Læknablaðið - 15.03.1999, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
243
Góð staða lífeyrissjóðsins
kom mörgum á óvart
- segir Eiríkur Benjamínsson formaður stjórnar Lífeyrissjóðs
lækna sem haldið hefur fjölsótta kynningarfundi um lífeyrismál
Lífeyrismál hafa verið
þjóðinni hugleikin það sem
af er árinu, svo er fjölmiðl-
um og fjármálafyrirtækjum
að þakka en þau hafa dembt
yfir okkur miklu auglýsinga-
flóði vegna þeirra breytinga
sem urðu um áramótin. Þá
var fólki leyft að leggja 2%
af launum sínum til hliðar á
þann reikning sem það kýs
og verður hann bundinn þar
til viðkomandi nær sextugs-
aldri. Þessi Iífeyrir er skatt-
frjáls og ofan á hann bætast
0,2% frá launagreiðanda.
Ahuginn á lífeyrismálum
nær einnig til lækna, það hef-
ur Eiríkur Benjamínsson for-
ntaður Lífeyrissjóðs lækna
fundið. Hann hefur haldið tvo
kynningarfundi um lífeyris-
mál lækna að undanfömu,
annan á Akureyri þar sem yfir
20 manns voru mættir og hinn
í Reykjavík þar sem fundar-
menn voru á annað hundrað.
Þessi mikla aðsókn kom hon-
um þægilega á óvart því yfir-
leitt hafa fundir um málefni
lífeyrissjóðsins verið fámenn-
ir.
Læknar hafa reyndar fleiri
ástæður til að sýna lífeyris-
málum áhuga en þær breyt-
ingar sem að ofan voru nefnd-
ar. Nú um áramótin varð einn-
ig sú breyting á starfsemi Líf-
eyrissjóðs lækna að Verð-
bréfaþing Islandsbanka (VIB)
tók við rekstri sjóðsins.
Læknablaðið tók Eirík tali og
innti hann fyrst eftir ástæðum
þessarar breytingar.
Auknar kröfur kölluðu
á breytingar
„Aðdragandi hennar er sá
að 1. janúar 1998 tóku ný lög
um lífeyrissjóði gildi. Þetta er
fyrsta heildarlöggjöfin um líf-
eyrismál en með gildistöku
hennar aukast kröfurnar á
hendur sjóðunum umtalsvert.
Þeir þurfa að sinna innri end-
urskoðun mun betur og veita
sjóðfélögum meiri og ítarlegri
upplýsingar. Það er gerð krafa
um betri reikningsskil, árs-
fjórðungsuppgjör, árlega út-
tekt tryggingafræðings á
skuldbindingum sjóðsins og
fleiri atriði sem ekki var áður
gerð krafa um. Við vorum
reyndar komin í ákveðinn
vanda vegna umfangs sjóðs-
ins. Hann er kominn í rúma
níu milljarða króna og stækk-
aði um milljarð á árinu sem
leið. Fjárfestingarmöguleikar
eru orðnir miklu fjölbreyttari
og flóknari, ekki síst vegna
þess að ríkið býður ekki leng-
ur upp á sjálfvirka og örugga
spamaðarleið í formi húsbréfa
og ríkisskuldabréfa.
Við stóðum því frammi fyr-
ir tveimur kostum. Annars
vegar var að auka rekstrar-
kostnað sjóðsins, ráða fleiri
starfsmenn og bæta við hús-
næðið. Hin leiðin var sú sem
við ákváðum að fara eftir að
hafa ráðfært okkur við fjögur
verðbréfafyrirtæki og banka.
Við sömdum við VIB um að
taka við rekstri sjóðsins og
teljum okkur fá þar faglegri
og betri vinnu. Það flýtti svo
fyrir þróuninni að fram-
kvæmdastjórinn veiktist í júní
í fyrra. Þá sáum við að annað
hvort var að flýta viðræðunum
eða ráða nýjan mann og setja
hann inn í starfið.“
- Hvaða breytingar hefur
þetta í för með sér fyrir sjóðs-
félaga?
„Við í stjóm lífeyrissjóðs-
ins erum sammála stjórn LI
um að sjóðurinn sé hluti af
kjörum lækna og samstöðu
þeirra og að samstarfið um
hann verði að vera gott. Þess
vegna gerum við ráð fyrir að
áfram verði starfsmaður í að
minnsta kosti hálfu starfi á
skrifstofu félagsins. Sá starfs-
maður mun fá þjálfun hjá VIB
og til hans eiga sjóðfélagar að
geta leitað því hann á að geta
veitt þeim öll svör. Læknar
geta því eftir sem áður leitað
til skrifstofu félagsins og feng-
ið þar allar upplýsingar um
sjóðinn og stöðu sína.
Við hvetjum sjóðfélaga hins
vegar til að hafa samband við
VIB, ekki síst vegna þess að
lífeyrissparnaður er aðeins
hluti af fjármálum hvers ein-
staklings. Við í stjórn sjóðsins