Læknablaðið - 15.03.1999, Side 66
248
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Páll Sigurðsson
Missagnir fyrrverandi landlæknis
Athugasemdir viö viötöl
Fyrrverandi landlæknir Ól-
afur Ólafsson lét af störfum í
lok nóvember 1998. í tilefni
starfsloka hans voru birt tvö
viðtöl við hann, annars vegar í
Læknablaðinu í desember
1998 (84. árgangur, 12. tölu-
blað) og hins vegar í dagblað-
inu Degi 14. nóvember 1998.
í báðum þessum viðtölum
eru missagnir sem nauðsyn-
legt er að leiðrétta. Ég mun
því í þessari athugasemd rekja
þessar missagnir.
1. Baráttan gegn áform-
um um að leggja niður
embætti landiæknis
Fyrrverandi landlæknir
segir frá því að Magnús Kjart-
ansson hafi skipað sig land-
lækni, en nokkrum mánuðum
síðar lagt fram frumvarp á Al-
þingi um að leggja niður emb-
ætti landlæknis.
Fyrrverandi landlæknir var
skipaður í starf frá 1. október
1972. í ársbyrjun 1973 lagði
Magnús Kjartansson heilbrigð-
isráðherra fram öðru sinni á
Alþingi frumvarp til laga um
heilbrigðisþjónustu. Frum-
varpið lagði ráðherrann fyrst
fram vorið 1972 en það dag-
aði þá uppi. í hvorugu frum-
varpinu var gert ráð fyrir því
að embætti landlæknis yrði
lagt niður. Það er því rangt hjá
fyrrverandi landlækni að
Magnús Kjartansson heilbrigð-
isráðherra hafi haft fyrirætlan-
ir um að leggja niður embætti
Höfundur er læknir og fyrrverandi
ráöuneytisstjóri.
landlæknis. Nefnd sú sem
samdi frumvarpið gerði hins
vegar að tillögu sinni að emb-
ætti landlæknis og ráðuneytis-
stjóra yrði sameinað, það er
að landlæknir yrði ráðuneytis-
stjóri í Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu. Sú hug-
mynd nefndarinnar náði þó
ekki fram að ganga.
I frumvarpi til laga um heil-
brigðisþjónustu sem lagt var
fram á Alþingi af Magnúsi
Kjartanssyni vorið 1972, hálfu
ári áður en fyrrverandi land-
læknir var skipaður í embætti,
var gert ráð fyrir embætti
landlæknis óbreyttu og sömu-
leiðis í frumvarpi sama efnis
sem lagt var fram snemma árs
1973 og varð að lögum um
heilbrigðisþjónustu.
Lýsingar fyrrverandi land-
læknis á baráttu hans við
Magnús Kjartansson heilbrigð-
isráðherra vegna embættis
landlæknis standast því ekki.
Ýmsar breytingar voru
gerðar á frumvarpi til laga um
heilbrigðisþjónustu í meðför-
um Alþingis. Ef þessar breyt-
ingar eru skoðaðar kemur
meðal annars í Ijós að alþing-
ismennirnir Matthías Bjarna-
son, Bjarni Guðnason, Matt-
hías Mathiesen og Bjöm Páls-
son lögðu fram breytingartil-
lögur við frumvarpið. Breyt-
ingartillögur þeirra fólu í sér
meðal annars að fellt yrði úr
frumvarpinu það skilyrði að
ráðuneytisstjórinn í Heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneyt-
inu skyldi vera læknir. Jafn-
framt lögðu alþingismennirnir
til að landlæknir yrði formað-
ur Heilbrigðismálaráðs Is-
lands í stað ráðuneytisstjóra
eins og gert var ráð fyrir í
frumvarpinu. Báðar þessar
breytingartillögur alþingis-
mannanna voru samþykktar.
Hafi fyrrverandi landlæknir
beitt sér með þeim hætti gegn
frumvarpi til laga um heil-
brigðisþjónustu, sem hann
lýsir í viðtölunum þá hefur sú
barátta hans beinst gegn
ákvæðum frumvarpsins um að
ráðuneytisstjóri Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytis-
ins skyldi vera læknir og að
ráðuneytisstjórinn væri for-
maður Heilbrigðismálaráðs
íslands. Með þessari baráttu
sinni kom fyrrverandi land-
læknir í veg fyrir að lögbund-
ið væri að ráðuneytisstjóri
Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins skyldi vera
læknir. I þeirri baráttu naut
hann raunar dyggilegs stuðn-
ings Læknafélags Islands og
um það segir fyrrverandi land-
læknir í viðtalinu: Eg þakka
það ekki síst stuðningi Lœkna-
félags Islands sem stóð mjög
þétt að baki mér í þessu.