Læknablaðið - 15.03.1999, Side 89
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
267
Læknaskop
Fræðslustofnun LÍ býður upp á
læknaskop (medísínskan húmor) föstudaginn 5. mars næstkomandi kl. 20:00 í Hlíða-
smára 8, Kópavogi.
Fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson landlæknir.
Efni:
1. Kynning á nýstofnuðum norrænum samtökum um læknaskop (Nordisk Selskap for
Medisinsk Humor): Bjarni Jónasson.
2. Ftímskop: Hjálmar Freysteinsson.
3. Skopmyndir úr starfi lækna: Bjarni Jónasson.
4. Svensk medisinsk humor, finns den?: Mats Falk heimilislæknir frá Smálöndum í Svíþjóð.
5. Frjáls innlegg fundarmanna, allt að tveimur mínútum á mann, sem tilkynnist fundarstjóra
á staðnum.
Allir læknar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menn þurfa ekki að telja sig til húmorista
til að mæta á fundinn. Boðið verður upp á veitingar í lok fundarins.
Undirbúningsnefndin
Námskeið í stoðkerfisfræði (ortópedískri medisín)
að Reykjalundi dagana 28.-30. maí
Lendhryggur og mjöðm
Námskeiðum í ortópedískri medisín verður framhaldið á Reykjalundi og verður þetta nám-
skeið annað í röð fjögurra. Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá Gávle. Farið
verður yfir líffærafræði og líftækni, en aðaláhersla lögð á meðferð. Þetta námskeið fjallar um
lendhrygg og mjöðm og verður stuðst við bók Bernts Erssons, sem verður seld á niðursettu
verði á námskeiðinu.
Námskeiðið er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum, en sem fyrr verður fjöldi þátttakenda tak-
markaður.
Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykjalundi, s. 566
6200, bréfsími 566 8240 og Óskari Reykdalssyni lækni á Heilsugæslustöðinni á Selfossi, s.
482 1300 og 482 2335.
ASTRA styrkurinn 1999
Astra styrknum fyrir árið 1999 verður úthlutað á ASTRA-degi Félags íslenskra heimilis-
lækna 6. mars næstkomandi. Eins og áður er styrkurinn veittur heimilislækni sem sýnt hefur
umtalsverðan árangur eða frumkvæði á sviði rannsókna er tengjast faginu.
Ekki er hægt að sækja um styrkinn, en undirritaðir óska eftir ábendingum um alla þá er gætu
komið til greina.
Jóhann Ág. Sigurðsson formaður, heimilislæknisfræði, Sóltúni 1, 105 Reykjavík
Björgvin Bjarnason, Vilhjálmur A. Arason