Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 60

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 60
244 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ráðleggjum læknum að leita sér faglegrar ráðgjafar í líf- eyrismálum, tryggingamálum og öðrum þáttum fjármála. Upplýsingagjöf til sjóðfé- laga verður með svipuðum hætti og verið hefur en eykst þó nokkuð. Þeir fá reglulega sent yfirlit yfir stigaeign og framtíðarspá um lífeyri. Slík yfirlit verða á aðgengilegra formi en verið hefur og verða send tvisvar á ári. Auk þess verða ársreikningar sjóðsins birtir á heimasíðu LI.“ Sjálfsagt að nýta sér viðbótarsparnað - Nú hafa fjármálafyrirtæki bitist hart um þann viðbótar- sparnað sem heimilaður var um áramótin. Hvemig eiga læknar að haga sér í þeim efn- um? „Því er ekki hægt að svara nema skoða mál hvers ein- staklings, en almennt má segja að hátekjustétt eins og læknar eigi að nota öll tæki- færi sem opnast til aukins sparnaðar. I síðustu kjara- samningum var gerð krafa um 16-18% heildargreiðslur í líf- eyrissjóð og má segja að með þessum viðbótarspamaði hafi sú krafa náðst í gegn. Að vísu er enn greiddur skattur af 1,6% lífeyrisgreiðslna sjúkra- húslækna en það verður leið- rétt við fyrstu hentugleika.“ - Eru læknar ekki að velta því fyrir sér hvernig þeir eigi að hagnýta sér þennan nýja möguleika á sparnaði? „Jú, og sjálfur tel ég rétt að menn nýti sér hann og leggi þessi 2,2% í séreignarsjóð að eigin vali. Ég held að enn séu ekki komnir til sögunnar nógu margir kostir en þeim mun áreiðanlega fjölga í framtíð- inni. Þess vegna tel ég rétt að velja einhverja þeirra leiða sem nú eru í boði en vera op- inn fyrir því að breyta til ef nýir kostir bjóðast.“ Eitt besta lífeyriskerfi heims - Um hvað snerust spum- ingar lækna á þessum fund- um? „Stór hópur lækna spurðist fyrir unt stöðu sjálfstætt starf- andi lækna. Samningar þeirra við Tryggingastofnun ríkisins eru að ýmsu leyti illtúlkanleg- ir og þyrfti samninganefnd þeirra að reyna að skýra lín- umar hvað varðar lífeyrismál þessa hóps. Lífeyrissjóður lækna getur ekki samið fyrir sjálfstætt starfandi lækna en við erum reiðubúnir að að- stoða þá við að móta sér regl- ur ef áhugi er á því. Það var ntikið spurt um það við hvaða laun ætti að miða, hversu hátt hlutfall ætti að leggja til hliðar og á hvaða hátt væri best að ávaxta féð. Þessum spurning- um get ég því miður ekki svarað af því að þetta á að vera samningsbundið en er það ekki. Það segir einungis í samningum þeirra að þeir skuli annað hvort greiða í Líf- eyrissjóð lækna eða Trygg- ingasjóð lækna sem raunar verður lagður niður 1. júlí næstkomandi. En það segir ekkert um hlutfallið sem greitt skuli. Það kom mörgum á óvart hve vel sjóðurinn stendur. Það er í raun ekki verið að lofa neinu sem ekki liggur fyrir að hægt verði að standa við í framtíðinni. Þessi peningar eru allir til og ávöxtun sjóðs- ins hefur verið meiri en sem nemur þeim 3,5% sem reiknað er með í spám um lífeyri. Ef svo heldur fram sem horfir verður hægt að greiða mönn- um hærri lífeyri en lofað er. Með þetta ríkti almenn ánægja á fundunum. Hins vegar verð- ur að segja það eins og er að eldri sjóðfélagar sem nú eru að fá greitt úr sjóðnum höfðu ekki greitt nógu lengi til þess að tryggja sér góðan lífeyri. En við því verður ekki gert, þeir eiga einfaldlega ekki meiri rétt. Það kemur alltaf betur og betur í ljós hversu mikilvægt það er að fólk leggi til hliðar til efri áranna. Meðalævin lengist stöðugt og það blasir við að innan fárra áratuga verða helmingi færri á vinnu- aldri að baki hverjum lífeyris- þega en nú er. Það er því ekki hægt að treysta á að aðrir sjái fyrir manni í ellinni, maður verður að gera það sjálfur. Það sýnir kannski best hversu mikilvægt það er að spara til efri áranna að þegar starfsæv- inni lýkur er ekki óalgengt að lífeyriseignin sé helmingur samanlagðra eigna einstak- lingsins eða jafnvel meira. Ég er á því að með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lífeyrismálunum með löggjöfinni séu íslendingar komnir með eitt allra besta kerfið sem til er í þessum efnum. Framtíðarsýn mín er sú að lífeyrirgreiðslur lækna séu um 18% af launum. Þar af sé skylda að leggja 11% í sameignarsjóð en hin 7% séu að eigin vali og séu frjáls. Það er nefnilega þannig að þarfir fólks og aðstæðar eru mis- munandi eftir æviskeiðum, stundum er mikilvægara að leggja fé í húseign eða mennt- un bamanna og á meðan hafa menn jafnvel ekki ráð á að leggja meira til hliðar. Það þarf því að vera sveigjanleiki í kerfinu,“ sagði Eiríkur Benja- mínsson formaður stjórnar Lífeyrissjóðs lækna. -ÞH
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.