Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 56
240
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Umræða og fréttir
Farsæll
Þann 15. febrúar síðastlið-
inn voru starfslok Páls Þórð-
arsonar sem framkvæmda-
stjóra Læknafélags íslands.
Páll hóf störf fyrir læknasam-
tökin þann 1. mars 1972.
I huga fjölda lækna hefur
Páll Þórðarson verið samnefn-
ari fyrir læknasamtökin. A 27
ára ferli sínum sem fram-
kvæmdastjóri hefur hann
gengið með okkur í gegnum
mörg þroskastig samtakanna.
Læknum á Islandi er efst í
huga þakklæti til Páls fyrir
mikið og óeigingjarnt starf
fyrir samtökin.
A sama tíma stöndum við
sem í forsvari erum fyir lækna
á Islandi á vissum tímamót-
/
Asdís Rafnar
- nýr fram-
kvæmdastjóri
Læknafélags
íslands
Eins og greint hefur verið frá
hér í blaðinu lét Páll Þórðarson
framkvæmdastjóri lækna-
félaganna til 27 ára af störfum
þann 15. febrúar síðastliðinn.
Stjóm LI hefur ráðið til félags-
ins nýjan framkvæmdastjóra
og er það Asdís J. Rafnar hér-
aðsdómslögmaður.
Asdís lauk prófi frá laga-
deild HÍ 1979. Hún starfaði
sem blaðamaður á Morgun-
blaðinu og fréttamaður á Rík-
isútvarpinu um skeið. Arið
1986 stofnaði hún lögmanns-
Formannsspjall
✓
framkvæmdastjóri LI
lýkur störfum
um. Læknafélag íslands eru
samtök án kynslóðaskipta.
Ungir læknar njóta reynslu og
þekkingar eldri lækna, og
þannig mun það alltaf verða.
Tímamótin eru meira af-
stæð, þar sem læknar verða að
laga sig að breyttum aðstæð-
um í þjóðfélaginu. Læknir
sem áður var embættismaður
eða fulltrúi ákveðinnar
menntunar, er nú frekar orð-
inn starfsmaður í fyrirtæki
sem hefur það verkefni að sjá
þjóðfélagsþegnum fyrir við-
haldi heilbrigðis. Stöðu lækna
má líkja við skipstjóra á fiski-
skipi sem útgerðarfyrirtæki
hefur sameinað öðrum.
Læknirinn hefur ekki lengur
Ásdís J. Rafnar, nýr fram-
kvœmdastjóri lœknafélaganna.
stofu í Reykjavík og hefur
rekið hana síðan í samstarfi
við Ingibjörgu Þ. Rafnar hrl.,
Kristínu Briem hrl. og Stein-
unni Guðbjartsdóttur hdl.
það óskoraða umboð sem
hann hafði áður, verður að
hlýta ákvörðunum útgerðar-
innar, en er samt sem áður sá
sem sérþekkingu og reynslu
hefur og þar með lykilinn að
vexti og viðgangi fyrirtækis-
ins. Þá stöðu vanmeta menn
ekki.
Aukin tækifæri lækna til að
bera ábyrgð á og stýra rekstri í
heilbrigðisþjónustu eru af hinu
góða, hvernig sem menn líta á
það.
Með starfslokum Páls lýkur
að sinni umfangsmiklum
skipulagsbreytingum í starfi
skrifstofu Læknafélags Is-
lands. Breytingar þessar hafa
að vonum ekki gengið sárs-
aukalaust fyrir sig. Markmið
breytinganna hefur verið að
hagræða í rekstri félagsins,
standa vörð um hagsmuni
lækna og tryggja læknum þá
þjónustu sem þeir þurfa þegar
þeir þurfa á henni að halda.
Starfsfólki hefur verið
fækkað og Lífeyrissjóður
lækna er nú ekki lengur í um-
sjá félagsins heldur í vörslu
fagaðila á fjármálasviði.
Það eru spennandi tímar
framundan í starfi Læknafé-
lags Islands, þrátt fyrir tíma-
frek dægurmál er félagið sam-
hent og stefnan skýr, en hún er
að standa vörð um starfs-
skyldur og réttindi lækna,
stuðla að bestu læknisfræði
sem völ er á, bæta kjör lækna,
tryggja áhrif þeirra í heil-
Sjá nœstu síðu