Læknablaðið - 15.03.1999, Page 76
256
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
um sem ekki hafa fengið næg-
an undirbúningstíma og verða
því á stundum handahófs-
kenndar. Þetta hefur óþarfa
kostnað í för með sér auk
þeirrar óvissu sem þetta veld-
ur hjá starfsfólki.“
- Ert þú maðurinn til að
skapa frið í kringum starfsem-
ina?
„Um það skal ég ekki segja.
Hins vegar held ég að það sé
mjög brýnt að umræðan um
heilbrigðismál einkennist af
meira jafnvægi en verið hefur
undanfarin ár. Hún hefur ein-
kennst af peningaerfiðleikum,
starfsmannadeilum og upp-
hlaupum sem er ekki heppi-
legt. En ég hef, að ég held,
ekki skapað ófrið við að koma
í stofnanirnar og ekki mætt
öðru en velvilja hjá þeim sem
þar starfa. Eg hef metnað til
að skapa annað viðhorf til
starfseminnar almennt. Þegar
leitað er til almennings er
mjög skýrt að fólk vill fá góða
þjónustu og margir eru reiðu-
búnir að greiða fyrir það.“
Einkavæðing og betri
brýr
- Þú hefur sett fram hug-
myndir um einkavæðingu
ákveðinna þátta í rekstri
sjúkrahúsa og nefnt í því sam-
bandi röntgendeildir og rann-
sóknarstarfsemi. Ert þú boð-
beri einkavæðingar í heil-
brigðiskerfinu?
„I því sambandi ber á það
að líta að einkaaðilar sjá um
ýmsa þætti heilbrigðismála og
það hefur færst í vöxt. Ein af
ástæðunum fyrir því er sú að
margt af því sem áður var gert
á spítölunum þarf ekki lengur
að vinna á sjúkrahúsi. Þar hef
ég nefnt myndgreiningu, rann-
sóknarstarfemi og ýmis ferli-
verk. Að vissu leyti hafa spít-
alarnir sjálfir verið að leysa
hlutina ineð öðrum hætti en
áður, á göngudeildum svo
dæmi sé nefnt. Spurningin er
sú hvort menn vilji færa aukna
starfsemi af spítölunum út í
einkaumhverfið.
Þar sem svo háttar til að
komin er á samkeppni við
einkaaðila, eins og raunin er í
rannsóknarstarfi og mynd-
greiningu, þá hlýtur sú spurn-
ing að verða áleitin hvort ekki
sé rétt að leyfa þessum deild-
um sjúkrahúsanna að taka þátt
í samkeppninni á jafnréttis-
grundvelli.
En ég legg áherslu á að viss
verkefni verða aldrei unnin
nema á sjúkrahúsum. Þau eru
líka nauðsynlegt öryggi fyrir
einkaaðilana sem gætu ekki
haldið uppi sinni starfsemi án
þess.
Eg hef áður nefnt að ég telji
Lækna-
blaöiö á
netinu:
http://www.icemed.
is/laeknabladid
að göngudeildarþjónustu
sjúkrahúsanna þurfi að efla og
fækka á móti sjúkrarúmum.
Þeim hefur reyndar fækkað
um 130-150 á síðasta áratug.
En það er ekki fjöldinn sem
slfkur sem skiptir máli heldur
hverjir liggja í þeim. Það segir
sig sjálft að það er dýrt að
hafa sjúkling liggjandi í rúmi
á hátæknisjúkrahúsi þar sem
dagurinn kostar 50.000-
100.000 krónur þegar hann
væri betur kominn á hjúkr-
unarheimili þar sem dagurinn
kostar 10-20.000 krónur. Það
þarf að byggja betri brú á milli
þess annars vegar að vera heima
og njóta göngudeildarþjón-
ustu eða vera á hjúkrunar-
heimili og hins vegar að leggj-
ast inn á hátæknisjúkrahús til
sérhæfðrar meðferðar.“
- Sjúkrahúsin hafa að und-
anförnu mátt sæta því að sterk
fyrirtæki á borð við Islenska
erfðagreiningu hafa haslað sér
völl á sviði þar sem sjúkrahús-
in voru svo til einráð. Þessi
nýju fyrirtæki hafa boðið góð
kjör og laðað til sín marga
góða starfsmenn. Eiga sjúkra-
húsin ekki erfitt með að mæta
þessari samkeppni?
„Það er alveg rétt en það er
engin ný bóla að einkafyrir-
tæki kaupi góða starfsmenn út
úr ríkisstofnunum enda fjöl-
margir þeirra vel menntaðir
og hafa yfir verðmætri reynslu
að ráða. Þetta ásamt mikilli
eftirspurn á vinnumarkaði al-
mennt hefur upp á síðkastið
gert sjúkrahúsunum erfitt að
ráða til sín starfsfólk og halda
því. Atök um kjör við nokkrar
heilbrigðisstéttir á síðastliðnu
ári mótuðust af þessu. Eg vil
leggja mig allan fram um að
úr þeim dragi," sagði Magnús
Pétursson.
-ÞH