Læknablaðið - 15.03.1999, Page 94
270
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
FJQRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI
Staða sérfræðings í almennum
lyflækningum
Laus er til umsóknar staða lyflæknis við lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í almennum lyflækningum og einhverri undirgrein
lyflækninga, til dæmis hjartasjúkdómum, meltingarfærasjúkdómum, nýrnasjúkdómum eða
smitsjúkdómum. Starfinu fylgir vaktaskylda á lyflækningadeild. Sérfræðingurinn tekur þátt í
kennslu og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna ásamt kennslu heilbrigðisstétta svo og þátt-
töku í rannsóknarvinnu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sjúkrahúslækna og
möguleiki er á ferliverkasamningi.
Staða sérfræðings í taugasjúkdómum
Laus ertil umsóknar 60% staða sérfræðings í taugasjúkdómum við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri. Starfið skiptist í 40% starf á lyflækningadeild, 10% starf á endurhæfingardeild og
10% starf á öldrunarlækningadeild. Starfinu fylgir vaktaskylda á endurhæfingar- og öldrun-
arlækningadeild samkvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi. Sérfræðingnum er ætlað að leiða
taugalífeðlisfræðilegar rannsóknirá Fjórðungssjúkrahúsinu og taka þátt í kennslu og þjálfun
aðstoðar- og deildalækna svo og öðrum heilbrigðisstéttum auk þátttöku í rannsóknarvinnu.
Umsækjandi skal hafa full réttindi í taugasjúkdómum. Laun eru samkvæmt gildandi kjara-
samningi sjúkrahússlækna.
Heilbrigðisstofnanir stefna að náinni samvinnu með það markmið að bæta þjónustu við
Norðlendinga. Þetta er kjörið tækifæri fyrir hæfa einstaklinga til að taka þátt í að móta og
byggja upp framtíðar heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi.
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta,
samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um
fræðilegar rannsóknir og ritstörf auk kennslustarfa.
Umsóknir, á þartil gerðum eyðublöðum sem fást hjá landlæknisembættinu, ásamt meðfylgj-
andi gögnum skulu berast í tvíriti fyrir 20. mars 1999 til Þorvaldar Ingvarssonar, lækn-
ingaforstjóra FSA, 600 Akureyri. Upplýsingar um stöðurnar veitir Björn Guðbjörnsson, yfir-
læknir lyflækningadeildar FSA og lækningaforstjóri í síma 463 0100, bréfsími: 462 4621,
netfang: thi@fsa.is
Öllum umsóknum um störfin verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
- reyklaus vinnustaður -