Læknablaðið - 15.03.1999, Side 12
204
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Tafla II. Algengi óþœginda (%) frá hreyfi- og stoðkerfi síðast-
liðna 12 mánuði meðal kvenna (n=279) og karla (n=86) er tóku
þátt í rannsókninni.
Líkamssvæði Konur Karlar
Háls 67 42
Herðar 77 44
Olnbogar 13 6
Úlnliðir 27 14
Efra bak 38 21
Mjóbak 68 66
Mjaðmir 26 17
Hné 30 33
Ökklar 19 16
Dofi 22 10
Við rannsóknina var notaður norrænn spurn-
ingalisti (13) um óþægindi frá hreyfi- og stoð-
kerfi, almenni hlutinn, en í honum er spurt um
óþægindi (sársauka, verki, ónot) síðastliðna 12
mánuði og síðastliðna sjö daga frá níu líkams-
svæðum. Að auki var spurt um dofa í höndum/
fingrum. Spurt var hvort óþægindin hefðu
hindrað viðkomandi í að stunda dagleg störf
undangengið ár. Bætt var við spurningum um
lengd tjarvista frá vinnu vegna framangreindra
óþæginda og hvort viðkomandi hafi leitað
meðferðar vegna þeirra. Auk þessa var spurt
um vinnuaðstæður, vinnuskipulag og vinnu-
álag.
Spurt var um starfssvið svarenda og gefnir
sex valkostir (tafla I). Flokkun í starfssvið og
nákvæm lýsing þeirra var gerð í samvinnu við
samráðsnefnd sem í sátu fulltrúar verslunareig-
enda og stéttarfélaga verslunarfólks og var
lögð áhersla á að starfssviðin væru lýsandi fyrir
þau störf sem unnin eru í matvöruverslunum.
Til að tryggja að þátttakendur skildu spurn-
ingar og ættu auðvelt með að finna réttan val-
möguleika í svari var gerð forkönnun meðal 11
starfsmanna í matvöruverslun sem var lík versl-
ununum í rannsókninni að því undanskildu að
þar var, auk matvöru, einnig seld ýmiss konar
sérvara. I kjölfar forkönnunar var bætt við einu
starfssviði, tveimur efnisatriðum og gerðar
tjórar breytingar varðandi uppsetningu og orð-
alag. Kom hér að góðum notum þekking ofan-
nefndrar samráðsnefndar á vinnuaðstæðum.
Þar sem svörun karla var mjög lítil og þeir
fáir var algengi óþæginda einungis athugað hjá
þeim í heild og ekki gerður samanburður milli
starfssviða karla (tafla 11).
Leyfi Tölvunefndar var fengið til að vinna
efnivið rannsóknarinnar í tölvu. Þar sem rann-
sóknin var ekki gerð í tengslum við heilbrigðis-
stofnun var ekki hægt að leita álits ákveðinnar
vísindasiðanefndar, en Tölvunefnd aflar slíks
álits ef henni sýnist þörf á.
Algengi óþæginda kvenna sem unnu ein-
göngu við afgreiðslukassa var borið saman við
algengi óþæginda kvenna í öðrum störfum.
Sérstakri athygli var beint að konum sem unnu
20 klukkustundir á viku eða lengur við af-
greiðslukassa. Gerður var hlutfallslegur sam-
anburður og reiknað áhættuhlutfall (odds ratio,
OR) og 95% öryggismörk (confidence interval,
CI). Beitt var reikniaðferðum sem taka tillit til
að hóparnir eru fámennir og að einkennin eru
ekki normaldreifð. Við samanburð var notuð
Mantel-Haenszel jafna og var lagskipt annars
vegar eftir lífaldri og hins vegar eftir starfs-
aldri. Við lagskiptingu eftir aldri var konunum
skipt í fjóra aldurshópa, það er 15-24 ára, 25-
34 ára, 35-44 ára og 45 ára og eldri. Við lag-
skiptingu eftir starfsaldri var konunum einnig
skipt í fjóra hópa, það er konur sem höfðu unn-
ið í 12 mánuði eða skemur, þær sem höfðu unn-
ið 13-36 mánuði, þær sem höfðu unnið í 37-60
mánuði og þær sem höfðu unnið í 60 mánuði
eða lengur.
Niðurstöður
Af öllum konum í rannsókninni höfðu 93%
fundið til einhverra óþæginda frá hreyfi- og
stoðkerfi undangengið ár og voru óþægindi
tíðust í herðum, mjóbaki og hálsi (tafla II). Af
þeim sem höfðu haft óþægindi höfðu 39% leit-
að aðstoðar í heilbrigðiskerfinu þeirra vegna.
Af þeim sem höfðu verið frá vinnu vegna óþæg-
indanna sögðust 26% hafa verið fjarverandi
einn til sjö daga, 7% fjarverandi í 8-30 daga og
1% lengur en 30 daga. Óþægindi frá mjóbaki
(18%), hálsi (10%) og herðum (10%) komu
oftast í veg fyrir að konurnar gætu stundað dag-
leg störf síðastliðna 12 mánuði. Konur sem
unnu í kjötdeild, á lager og við afgreiðslukassa
höfðu oftast óþægindi.
Ekki reyndist vera marktækur munur á al-
gengi óþæginda meðal kvenna sem unnu við
afgreiðslukassa og kvenna í öðrum störfum
þegar allur hópurinn var skoðaður að því und-
anskildu að konur við afgreiðslukassa voru síð-
ur með óþægindi frá mjöðmum.
Óþægindi reyndust hins vegar mun tíðari frá
hálsi, herðum og efri hluta baks meðal kvenna
sem unnu við afgreiðslukassa 20 klukkustundir
eða lengur á viku en meðal annarra kvenna í
verslunum. Níu af hverjum 10 þeirra höfðu haft