Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 68
560 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 bæði veita betri þjónustu og leysa auk þess ýmis mönnun- ar- og vaktavandræði. Auk þess drógu þessar miðstöðvar úr álaginu á sjúkrahús fylkis- ins þannig að læknar fengu betri tíma til að sinna sér- greinum sínum og rannsókn- um. Sjúkrahúsin höfðu því tækifæri til að skipta með sér verkum og sérhæfa sig. I heilsugæslunni hafa lækn- ar horfið frá svonefndum rekstrarsamningum og þess í stað gert hefðbundna ráðn- ingarsamninga við miðstöðv- arnar. Það hefur meðal annars gert stjórnendum stöðvanna (sem eru sveitarstjórnirnar í Noregi) kleift að koma á sveigjanlegri verkaskiptingu milli starfsstétta. Afleiðingin er sú að læknar sjá nú um inn- an við 70% greininga og inn- an við 40% meðhöndlunar, af- gangurinn er í höndum ann- arra heilbrigðisstétta. Læknar eru jafnmargir og þeir voru ár- ið 1998 en það ríkir enginn læknaskortur eins og þá var. „Það sem bjargaði málum í Gleðifirði var að brugðið skyldi á það ráð að skoða grannt í hvað læknar verja tíma sínum. Með því móti var hægt að fela öðrum starfsstétt- um þjónustu við þá sjúklinga sem í raun þurftu ekki á lækn- ismeðferð að halda. Með því að nota aðrar starfsstéttir meira og fara í saumana á þeim þörfum sem skapa eftir- spurn eftir læknum var hægt að koma á skilvirkari og hag- kvæmari heilbrigðisþjón- ustu," segir í grein norsku læknanna. Þeir halda því fram að í framtíðinni muni pólitísk og skipulagsleg viðhorf hafa meira að segja um mönnun starfa í heilbrigðisþjónustu en fagleg og læknisfræðileg enda kalli vandinn í hinum dreifðu byggðum á það að hann verði leystur í stærri heildum en verið hefur. Þeir staðhæfa að þrátt fyrir að útskrifuðum læknum fjölgi muni það ekki nægja til að mæta aukinni eftirspurn að óbreyttu kerfi. Mönnunarvandinn sé marg- þættur og lausn hans krefst þess að tekið sé faglega á öll- um þáttum hans, jafnt þeim læknisfræðilegu sem hinum pólitísku og félagslegu. Breytt verkaskipting? í þessari mynd kannast ef- laust margir við hugmyndina um að stækka einingar og slá saman stofnunum eins og nú er verið að gera á Austfjörðum og víðar. En öðru máli gegnir um það sem þeir segja um breytta verkaskiptingu milli lækna og annarra heilbrigðis- stétta. Landlæknir sagði í spjalli við undirritaðan að læknar megi alveg búast við því að þessar umræður fái byr undir vængi hér á landi í framtíð- inni. Hann varaði við því að reistir væru háir múrar milli sérgreina innan læknisfræð- innar. „Við sjáum að þessir múrar eru víða að hrynja. Til dæmis eiga hjartaskurðlæknar miklu meira sameiginlegt með hjartalyflæknum en kviðar- holsskurðlæknum. Það eru við- fangsefnin, vandamál sjúk- linganna, sem eiga að vera viðmiðunin, ekki einhverjir stallar sem við höfum komið okkur fyrir á,“ sagði land- læknir I Bandaríkjunum hafa menn farið þá leið að búa til nýja stétt sem nefnist „physi- cians assistant“ eða aðstoðar- maður læknis. Þessi leið hefur verið gagnrýnd, meðal annars með þeim rökum að þarna séu sjúkrahúsin að þjálfa ódýrt vinnuafl sem geti leyst lækna og hjúkrunarfræðinga af hólmi og sparað sjúkrahúsun- um útgjöld. Landlæknir telur vafasamt að fjölga heilbrigð- isstéttum frá því sem nú er, vænlegra væri að fela hjúkr- unarfræðingum aukna ábyrgð og verkefni. „Hjúkrunarfræðingar eru vel menntuð stétt með fagleg- an metnað og þekkingu enda hefur sérmenntun þeirra auk- ist. Þeir taka ekkert frá lækn- um en staðreyndin er sú að mörg verk, til dæmis í heilsu- gæslunni, eru jafnvel komin í höndum hjúkrunarfræðinga og lækna. Þarna þarf að finna hinn gullna meðalveg og koma á aukinni samvinnu og teymisvinnu. Það gefur lækn- um aukinn tíma til þess að sinna því sem þeir eru bestir í. í þetta þyrfti að leggja vinnu og láta ekki tortryggni milli þessara stétta ráða ferðinni,“ segir landlæknir og bætir því við að þó svona hlutir hafi verið ræddir manna á millum sé engin opinber umræða í gangi um nánara samstarf og breytta verkaskiptingu milli stéttanna. -ÞH HEIMILDIR: 1. Gunnar Helgi Guðmundsson. Heim- ilislækningar í kreppu. Fréttabréf FÍH janúar 1999; 17(1); 10-9. 2. Skýrslumar þrjár sem vitnað er til má nálgast á netinu. Þær heita: Re- geringens oplæg til strategi for syge- huspolitiken 2000-2002; Sundheds- sektoren - Status & Fremtidsper- spektiver; Sundhedsvæsenet i frem- tiden. Slóðin er: www.sum.dk/publika/index.htm 3. Tjora HA, Kjekshus LE. Legebe- manning i 2010 - Fire scenarier om legebemanningen. Tidsskr Nor Lægeforen 1999; 119: 544-6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.