Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 66

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 66
248 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Páll Sigurðsson Missagnir fyrrverandi landlæknis Athugasemdir viö viötöl Fyrrverandi landlæknir Ól- afur Ólafsson lét af störfum í lok nóvember 1998. í tilefni starfsloka hans voru birt tvö viðtöl við hann, annars vegar í Læknablaðinu í desember 1998 (84. árgangur, 12. tölu- blað) og hins vegar í dagblað- inu Degi 14. nóvember 1998. í báðum þessum viðtölum eru missagnir sem nauðsyn- legt er að leiðrétta. Ég mun því í þessari athugasemd rekja þessar missagnir. 1. Baráttan gegn áform- um um að leggja niður embætti landiæknis Fyrrverandi landlæknir segir frá því að Magnús Kjart- ansson hafi skipað sig land- lækni, en nokkrum mánuðum síðar lagt fram frumvarp á Al- þingi um að leggja niður emb- ætti landlæknis. Fyrrverandi landlæknir var skipaður í starf frá 1. október 1972. í ársbyrjun 1973 lagði Magnús Kjartansson heilbrigð- isráðherra fram öðru sinni á Alþingi frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu. Frum- varpið lagði ráðherrann fyrst fram vorið 1972 en það dag- aði þá uppi. í hvorugu frum- varpinu var gert ráð fyrir því að embætti landlæknis yrði lagt niður. Það er því rangt hjá fyrrverandi landlækni að Magnús Kjartansson heilbrigð- isráðherra hafi haft fyrirætlan- ir um að leggja niður embætti Höfundur er læknir og fyrrverandi ráöuneytisstjóri. landlæknis. Nefnd sú sem samdi frumvarpið gerði hins vegar að tillögu sinni að emb- ætti landlæknis og ráðuneytis- stjóra yrði sameinað, það er að landlæknir yrði ráðuneytis- stjóri í Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Sú hug- mynd nefndarinnar náði þó ekki fram að ganga. I frumvarpi til laga um heil- brigðisþjónustu sem lagt var fram á Alþingi af Magnúsi Kjartanssyni vorið 1972, hálfu ári áður en fyrrverandi land- læknir var skipaður í embætti, var gert ráð fyrir embætti landlæknis óbreyttu og sömu- leiðis í frumvarpi sama efnis sem lagt var fram snemma árs 1973 og varð að lögum um heilbrigðisþjónustu. Lýsingar fyrrverandi land- læknis á baráttu hans við Magnús Kjartansson heilbrigð- isráðherra vegna embættis landlæknis standast því ekki. Ýmsar breytingar voru gerðar á frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu í meðför- um Alþingis. Ef þessar breyt- ingar eru skoðaðar kemur meðal annars í Ijós að alþing- ismennirnir Matthías Bjarna- son, Bjarni Guðnason, Matt- hías Mathiesen og Bjöm Páls- son lögðu fram breytingartil- lögur við frumvarpið. Breyt- ingartillögur þeirra fólu í sér meðal annars að fellt yrði úr frumvarpinu það skilyrði að ráðuneytisstjórinn í Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyt- inu skyldi vera læknir. Jafn- framt lögðu alþingismennirnir til að landlæknir yrði formað- ur Heilbrigðismálaráðs Is- lands í stað ráðuneytisstjóra eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Báðar þessar breytingartillögur alþingis- mannanna voru samþykktar. Hafi fyrrverandi landlæknir beitt sér með þeim hætti gegn frumvarpi til laga um heil- brigðisþjónustu, sem hann lýsir í viðtölunum þá hefur sú barátta hans beinst gegn ákvæðum frumvarpsins um að ráðuneytisstjóri Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins skyldi vera læknir og að ráðuneytisstjórinn væri for- maður Heilbrigðismálaráðs íslands. Með þessari baráttu sinni kom fyrrverandi land- læknir í veg fyrir að lögbund- ið væri að ráðuneytisstjóri Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins skyldi vera læknir. I þeirri baráttu naut hann raunar dyggilegs stuðn- ings Læknafélags Islands og um það segir fyrrverandi land- læknir í viðtalinu: Eg þakka það ekki síst stuðningi Lœkna- félags Islands sem stóð mjög þétt að baki mér í þessu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.