Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 65

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 247 yfir í 100 daga en á þeim tíma geta eldri borgarar haldið dag- bók yfir það hversu mikið þeir hreyfa sig og keppt sín á milli ef þeir vilja. Það sem snýr að fagfólki er að stofnað hefur verið tímarit um öldrunarfræði og kemur fyrsta tölublaðið út á næstu vikum. Einnig verður hafið átak til að efla heilsu þeirra sem búa á dvalar- og hjúkrun- arheimilum fyrir aldraða. Um þennan hóp er lítið rætt. Það er mikið rætt um þá sem eru að bíða eftir plássi á þessum heimilum en eftir að þeir eru komnir þangað er ekki mikið talað um þá. Heimilin eru af öllum stærðum og gerðum og sum þeirra hafa ekki mjög sterkan faglegan grunn. Rann- sóknir hafa sýnt að á sumum þeirra er næringarframboð ekki í takt við það sem menn vita best. Gert verður átak í því að fá starfsfólk þessara heimila til að stuðla að auk- inni hreyfingu íbúanna en hún er árangursríkust í baráttunni gegn beinþynningu og fleiri sjúkdómum. Við þetta má bæta að Slysa- varnafélagið hefur gefið út bækling um forvamir gegn byltum og slysum og sjúkra- þjálfarar hafa gefið út leið- beiningar og upplýsingar fyrir aðstandendur þeirra sem eru með heilabilun. Þetta tengist hvort tveggja Ári aldraðra þótt frumkvæðið komi annars staðar frá.“ Enginn áhugi á endurmenntun Af öðrum verkefnum en þeim sem snúa að heilbrigðis- málum nefndi Jón að ákveðið hefði verið að efna til tölvu- námskeiða fyrir eldri borgara þeim að kostnaðarlausu. Því var beint til samtaka eldri borg- ara að standa fyrir þessum námskeiðum og reyndist áhuginn á þeim sem haldin hafa verið svo mikill að ekki verður aftur snúið með þau. Þá er búið að semja við Félagsvísindastofnun Háskóla Islands um að gera úttekt á högum eldri borgara, bæði fé- lagslegum og efnahagslegum. Hún mun að mestu byggjast á fyrirliggjandi gögnum sem tek- in verða saman en ef þörf kref- ur verður einhverjum rann- sóknum bætt við og er ætlunin að niðurstöður liggi fyrir áður en árið er liðið. Loks má nefna að haldnir verða fundir um málefni eldri borgara í öllum kjördæmum og var sá fyrsti haldinn í Reykjavík í janúar og sprengdi utan af sér húsnæðið. Þá hafa verið gerðir útvarpsþættir um hagi aldraðra sem útvarpað er á Rás 1. Jón sagði að læknasamtök- in væru ekki formlegur aðili að Ári aldraðra en þau hefðu þó beitt sér fyrir því að Trygg- ingastofnun ríkisins greiddi fyrir mælingar á beinþynningu en nú þarf fólk að greiða þær fullu verði. Kvaðst hann eiga von á því að ráðherra tæki vel í þá ósk þótt niðurstaða væri ekki fengin enn. Hann bætti því við að fram- kvæmdastjórnin hefði leitað eftir samstarfi við Mennta- málaráðuneytið en þar á bæ hefði ekki reynst vera áhugi á að taka þátt í því. „Mennta- málaráðuneytið hefur nýlega látið gera skýrslu um endur- menntun en hún einskorðast við þarfir vinnumarkaðarins þannig að um leið og honum sleppir deyr áhugi ráðuneytis- ins út. Við höfum reynt að vekja áhuga ráðuneytisins á endurmenntun fyrir aldraða en það hefur ekki tekist hing- að til,“ sagði Jón Snædal að lokum. -ÞH Páll Þórðarson kvaddur Á fundi sínum þann 15. febrúar síðastliðinn kvaddi ritstjórn Læknablaðsins Pál Þórðarson fráfarandi framkvæmdastjóra læknafélaganna og þakkaði áralangt samstarf. Vilhjálmur Rafns- son ábyrgðarmaður Læknablaðsins færði Páli bókargjöf af því tilefni og er myndin tekin við það tækifæri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.