Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 18

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 18
208 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 að hættan aukist eftir því sem einhæfni starfa verður meiri (1-3,12). Silverstein og samstarfsmenn (16) skil- greindu endurtekningu á háu stigi þegar vinnu- ferli er styttra en 30 sekúndur eða inniheldur síendurteknar hreyfingar að minnsta kosti 50% af vinnuferlinu. Eitt vinnuferli við afgreiðslu- kassa er sá tími sem líður frá því að byrjað er að afgreiða viðskiptavin þar til afgreiðsla næsta viðskiptavinar hefst. Erfitt er að styðjast við framangreinda skilgreiningu Silverstein til að flokka starf við afgreiðslukassa þar sem lengd vinnuferla og fjöldi endurtekinna hreyfinga í einu vinnuferli eru breytileg eftir innkaupa- magni hvers viðskiptavinar og fjölda viðskipta- vina. Þó má ætla að í verslunum þar sem mikið er að gera við afgreiðslukassa sé endurtekning á háu stigi og hætta á óþægindum því meiri. Rannsókn Lannerstein og Harms-Ringdahl (17) sýndi að mikil stöðuspenna skapast í háls- og axlarvöðvum bæði við aflestur vöruverðs með skanna og við innslátt á hnappaborð. Sam- felld stöðupenna þessara vöðva gæti skýrt að hluta til tíð óþægindi í hálsi, herðum og efri hluta baks sent komu fram í rannsókn okkar hjá konum sem vinna við afgreiðslukassa. I rann- sókn Lannerstein og Harms-Ringdahl reyndist heildarálag á háls- og axlarvöðva meira við skönnun en við hefðbundinn innslátt. Það var meðal annars skýrt með því að starfsmenn lyftu vörunum að jafnaði við aflestur strikamerkinga að og frá skanna en færðu þær án þess að lyfta við hefðbundinn innslátt. Einnig var vinnu- hraði ineiri þegar skannað var, það er fleiri vör- ur voru handleiknar á tímaeiningu og álag því meira. í rannsókn Hinnen og samstarfsmanna (4) voru óþægindi starfsfólks við afgreiðslukassa athuguð með tilliti til vinnuaðferða og vinnu- skipulags. Þeir starfsmenn sem unnu við af- greiðslukassa með skannaaflestri og áttu þess ekki kost að vinna til skiptis við önnur störf höfðu oftar óþægindi í hálsi, herðum og vinstri handlegg en hinir sem þurftu að slá inn vöru- verðið á hnappaborði. Það samræmist fyrr- greindum mælingum á álagi á háls- og axlar- vöðva þegar unnið er við skanna (17). Meðal starfsmanna sem unnu við afgreiðslukassa með skanna en skiptust reglulega á um að vinna önnur störf voru óþægindi fátíðari en hjá öðr- um starfsmönnum. Niðurstöður þessara rann- sókna undirstrika mikilvægi þess að starfs- menn hafi fjölbreytt verkefni því margt bendir til að ný tækni hafi aukið álag á starfsmenn (4). Kostur skannaaflestrar er þó tvímælalaust sá að það ætti að vera auðveldara að skipuleggja vinnuna þannig að starfsmenn skiptust á verk- efnum þar sem þeir þurfa ekki að þekkja verð hverrar vöru. Erfitt er að bera niðurstöður okkar um óþæg- indi frá úlnliðum eða höndum og um dofa í höndum/fingrum saman við niðurstöður ann- arra rannsókna á starfsfólki við afgreiðslukassa þar sem spurt hefur verið á annan hátt. I rann- sókn Margolis og Kraus (1) þar sem spurt var um ýmis einkenni frá úlnliðum og höndum reyndist stór hluti þátttakenda eða 62,5% hafa einkenni frá þessu svæði sem gátu bent til heil- kenna miðtaugarþvingunar (carpal tunnel syn- drome). I mörgum rannsóknum er þó algengi óþæginda frá úlnliðum og höndum mun lægra og svipað því sem var í okkar rannsókn (4,6,7). Konur sem unnu standandi við afgreiðslu- kassa höfðu oftar óþægindi í hnjám og ökklum en hinar sem gátu setið við vinnuna og sam- ræmist það niðurstöðum rannsókna frá löndum þar sem algengt er að starfsmenn við kassa standi við vinnuna, til dæmis í Bandaríkjunum (2,9). í áðumefndri rannsókn Lannerstein og Harms-Ringdahl á vöðvavinnu í hálsi og herð- um mældist álag meira þegar unnið var sitjandi en standandi (17). Svipaðar niðurstöður er að finna í nýrri breskri rannsókn (7) en í henni mældist bæði álag á vöðva og liði í öxlum meira þegar unnið var sitjandi. Rannsókn okkar sýndi hins vegar hærri tíðni óþæginda í hálsi, herðum og úlnliðum hjá þeim sem unnu stand- andi við afgreiðslukassana. I eftirlitsátaki því sem gert var í matvöruverslunum kom í ljós að í þeim verslunum þar sem starfsmenn unnu ein- göngu standandi voru ekki færibönd sem fluttu vörurnar að og frá starfsmönnum að einni verslun undanskilinni (15). Oþægindi í hálsi, herðum og úlnliðum hjá þeim sem unnu stand- andi geta því mun fremur skýrst af því að starfsmenn þurftu að handfæra, það er að draga, ýta og/eða lyfta öllum vörum milli borð- hluta, heldur en því að vinnan hafi verið unnin standandi. Starf við afgreiðslukassa virtist í þessari rannsókn vernda starfsmenn fyrir óþægindum í mjöðmum. Það gæti verið vegna þess að flestir starfsmenn höfðu aðstöðu til að sitja eða standa til skiptis og notuðu sér þann möguleika sem dregur úr álagi á mjaðmir. Starfsaldur kvenna sem unnu við afgreiðslu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.