Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
239
verju sem kærandi afhenti lögreglu og var það
sent til DNA-rannsóknar á frumulíffræðideild
Rannsóknastofu háskólans í meinafræði. Sam-
kvæmt niðurstöðum voru yfirgnæfandi líkur á
því að sæði sem greindist í verjunni væri úr
ákærða. Einnig voru sýni send til Rettsmedi-
sinsk Institutt í Osló til rannsóknar en niður-
staða þeirra rannsókna var á þá leið að sæði,
sem fannst í verjunni, gat ekki samrýmst því að
vera frá ákærða. í dómi Hæstaréttar er þess get-
ið að í bréfi Rannsóknastofu háskólans til lög-
reglu komi fram það álit sérfræðings að ástæða
fyrir mismunandi niðurstöðu frá rannsókna-
stofunum tveimur sé sú að unnið hafi verið
með ólík sýni. Hæstiréttur sýknaði ákærða í
málinu meðal annars með þeim rökum að
ósamræmi væri í niðurstöðum rannsóknanna
(18).
Við mat á sönnunargildi læknisfræðilegra
gagna verður að leysa úr því hvort gögnin eru
nægjanlega traust. I því sambandi skiptir máli
hvort þau veiti haldbærar upplýsingar, hvaða
ályktanir megi draga af þeim og loks hvort mis-
ræmi sem fram kemur veiki sönnunargildi
þeirra. Komi fram misræmi í niðurstöðum
rannsókna veikir það venjulega sönnunargildi
þeirra, einkum ef misræmið er ekki skýrt með
haldbærum rökum.
HEIMILDIR OG ATHUGASEMDIR
1. Nánari reglur um örorkunefnd eru í 10. gr. skaðabótalag-
anna, reglugerð um starfsháttu örorkunefndar nr. 335/1993
og reglugerðum um breytingar á henni nr. 19/1996 og
549/1996.
2. Fyrir gildistöku skaðabótalaganna, sem tóku gildi 1. júlí
1993, var oftast byggt á örorkumati læknis eða lækna þegar
bætur fyrir lfkamstjón voru reiknaðar út.
3. Sjá í því sambandi Hæstaréttardóm 1989 bls. 131 en þar hafði
skráningu í skýrslur verið verulega ábótavant og mikilvægt
sönnunargagn hafði auk þess glatast. Báru vamaraðilar halla
af sönnunarskorti í málinu og voru dæmdir til að greiða
skaðabætur. Fjallað er um dóminn í grein Amljótar Bjöms-
sonar. Sönnun í skaðabótamálum. Tímarit lögfræðinga
1991; 41/1: 16.
4. Sjá til dæmis Rognum, TO (red.). Lundevalls rettsmedisin.
Universitetsforlaget. 7. útg. Oslo 1997.
5. Alþingistíðindi 1996-1997; þskj. 707: 3681-2.
6. Samkvæmt frumvarpi til laga um breytingar á skaðabóta-
lögum, sem lagt var fram á yfirstandandi þingi, 123. lög-
gjafarþingi 1998-1999, er gert ráð fyrir breytingum á 10. gr.
skaðabótalaganna. Með breytingunni er horfíð frá þeirri
meginreglu að örorkunefnd sé matsaðili á fyrsta stigi heldur
verði læknisfræðilegt mat, sem aflað hefur verið, borið
undir örorkunefnd. Þetta er gert í því skyni að létta álagi af
örorkunefnd. Málsaðilar geta þó sameiginlega óskað álits
örorkunefndar um ákvörðun örorku- og/eða miskastigs, án
þess að fyrir liggi sérfræðilegt álit.
7. Eitinger L og Retterstöl N. Rettspsykiatri. Universitetsfor-
laget. 4. útg. Oslo 1990; 57-102.
8. Læknum sem og öðmm tilgreindum starfsstéttum er skylt
samkvæmt 2. mgr. 13. gr. bamavemdarlaga að „gera bama-
vemdamefnd viðvart ef ætla má að málefnum bams sé þann-
ig komið að bamavemdamefnd ætti að hafa afskipti af þeim“.
Enn fremur segir í lagaákvæðinu að tilkynningarskylda
gangi að þessu leyti framar ákvæðum laga um þagnarskyldu
viðkomandi starfstétta. Samkvæmt þessu er skylt að tilkynna
bamavemdamefnd um alvarlega vanrækslu á bami eða ef
gmnur er um kynferðislega misnotkun eða líkamlegt ofbeldi.
9. Alþingistíðindi A 1941: 87.
10. Jónatan Þórmundsson. Mat á geðrænu sakhæfi. Tímarit
lögfræðinga 1968; XVIII/1: 26-7.
11. Þessi úrskurður var ekki kærður til Hæstaréttar og hefur
hann því ekki verið birtur.
12. Sjá einnig Ámi Tryggvason: „Þagnarskylda málflutnings-
manna og lækna fyrir dómi um einkamál manna“ í Tímariti
lögfræðinga 1952, II/2: 51-64.
13. Með dómi Hæstaréttar var þagnarskyldu lögmanns og
prests aflétt með vísan til þess að hagsmunir málsaðila af
þvf að afla sönnunar um tiltekin atriði þóttu ríkari en hags-
munir gagnaðilans af því að vemdað yrði trúnaðarsamband
hans og vitnanna. Hæstaréttardómar 1996: 3575.
14. Sama athugasemd og í 3.
15. Sigurður Kristinsson. Siðareglur. Rannsóknarstofnun í sið-
fræði. Háskóli íslands 1991: 122.
16. í 3. gr. reglna um gerð og útgáfu læknisvottorða nr. 586/
1991 segir að forðast skuli „staðhæfingar um óorðna fram-
vindu um ástand sjúklings, er læknirinn lætur í ljós álit sitt“.
17. Hæstaréttardómar 1993: 27.
18. Um þessar sérfræðirannsóknir og dóm Hæstaréttar er fjallað
í grein minni: Hvaða þýðingu hafa DNA-rannsóknir fyrir
rekstur og úrlausnir dómsmála? Tímarit lögfræðinga 1998;
48/1:60-71.