Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 77

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 77
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 257 Hvenær helgar tilgangurinn meðalið? Spumingin um það hve langt sé réttlætanlegt að ganga til að ná ákveðnu markmiði hefur líklega fylgt manninum frá því hann varð meðvitaður um frelsi viljans. Upphaflega byggðist matið sennilega á því hvort ákvörðun gat skaðað ákvörðunartakann eða ein- hverja sem voru honum skyld- ir eða vandabundnir en hún fékk víðari tileinkun með stofnun ríkja, tilkomu kerfis- bundinna trúarbragða og ann- arra kenninga um samfélag manna. Þá varð ákvörðunin ekki lengur á ábyrgð einstak- lingsins, heldur stjóma eða stjórnenda ríkja, trúarleiðtoga eða boðbera kenninga, þjóðfé- lagslegs eða trúarlegs eðlis. En hvað þýðir það að til- gangurinn helgi meðalið? Það þýðir að réttlætanlegt sé að nota aðferðir sem hugsanlega geta valdið einstaklingi eða einstaklingum miska til að ná markmiðum sem endanlega leiði til góðs fyrir fjöldann. Flytjendur margskonar boð- skapar, sérstaklega trúarlegs og stjómmálalegs eðlis, hafa beitt aðferðinni og henni má finna ótal staði í sögunni, allt frá barnamorðum Heródesar til kjarnorkusprengingarinnar í Hírósíma. Afstaða vísindanna til þess hvenær göfugur tilgangur helgi misvönduð meðöl hefur oft verið tvíbentur og sá hefur oft verið háttur vísindamanna að skjóta sér bakvið hlutleysi vís- indanna til að firra sig ábyrgð, þó þeir hafi verið meðvitaðir um að uppgötvanir þeirra gætu valdið ómældu tjóni í höndum Tæpitungu- laust * Arni Bjömsson skrifar misviturra og missiðaðra vald- hafa. Sú grein vísinda sem tekist hefur um aldir að halda árunni nokkumveginn hreinni eru læknavísindin. I lögum Hamm- urabis eru læknum sett viður- lög við því að skaða einstak- linginn og í Hippókratesareiðn- um frá því um 300 f. Kr. er reglan „primam non nocere" áréttuð og enn hefur ekki verið talin ástæða til að breyta henni. Á þessari reglu byggist það að tilraunir á mönnum hafa ekki talist réttlætanlegar jafnvel þó niðurstöður af þeim gætu leitt til þess að læknisdómar fynd- ust, sem kæmu fleirum til góða. Segja má að hér brjóti lækna- vísindin í bága við altæka sam- kennd mannkynsins. Á dögum Hammurabis mun hugtakið að skaða væntanlega hafa haft þrengri merkingu en það hefur nú. Viðurlög voru þá einnig í samræmi við tíðar- andann. Þannig skyldi læknir sem varð þess valdandi, fyrir mistök, að þræll missti hand- legg gjalda fyrir það með hægri hendi. En tímarnir breytast og nú er hægt að skaða einstakling ótæpilega án þess að baka honum líkamlega örorku. Þjóðfélagið okkar kallast oft upplýsingaþjóðfélag. Það þýðir að við höfum tiltækar meiri og víðfeðmari upplýs- ingar um flest milli himins og jarðar, þar á meðal okkur sjálf en nokkru sinni. Það gerir okkur upplýstari en ekki endi- lega vitrari. Upplýsingasöfn- un er stunduð af meira kappi um allan hinn upplýsta heim en gert hefur verið í gervallri sögunni og á stundum er til- gangurinn með söfnuninni harla óljós. Oftast er upplýs- ingasöfnunin gerð í þágu vís- inda en þá er þess ekki alltaf gætt að ýmsar upplýsingar sem slæðast með geta skaðað einstaklingana. Dæmigert fyr- ir upplýsingasöfnun af þessu tagi er svokallaður miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði, þangað sem ákveðið er að sópa í einn gám heilsufars- legum, félagslegum og erfða- fræðilegum upplýsingum um heila þjóð án þess að tilgang- urinn hafi verið skilgreindur nema í óljósum frösum. Upplýsingaleit hvort sem henni er ætlað að vera í þágu vísinda, hagsmuna eða ein- hvers annars, verður ekki stöðvuð. Því er ábyrgð þeirra Framhald á nœstu síðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.