Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 80
260
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
hinum bakkanum og í land.
Fór þar upp hlíð og að prest-
setri sem þar var, þó ekki inn.
Aftur komst ég í bátinn og til
sama lands. Þá var þar bara
örmjó fjöl, sem ég varð að fara
eftir upp á bakkann. Stuttu
seinna kom batinn. Þetta um-
hverfi er hvergi til í raunveru-
leikanum svo ég viti. Að
dreyma mikið af blómum í hí-
býlum manna, einkum bleik-
um og rauðum er fyrir dauðs-
falli á þeim stað. Veit ég mörg
dæmi þess t.d. dreymdi dótt-
urdóttur mína, þá 12 ára eftir-
farandi: Hún var þá nýflutt í
hús með foreldrum sínum.
Henni fannst hún sjá gluggana
á húsinu á móti fulla af blóm-
um. Hvorki hún né foreldrar
hennar þekktu þar neitt til.
Stuttu á eftir dó húsmóðirin
þar. Mig dreymdi eitt sinn að
búið var að draga fyrir einn
glugga hjá frænku minni. Rétt
á eftir dó dóttir hennar. Þá
dreymdi mig að mynd datt of-
an af vegg og brotnaði. Mynd-
in var af konu, sem ég þekkti
lítið. En hún dó rétt á eftir.
Að dreyma fólk í bleikum
fötum eða á bleikum hestum
þótti boða feigð, í svörtum
fötum fyrir veikindum. Mig
dreymdi að ég stóð úti á hlaði
heima, átti þá heima á Kraka-
völlum, ég sá pilt koma ríð-
andi á skjóttum hesti. Þannig
voru heimahestar hjá honum
litir. Hann stefndi beint í
svarðargröf, sem var einstök
og full af vatni og hvarf í
hana. Þessi piltur datt ofan um
ís á Hofsósvatni og drukknaði
um þetta leyti. Kannski hefir
mig dreymt hann vegna þess
að ráðgert var að hafa ung-
lingaskóla um tíma niðri í
Haganesvík.
Sýningin flutt
I Þjóðarbókhlöðu hefur
staðið yfir sýning frá því í
október síðastliðnum í tilefni
af 40 ára afmæli rannsóknar-
deildar Landspítalans. Sýn-
ing þessi verður bráðlega
flutt úr Þjóðarbókhlöðu á
Landspítalann og verður op-
in þar enn um sinn.
Meðfylgjandi mynd er
meðal sýningarmuna en hún
er af Laufásvegi 25.1 kjallara
þessa húss kom Stefán Jóns-
son læknir og dósent í líf-
Þessi piltur var einn tilvon-
andi nemandi. Eg var ráðin til
þess að sjá um þennan skóla.
En þegar pilturinn dó vatnaði
einn nemanda í þá tölu sem
þurfti til að fá styrk til skól-
ans, svo það var að hætta við
hann. Dúa Grímsson, afa minn,
dreymdi mig alltaf fyrir dauðs-
föllum eða miklum veikindum
í fjölskyldunni. En Dúa Guð-
mundsson, frænda minn, fyrir
því sama en ekki nákomið.
(Magna Sæmundsdóttir úr Fljótum f.
1911. Birt með leyfi heimildarmanns.)
færameinafræði upp fyrstu
rannsóknarstofu Háskóla Is-
lands árið 1917.
Aðalfundur
Læknafélags Reykjavíkur
Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur 1999 verður haldinn fimmtudag-
inn 25. mars næstkomandi kl. 20:00 í Hlíðasmára 8.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosningar
a. Sex menn í meðstjórn til tveggja ára og einn til eins árs
b. Þrír varamenn
c. Fimmtán fulltrúar á aðalfund LÍ1999 og jafnmargir til vara
d. Tveir endurskoðendur og tveir til vara
3. Önnur mál
Stjórn LR