 'Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði,
2krabbameinslœkningadeild Landspítalans
Tilgangur: Að bera saman niðurstöður tveggja
aðferða við að meta hormónaviðtaka í brjósta-