Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.03.1999, Blaðsíða 70
252 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 um um langt skeið rekið marga spítala í Reykjavík með alls kyns útibú, misstóra og missjálfstæða spítala. Eg nefni Kleppsspítala, Landa- kotsspítala og síðan lands- byggðarsjúkrahúsin sem sum hver eru í næsta nágrenni við Reykjavík. Ég er ekki á því að hin landfræðilega staðsetning sjúkrahúsa skipti öllu máli heldur hvað gert er inni í þeim, hvemig menn halda á þeim verkum og skipta þeim á milli sín. Það liggur ljóst fyrir að sérhæfing er framtíðin en jafnframt má ekki slíta stóru sérfræðigreinarnar í sundur, á því liöfum við ekki efni. Það þarf að hugsa þennan rekstur út frá þessu, hvernig sérfræði- greinum og undirgreinum þeirra er best fyrir komið. Og í því verður verkaskiptingin og sameiningin fyrst og fremst fólgin.“ Öldrunarþjónusta til fyrirmyndar - Þú hefur talað um nauðsyn þess að sameina vissar deildir stóru sjúkrahúsanna. Hvemig fellur það að þeirri röksemd að viss tvöföldun sé nauðsynleg á sjúkrahúsunum, meðal annars til að tryggja ákveðna sam- keppni því hún bæti þjónust- una við sjúklingana? „Samkeppnin á ekki að vera á milli húsa því sjúkling- arnir hafa í t'lestum tilfellum lítið val um hvar þeir lenda. Hún á að vera á milli lækna og ég er fylgjandi því að viðhalda henni. Þeir eiga að keppa sín á milli í því hvaða þjónustu þeir veita, hvaða aðferðum þeir beita og svo framvegis. Eink- um finnst mér rétt að skoða hvort hægt er að koma á sam- keppni milli ríkisrekinnar þjón- ustu og einkastarfsemi. Þar er hin eiginlega samkeppni.“ - Margir hafa líka bent á að ef tekin er ákvörðun um að hafa bráðaþjónustu á borð við slysadeild á einhverjum stað þá kalli það á tilteknar stoð- deildir, helst undir sama þaki. „Já, ég held að það sé al- menn skoðun fólks að slysa- deildin eigi að vera þar sem hún er niðurkomin núna. Ég hef ekki heyrt neinn andmæla því. Þá kemur þessi ábending sem þú vísar til. En ég bendi á að það er verið að starfrækja ýmsar deildir á báðum sjúkra- húsunum sem ekki tengist þess- ari starfsemi gagngert. Ég get nefnt sem dæmi endurhæfingu, geðdeildir og öldrunarþjón- ustu. Þetta þarf ekki að vera í beinum tengslum við bráða- þjónustu á hátæknisjúkrahúsi. Mér finnst rétt að athuga hvort ekki er hægt að starf- rækja þessa þjónustu með sjálfstæðari hætti en nú er gert. Raunar er fyrirkomulag öldrunarþjónustunnar eins og það er núna á margan hátt til fyrirmyndar. A stóru sjúkra- húsunum eru reknar litlar matsdeildir þar sem lagt er mat á það hvaða þjónustu aldraðir sjúklingar þurfa á að halda. Þurfa þeir að leggjast inn á Landakot eða eitthvert hjúkr- unarheimilanna eða geta þeir kannski dvalið heima, fái þeir aðstoð? Það er hins vegar eng- in þörf á að reka stórar hjúkr- unardeildir fyrir aldraða inni á stóru sjúkrahúsunum. Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun. Aðalvandinn er hins veg- ar að koma fólki út af Landa- koti, það vantar hjúkrunar- heimili eða önnur úrræði til að taka við þeim sem í hlut eiga. Ég held að þetta gæti orðið fyrirmynd að skipulagi ýmiss- ar þjónustu, svo sem endur- hæfingar." Ekki nútímalegt að fjölga rúmum - Það var skipuð samvinnu- nefnd sjúkrahúsanna sem í eiga sæti fulltrúar frá þeim. Var ekki í raun verið að búa til nýja sameiginlega stjórn fyrir bæði sjúkrahúsin? „Það er nú of mikið sagt. Formlega hefur þessi nefnd ekkert vald því allt það sem hún kemur sér saman um verður að bera undir stjórnir sjúkrahúsanna til samþykktar eða höfnunar. Hins vegar má alveg segja að þessi sam- vinnunefnd hafi fengið mjög veigamikil stefnumótandi verkefni. Þau hafa komið frá Heilbrigðisráðuneytinu og eru fyrst og fremst skýrsla fag- hóps um nokkra málaflokka. Þar er bæði að finna nýjar hugmyndir að breytingum, jafnvel bryddað upp á alveg nýrri starfsemi, og einnig eldri tillögur sem ekki hafa komist til framkvæmda. Þá er fjallað um marga þætti sem eru með svipuðum hætti hjá báðum stofnunum, svo sem upplýs- ingamál, gagnaskráning og sjúkraskráning, heimatengd þjónusta og göngudeildir. Það er einmitt á þessum sviðum sem nýjungamar verða til. Það er ekki stefnan í dag að fjölga sífellt sjúkrarúmum heldur er það öflugri starfsemi göngu- deilda, skammtímainnlagnir og ýmislegt sem leyst er í tengslum við sjúkrahúsin en ekki gagngert innan veggja þeirra.“ Umhyggja fyrir starfsmönnum - Þú nefndir áðan að við sjúkrahúsunum blasti að koma að gerð kjarasamninga við fjölmarga hópa sem starfa hjá sjúkrahúsunum. Nú er það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (15.03.1999)
https://timarit.is/issue/364703

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (15.03.1999)

Aðgerðir: