Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 22

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 22
212 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 á Landspítalanum. Greining var líkleg hjá tveimur og ákveðin hjá tveimur. Einn þeirra var upphaflega grunaður um að hafa hjartasjúkdóm og annar að hafa gallblöðrubólgu. Allir reynd- ust hafa herpes simplex veiru frumsýkingu, voru lagðir inn á sjúkradeild og meðhöndlaðir með vökva í æð og acíklóvír. Við leit í MED- LINE fundust 12 tilfelli herpes simplex vél- indabólgu í einstaklingum sem ekki voru ónæm- isbældir og fullnægðu skilmerkjum. Að okkar sjúklingum meðtöldum var aldursbil hópsins 18 til 50 ár (meðalaldur 26 ár). Konur voru tvær en karlar 14. Algengasta einkenni var verkur við kyngingu (69%). Hjá átta sjúklingum (50%) var lýst hita en aðeins sex (37,5%) sjúklingar höfðu greinanleg sár í húð og/eða slímhúð við skoðun. Algengast var að greina sár við speglun, venju- lega í neðsta hluta vélinda (13/16), en tveir höfðu sár í miðhluta (2/16) og einn eftir endi- löngu líffærinu (1/16). Herpes simplex veira-1 ræktaðist frá 10 sjúklingum. Hjá átta sjúkling- um greindust innlyksur í þekjufrumum í vél- indasýnum. Mótefnamælingar voru gerðar hjá 10 sjúklingum og samræmdust þær frumsýk- ingu hjá sex þeirra. Alyktanir: Herpes simplex vélindabólga virðist sjaldgæf í annars heilbrigðum einstak- lingum en sjúkdómurinn er sennilega van- greindur. Flestir sem hafa greinst eru ungir karlmenn. Vísbendingar eins og sýnileg mein í húð og/ eða slímhúð eru oft ekki til staðar. Þörf er árvekni og speglunar með sýnatöku til grein- ingar. Inngangur Herpes simplex veira tilheyrir flokki herpes veira og er algeng orsök útbrota í húð og slím- húð. Smitun verður við nána snertingu. Al- gengi mótefna gegn herpes simplex veiru eykst með hækkandi aldri. í kjölfar sýkingar leggst veiran í dvala í taugahnoðum en endurvirkjun veirunnar getur átt sér stað hvenær sem er. Veiran getur sýkt ýmis líffæri, oftast munn og kynfæri. Af innri líffærum sýkist vélindað oft- ast og er herpes simplex veiran talin með al- gengari orsökum vélindabólgu af völdum sýkla (1), tíðni er þó mismunandi eftir rannsóknum, 0,5%-25% (2,3), meðal annars vegna skorts á þekkingu á útliti vefjasýna sem sýkt eru af völd- um herpes simplex veiru (3). Hún greinist lang- oftast hjá ónæmisbældum einstaklingum (3,4), einkum þeim sem eru haldnir illkynja eða öðr- um alvarlegum sjúkdómum. Sýkingin er hins vegar sjaldgæf hjá þeim sem eru heilbrigðir en lítt hefur verið fjallað um það efni áður. Hér er lýst fjórurn ungum, annars heilbrigð- um karlmönnum sem greindust með herpes simplex veiru vélindabólgu og voru lagðir inn á Landspítalann árið 1997. Einnig verður gerð grein fyrir rituðu máli um efnið, sem fannst við leit á MEDLINE. Aðferðir Mótefnamœlingar: IgM og IgG mótefni gegn herpes simplex veiru voru mæld í sermi með tveimur mismunandi óbeinum (indirect) ELISA prófum. Annað er heimagerð ELISA en hitt aðkeypt, það er Enzygnost Anti-HSVIgM og Anti-HSVIgG (Behringwerke AG, Mar- burg, Þýskalandi). I báðum prófum eru notaðir herpes simplex veiru mótefnavakar úr frumu- rækt sem ekki greina á milli mótefna gegn herpes simplex veiru-1 og herpes simplex veiru-2. Herpes simplex veiru frumsýking var talin staðfest ef mótefni gegn veirunni, IgG og IgM, voru neikvæð í fyrsta sermissýni eða að- eins IgM jákvætt, en voru bæði jákvæð í síðara sýni. Veiruræktun: Herpes simplex veira var rækt- uð í Vero og A-549 frumum og greind á grund- velli frumuskemmda. Greiningin var staðfest og veirugerðin (herpes simplex veira-1 eða herpes simplex veira-2) fundin með ELISU aðferð (Dako reagensar). Vefjasýni úr vélinda: Sýni úr vélinda voru lituð með HE (hematoxylin-eosin) og sveppa- litun og smásjárskoðuð. Vélindabólga af völd- um herpes simplex veiru var greind ef Cowdry innlyksur af gerð A, sem eru dæmigerðar fyrir herpes simplex veirur, fundust svo og marg- kjarna risafrumur. Gerð var ónæmisvefjafræði- leg litun fyrir herpes simplex veiru hjá sjúk- lingum númer 2, 3 og 4. Leit í rituðu máli: Leit var gerð í rituðu máli á MEDLINE að herpes simplex vélindabólgu. Hún náði yfir árabilið 1966 til 1998. í yfirliti okkar voru tekin tilfelli herpes simplex vél- indabólgu sem lýst hafði verið og fullnægðu skilmerkjum okkar. Skilmerki greiningar: Skilmerki greiningar herpes simplex vélindabólgu voru: 1. Engin fyrri saga um herpes simplex veirusýkingar, ónæmisbælingu eða nýlega ísetningu tækja eða tóla um vélinda svo sem magaslöngu. 2. Spegl- un á vélinda og maga leiddi í ljós breytingar í vélinda, sem samrýmdust vélindabólgu. 3.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.