Læknablaðið - 15.03.1999, Qupperneq 95
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
271
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI
Sérfræðingur í geðlækningum
Staöa sérfræðings í geðlækningum á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til
umsóknar. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Starfinu fylgir vaktaskylda
á geðdeild FSA. Læknirinn tekur þátt í kennslu og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, ásamt
kennslu heilbrigðisstétta svo og þátttöku í rannsóknarvinnu. Laun eru samkvæmt gildandi
kjarasamningum sjúkrahúslækna og möguleiki er á ferliverkasamningi.
Deildarlæknir
Staða deildarlæknis á geðdeild FSA er laus til umsóknar frá 1. júlí 1999. Staðan er veitt til
sex mánaða með möguleika á framlengingu. Læknirinn fær í starfi sínu leiðsögn og
kennslu hjá fjórum geðlæknum deildarinnar og auk þess kost á að sækja fræðslufundi og
námskeið á starfstímanum.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar
rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa.
Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá landlæknisembættinu, ásamt meðfylgjandi gögn-
um skulu berast í tvíriti fyrir 31. mars 1999 til Þorvaldar Ingvarssonar, lækningaforstjóra FSA, 600
Akureyri. Upplýsingar um stöðurnar veitir Sigmundur Sigfússon, yfirlæknir geðdeildar og
lækningaforstjóri í síma 463 0100, bréfsíma 462 4621, netfang: thi@fsa.is
Yfirsálfræöingur
Staða yfirsálfræðings á geðdeild FSA er laus til umsóknar frá 1. júlí 1999. Umsækjendur
skulu hafa framhaldsmenntun í klínískri sálarfræði. Umsóknir um starfið með upþlýsingum
um menntun og fyrri störf óskast sendar Sigmundi Sigfússyni, yfirlækni, sem gefur nánari
upplýsingar í síma 463 0100. Umsóknarfrestur er til 31. mars 1999.
Yfiriðjuþjálfi
Staða yfiriðjuþjálfa á geðdeild FSA er laus til umsóknar frá 1. september 1999. Með yfiriðju-
þjálfa er gert ráð fyrir að starfi annar iðjuþjálfi sem aðallega sinnir sjúklingum í dagvist og
aðstoðarmaður í hálfu starfi. Umsóknir um starfið með upplýsingum um menntun og fyrri
störf óskast sendar Sigmundi Sigfússyni, yfirlækni, sem gefur nánari upplýsingar í síma 463
0100. Umsóknarfrestur er til 31. mars 1999.
Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri veitir bráðaþjónustu, meðferð og endurhæfingu vegna
geðsjúkdóma og sálræns kreppuástands. Deildin þjónar fyrst og fremst íbúum Norður- og Austurlands.
Árlega eru 150-200 innlagnir í 10 sólarhringsrými í aðalbyggingu sjúkrahússins og að jafnaði fá 12-14
sjúklingar þjónustu í átta rýmum á nýrri dagdeild geðdeildar á Skólastíg 7. Reynt er að sinna vaxandi
fjölda beiðna um ráðgjöf við aðrar deildir og stofnanir, svo og um meðferð sjúklinga án innlagnar. Sam-
starf er um rannsóknir við geðdeild Landspítalans.
Á deildinni starfa geðlæknar, deildarlæknir, læknafulltrúi, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, iðjuþjálfar,
félagsráðgjafi, sjúkraliðar og aðstoðarfólk. Ennfremur eiga sjúklingar geðdeildar kost á kennslu.
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt áherslu á persónulega hæfni umsækjenda
til að starfa með geðsjúkum og til samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Öllum umsóknum
um störfin verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
- reyklaus vinnustaður -