Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 507-9 507 Ritstjórnargrein Meðferð slags, morgunn nýs dags Slag eða heilaslag (stroke) er algengur sjúk- dómur og ætla má að að minnsta kosti 700 ís- lendingar fái slag árlega og vænta má fjölgunar tilfella á næstu árum þegar elsti hluti þjóðarinn- ar stækkar. Slag er þriðja algengasta dánaror- sökin á Vesturlöndum og algengasta orsök fötl- unar fullorðinna. Langtímaumönnun á hjúkr- unarheimilium er oft nauðsynleg og Bretar telja að 5% útgjalda sinna vegna heilbrigðismála tengist umönnun sjúklinga með heilaslag. Stjómun áhættuþátta er mikilvægasta aðferð- in til þess að fyrirbyggja slag, og þeir sterkustu eru: saga um skammvinna heilablóðþurrð (tran- sient ischemic attack), hár blóðþrýstingur, gátta- tif og þekkt segalind í hjarta. Framvörn (pri- mary prevention) er beitt hjá þeim sem aldrei hafa fengið slag og er þá meðal annars notuð blöðflögubæling eða blóðþynning þegar um þekkta segalind er að ræða. Síðvörn (secondary prevention) er fyrirbyggjandi meðferð hjá þeim sem þegar hafa fengið slag, en verulegur hluti sjúklinganna (1) fær slag í annað eða þriðja sinn. Meðferðin er sams konar og við frumvöm en auk þess er hægt að gera aðgerð á hálsslag- æð (carotid endarterectomy) í völdum tilvikum. A síðasta áratug hefur komið í ljós að hægt er að hafa áhrif á batahorfur eftir slag og einkum eru það þrjár leiðir sem hafa verið farnar. Sega- leysandi meðferð (2) þar sem tissue plasmino- gen activator (t-PA) er notað til þess að leysa upp blóðsega og fækkar meðferðin sjúklingum með alvarlega fötlun um 30%. Nauðsynlegt er að gefa lyfið innan þriggja klukkustunda frá upphafi einkenna og áður þarf að fá tölvusneið- mynd af höfði til þess að útiloka heilablæðingu. Þessi meðferð hefur verið notuð í vaxandi mæli í Bandaríkjunum og þar hefur verið lögð áhersla á að fræða almenning um fyrstu ein- kenni slags til þess að sjúklingar leiti fyrr á sjúkrahús. Við núverandi aðstæður er líklegt að árlega sé hægt að meðhöndla 10-15 sjúklinga hér á landi með þessum hætti, sem gæti fjölgað verulega með aukinni þekkingu almennings á einkennum slags. Önnur aðferð byggir á notkun lyfja sem vernda skemmdan heilavef (neuroprotection) og takamarka þannig stærð drepsins. Einkum hafa verið reynd lyf sem hamla gegn örvandi áhrifum boðefnisins glútamats, sem er losað úr sködduðum frumum og veldur enn meiri skemmdum. Lyfin hafa lofað góðu í dýratil- raunum, en árangur í klínískum rannsóknum hefur verið óljósari. Aðferðafræði rannsókn- anna hefur því verið til endurskoðunar og bent hefur verið á að margar rannsóknir á sjúkling- um hafa verið tiltölulega litlar (3) og því er mögulegt að gagnlegum lyfjum hafi verið hafn- að vegna ófullnægjandi stærðar rannsókna. í því sambandi er bent á að notkun margra lyfja við kransæðastíflu byggir á miklu fjölmennari rannsóknum. Dýratilraunir benda til þess að verndin eigi fyrst og fremst við um taugafrum- ur í heilaberki, en ekki dýpri hluta heilans og heilastofn. Nákvæmara val sjúklinga í rann- sóknir, byggt á tegundum slags, hefur verið undirstrikað (4) og lagt til að rannsóknir beinist að sjúklingum með tiltölulega mikinn skaða á heilaberki, eins og lokun á miðslagæð heilans (middle cerebral artery). Fjölþjóðlegar rann- sóknir á nýjum lyfjum sem vernda taugavef eru í gangi, meðal annars með þátttöku íslenskra taugasjúkdómalækna. I þriðja lagi hefur verið sýnt fram á að sérstakar deildir fyrir sjúklinga með slag, það er heilaslagdeildir (stroke unit) hafa aukið batahorfur verulega. Tvær greinar í þessu hefti Læknablaðsins fjalla um slag og heilaslagdeildir. Grein Jóns Hersis Elíassonar og félaga lýsir tiltölulega lágri dánartíðni hjá slagsjúklingum sem lögðust inn á Sjúkrahús Reykjavíkur árin 1996 og 1997. Grein Alberts Páls Sigurðssonar fer yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á gagn- semi heilaslagdeilda á síðustu árum. Hér er um fjölrannsóknargreiningar (meta-analysis) að ræða sem staðfesta gagnsemi þessara sérhæfðu deilda eins og þær eru starfræktar á Norður- löndum. Heilaslagdeild byggir á því að öllum slag- sjúklingum sé sinnt á afmarkaðri sjúkradeild af sérhæfðu starfsfólki frá innlögn til útskriftar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.