Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 313 E-41. Gallblöðrutaka með kviðsjá á Sjúkrahúsi Akraness 1994-1998. Sam- anburður á fyrri og seinni hluta tíma- bilsins Ottar Már Bergmann, Magnús Kolbeinsson, Haf- steinn Guðjónsson Frá handlœkningadeild Sjúkrahúss Akraness A tímabilinu október 1994 til mars 1998 voru gerðar 125 gallblöðrutökur með kviðsjá (la- paroscopic cholecystectomy) á Sjúkrahúsi Akra- ness. Fyrri hluta tímabilsins (október 1994-júní 1996) var framkvæmd 61 aðgerð. Seinni hluta tímabilsins (júlí 1996-mars 1998) voru fram- kvæmdar 65 aðgerðir. Farið var yfir sjúkraskrár þeirra sjúklinga sem gengist höfðu undir gall- blöðrutökur á tímabilinu frá október 1994 til mars 1998 (þrjú og hálft ár). Borið var saman: 1. tíðni skuggaefnisgjafar í galltré, 2. meðferð og árangur hennar við hækkun galllitarefnis (bilirubin) eftir aðgerð, 3. fylgikvillar aðgerða, 4. hversu oft þurfti að venda í opna aðgerð, 5. legutíma og 6. aðgerðar- lengd. Við samanburð kom í ljós styttri aðgerðartími, færri fylgikvillar og mun færri vendingar í opna aðgerð á seinni hluta tímabilsins. Arangur seinna tímabilsins af gallblöðrutökum í gegnum kviðsjá á Sjúkrahúsi Akraness er sambærilegur við það sem best gerist annars staðar. E-42. Skurðaðgerðir við krabbameini í skjaldkirtli Helena Sveinsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Jóhannes M. Gunnarsson, Hannes Hjartarson Frá skurðlœkninga-, háls-, nef- og eyrnadeildum Sjúkrahúss Reykjavíkur Krabbamein í skjaldkirtli er hlutfallslega algengt meðal Islendinga. Skurðaðgerð er að öllu jöfnu undirstaða meðferðar. í afturskyggnri rannsókn voru kannaðar forsendur og útkoma slíkra skurð- aðgerða á Borgarspítalanum á 10 ára tímabilinu 1985-1994. Á þeim tíma voru alls gerðar 275 skjaldkirtilaðgerðir, þar af 80 (29%) vegna skjald- kirtilskrabbameins. Konur voru 57 (13-84 ára, miðaldur 51 ár) og karlar 23 (22-88 ára, miðaldur 52 ár). Algengasta einkenni var hnútur á hálsi hjá 64, en 12 höfðu einkenni um útbreiddan sjúkdóm á hálsi, svo sem hæsi, andþrengsli, eða kyng- ingarörðugleika. Svör við fínnálarástungu til frumugreiningar voru aðgengileg hjá 41 sjúklingi. Sýni var greint sem krabbamein eða grunsamlegt fyrir krabbamein hjá 33 en ekki grunsamlegt hjá átta (20%). Gert var helftarbrottnám á kirtlinum eingöngu hjá átta, al- gjört brottnám í einni aðgerð hjá 35, algjört brott- nám með tveimur helftarbrottnámsaðgerðum hjá 21 og aðrar aðgerðir hjá 16. Aðgerð var ekki til lækn- ingar hjá 11 sjúklingum. Frystiskurður var gerður í 12 aðgerðum og var svar falskt neikvætt í þremur tilfellum (25%). Vefjagreining sýndi totufrumuæxli hjá 61, skjaldbúsæxli hjá níu, mergfrumuæxli hjá þremur, villifrumuvöxt hjá sex og eitilfrumu- krabbamein hjá einum. Enginn sjúklingur lést vegna aðgerðar. Enduraðgerðir vegna fylgikvilla voru fjórar, ein vegna blæðingar, ein vegna vessa- leka og tvisvar þurfti að gera barkarauf vegna radd- bandalömunar. Tímabundin raddbandalömun að- eins varð hjá þremur sjúklingum en óafturkræf lömun hjá sex. Var raddbandataug tekin af ráðnum hug vegna æxlisvaxtar hjá fjórum en hjá tveimur (1,6%) varð taugaáverki án ásetnings. Tímabundin lækkun á kalsíum í sermi varð hjá 31 sjúklingi, en til lengri tíma en þrjá mánuði hjá fjórum (6,8%). Niðurstöður þessar sýna að tíðni meiri háttar fylgikvilla eftir skurðaðgerðir við skjaldkirtil- krabbameini er sambærileg við tíðni í erlendum uppgjörum. Ennfremur að frumugreining og frysti- skurðarskoðun sýna við skjaldkirtilkrabbamein er vandasöm. E-43. Skurðsýkingar á handlækninga- deild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði Jens Kjartansson, Freyja Sigurðardóttir, Gunnar Herbertsson Frá handlœkningadeild St.Jósefsspítala, Hafnar- ftrði Inngangur: Aukin áhersla hefur verið á gæðaeftirlit í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. 1 tvö ár hefur verið fylgst nákvæmlega með tíðni sýkinga á handlækningadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Efniviður og aðferðir: Hjúkrunarfræðingur á deild gerir eyðublað fyrir þá sjúklinga er gangast undir stærri aðgerðir og sér til þess að skurðlæknir fylli út greiningu og aðgerðarheiti ásamt möguleg- um áhættuþáttum. Aðgerðum er skipt í tvo flokka, hreinar og hreinar mengaðar. Sýkingum er skipt í djúpar sýkingar og yfirborðssýkingar. Ef grunur leikur á sýkingu eða sýking staðfest í legunni er það merkt inn á eyðublaðið. Við endurkomu á göngudeild merkir læknir sjúklings hvort skurðsár eru sýkt eða ekki. Loks sendir sjúklingur útfylltan spurningalista nokkrum vikum eftir útskrift til hjúkrunarfræðings. Niðurstöður: Eftirlitið hefur staðið í tvö ár og er svörun sjúklinga mjög góð, 1996 var það 78,5% og 96% árið 1997. Fylgst hefur verið með 511 sjúk- lingum og reyndist tíðni sýkinga 0,85%. Umræða: Á handlækningadeild St.Jósefsspítala eru framkvæmdar valaðgerðir í nokkrum sérgrein- um og fylgst með sjúklingum eftir aðgerð í kven- sjúkdómum, lýtalækningum, almennum skurð- lækningum og bæklunarlækningum. Sýklalyfja- meðferð fyrir skurðaðgerðir er breytileg eftir sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.