Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 31

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 219 Mynd 3. Opinn kviðslitssekkur (aðgerð). Kviðslitssekkurinn inni- heldur gallstein (til hœgri) og kalkað fitudrep (til vinstri). Sekkurinn innihélt um 1 sm stóran stein, að útliti dæmigerður fyrir gallstein. Mánuði eftir gallkögunina kom sjúklingur til aðgerðar á kviðslitinu. I aðgerð kom í Ijós þykknaður kviðslitssekkur, sem innihélt fitu, brúnleitan vökva og tvo steinalíka hluti, um 'A-1 sm í þvermál (mynd 2). Vefjagreining sýndi kviðslitsvef með ósér- hæfðri bólgu. Innihald sekksins reyndist annars vegar vera kalkað fitudrep ásamt storknuðu blóði og hins vegar gallsteinn (mynd 3). Umræða Gallkögun er kjöraðgerð til að nema á brott gallblöðru vegna gallsteina. Sýnt hefur verið fram á yfirburði gallkögunar í samanburði við opna gallblöðrutöku hvað varðar legutíma, verki eftir aðgerð og svo framvegis. Þó eru ákveðnir fylgikvillar algengari við gallkögun en við opna aðgerð. Rof á gailblöðru með leka á galli Mynd 4. Gallsteinn (smásjárskoðun). Pverskurður af gallstein- inum. og steinum út í kviðarhol er lýst í 10-30% gall- kagana (1,2). Fylgikvillar vegna steina sem verða eftir í kviðarholi eru sjaldgæfir en geta verið alvarlegir og má þar nefna ígerðir og fist- ilmyndanir. Gallsteini í kviðslitssekk eftir gall- kögun hefur verið lýst erlendis (3) en ekki hér- lendis. Algengast er að gallblaðran skaðist þegar gripið er í hana með töngum eða þegar hún er losuð frá lifrarbeðnum og á þetta sérstaklega við ef gallblaðran er bólgin. Einnig getur gall- blaðran rifnað þegar hún er dregin út í gegnum kviðvegginn. Ef gat kemur á gallblöðru er mælt með því að opinu sé lokað með saumi eða heft- um til að forðast leka úr gallblöðru. Þegar gall- blaðran er laus er mælt með því að bólgin eða rofin gallblaðra sé sett í poka og henni fylgt eftir með kviðsjá þegar hún er tekin út gegnum kviðvegg. Einnig gæti þurft að stækka skurð eða soga innihald úr gallblöðrunni ef hún er þanin eða ef steinamir eru stórir. Ef rof kemur á gallblöðru í aðgerð og steinar fara út í kviðarhol á að reyna að ná sem flestum þeirra og tína upp í poka. Ekki er mælt með að gallkögun sé breytt yfir í opna gallblöðrutöku vegna rofs á gallblöðru. HEIMILDIR 1. Lauffer JM, Krahenbiihl L, Baer HU, Mettler M, Biichier MW. Clinical manifestations of lost gallstones after laparo- scopic cholecystectomy: a case report with review of the literature. Surg Laparosc Endosc 1997; 7: 103-10. 2. Targarona EM, Balagué C, Cifuentes A, Martínez J, Trías M. The spilled stone. A potential danger after laparoscopic cholecystectomy. Surg Endosc 1995; 9: 768-73. 3. Rosin D, Korianski Y, Yudich A, Ayalon A. Lost gallstones found in ahemial sac. J Laparoendosc Surg 1995; 5:409-10.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.