Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 69

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 251 Verkefni mitt er að láta sjúkrahúsin vinna vel saman, koma á samvinnu á sumum sviðum en verkaskiptingu á öðrum - segir Magnús Pétursson forstjóri Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykjavíkur Magnús Pétursson forstjóri Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykja- víkur. Mynd: Halldór K. Valdimarsson. Magnús Pétursson tók um síðustu áramót við starfi forstjóra Ríkisspítalanna og varð um leið forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur í krafti samnings um yfirtöku ríkisins á stofnuninni sem gerður var í desember. Með þessu er orðin til ný og afar valdamikil staða því undir forstjórann heyra nú á fimmta þúsund starfsmenn. Að sjálfsögðu hljóta þessi tíðindi að kalla á spurningar og vangaveltur um það hvort þessum fyrrverandi ráðu- neytisstjóra úr Fjármála- ráðuneytinu sé ætlað að sam- eina stóru sjúkrahúsin tvö. Læknablaðið tók Magnús Pétursson tali og spurði fyrst hvaða veganesti nýi forstjór- inn hefði fengið úr hendi heil- brigðisráðherra þegar hann var ráðinn til starfans. „Það er aðallega sá samn- ingur sem ríkið og Reykjavík- urborg gerðu með sér 17. des- ember. Samkvæmt honum tekur ríkið við ábyrgð á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hins vegar segir ekkert í þeim samningi hvemig það á að gerast. Að öðru leyti hef ég ekki mikið veganesti, hvorki pólitískt né einhver fyrirmæli frá ráðherra umfram þetta.“ - Þú hefur þá ekki fengið þá dagskipun að sameina sjúkra- húsin? „Nei og maður getur svo sem velt því fyrir sér hvað felst í þessum orðum: að sam- eina. Það liggur fyrir að sami vinnuveitandi, ríkið, rekur þessar tvær stofnanir og það eitt og sér er gríðarleg breyt- ing. Það þýðir að í næstu kjarasamningum verður það einn aðili sem semur við allar þær stéttir sem á sjúkrahúsun- um vinna en þær munu vera um 40 talsins.“ Ekki hvar heldur hvað gert er - I viðtali við Morgunblað- ið sagðirðu að þessi tvö sjúkrahús yrðu seint sameinuð því þau myndu áfram starfa á tveimur stöðum. En hver er framtíðarsýn þessara stofnana? „Eins og er starfa sjúkra- húsin hvort undir sinni stjórn og þannig verður það í það minnsta út þetta ár eða þar til annað verður ákveðið. Á með- an er verkefnið að láta þessar tvær stofnanir vinna eins vel og hægt er. Það verður sam- vinna um sumt, verkaskipting á öðrum sviðum og sumir þættir kunna að verða samein- aðir á einum stað.“ - En sérðu fyrir þér að ráð- ist verði í að byggja nýtt sjúkrahús þar sem þessar eldri stofnanir verða sameinaðar? „Um það er erfitt að segja, en á hitt ber að líta að við höf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.