Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 82

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 82
572 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 lýsingar um heilsufar sitt í því skyni að tryggja öryggi blóðs- ins sem þeir gefa. Ef við höf- um notað blóð úr blóðgjöfunr til vísindarannsókna höfum við leitað eftir upplýstu sam- þykki þeirra. Ég er því nokk- uð uggandi unr þá þróun sem nú er að hefjast, ekki síst vegna þess að ábyrgð okkar sem förum með þessar upp- lýsingar hangir í lausu lofti. Ég tel að hún sé mjög rík, að við berum ábyrgð á þeim. Nú eru uppi hugmyndir um að stjórnir heilbrigðisstofnana geti tekið ákvarðanir um fram- sal þessara upplýsinga, jafn- vel í trássi við ráðleggingar þeirra sem eru faglega ábyrgir fyrir varðveislu þeirra. Þetta finnst mér uggvæn- legt og tel reyndar að þetta muni skapa svo mikla óvissu að rekstur gagnagrunnsins verði öllum mjög erfiður. Ég held þó að enn sé möguleiki á að byrgja grunninn áður en gögnin eru dottin í hann og reyna að koma í veg fyrir stór- slys. Þetta varðar ásýnd okkar út á við og ég þekki það úr mínu starfi hversu mikilvægt er fyrir okkur að eiga gott samstarf við erlendar stofnan- ir og sérfræðinga sem við höfum verið að byggja upp á síðustu árum en það gæti orð- ið erfiðara eftir að gagnagrunn- urinn er kominn til sögunnar. En ég vil taka það sérstak- lega fram að ég segi þetta alveg óháð því áliti mínu að tilkoma Islenskrar erfðagrein- ingar var mikil framför og sú vinna sem þar er unnin er á heimsmælikvarða. Þar er frá- bært fólk við störf að verkefn- um sem á engan hátt tengjast gagnagrunninum. Ég vona hins vegar að stjórnendur fyrirtækisins beri gæfu til þess að taka einungis inn í grunn- inn upplýsingar frá þeim sem veitt hafa upplýst samþykki sitt. Með því myndu þeir sýna styrk sinn.“ Mikilvæg tengsl við almenning - Næsta spurning er kannski óþörf en hver eru viðhorf al- mennings til Blóðbankans? „Þetta er mikilvægasta spurningin því það trúnaðar- samband sem myndast hefur milli Blóðbankans og þjóðar- innar á þeim 45 árum sem við höfum starfað er verðmæti sem við þurfum alltaf að við- halda. Um það verða allir að sameinast, við sem vinnum hér, blóðgjafar, heilbrigðis- starfsfólk, almenningur og stjórnmálamenn. Við vitum að ef okkur verður á í messunni er tjónið óbætanlegt. Ef þær breytingar verða á þjóðfélagi okkar að fólk telur sér ekki lengur skylt að gefa blóð vær- um við illa komin. Samfélagsþróunin er slík að öldruðu fólki mun fjölga í framtíðinni og þá getur komið upp sú staða að blóðþegum fjölgar en blóðgjöfum fækkar. Við þurfum því að auka vit- und almennings um mikilvægi þess að viðhalda nægilegum birgðum af blóðhlutum. Það er í raun miklu meira starf en svo að þeir 40 manns sem hér starfa komist yfir það. Það er starf á þjóðarvísu." - Það hefur komið fram í fréttum að Blóðbankinn er að fá nýjan bíl til blóðsöfnunar. Breytir það miklu í starfi ykk- ar? „Já, það breytir geysilega miklu. I sumum nágranna- löndum okkar er allt að helm- ingi alls blóðs safnað með blóðbílum sem fara út til fólks. Við söfnum um það bil 15.000 einingum af blóði á ári en hver eining er hálfur lítri. Ef við gætum safnað 3.000- 5.000 einingum með aðstoð bflsins myndi það breyta miklu. Þetta er fullkominn bíll með fimm bekkjum og í hon- um getum við ekið um ná- grannabyggðirnar, Suðurland- ið, Suðurnes og upp í Borgar- fjörð til að safna blóði og jafn- vel víðar. Þess eru mörg dæmi að fólk utan af landi komi við hjá okkur ef það á leið í borg- ina en það er kall tímans að fólk vill fá þjónustuna til sín, það þekkjum við öll. Við get- um ekki verið með heimsend- ingarþjónustu en með tilkomu bílsins getum við farið í laxa- ríkustu hylina ef svo má segja. Það má staðsetja hann utan við stórmarkaði, fjölmenna skóla og vinnustaði. Með því móti myndum við gerbreyta ásýnd okkar og tengslum við al- menning. Við höfum bent á það að fjarvera blóðgjafa frá vinnu er sjaldnast undir klukkustund og oft lengri. Miðað við 16.000 blóðgjafir á ári erum við að tala um átta ársverk. Ef við getum komið til móts við fólk þar sem það starfar þá er það hagkvæmt fyrir fólkið, fyrirtækin og þjóðfélagið. Við erum afar þakklát fyrir ómetanlegan stuðning Rauða krossins og stjórnar Ríkisspít- alanna við kaupin á þessum bfl. Nú er verið að ganga frá lokafrágangi fyrir pöntun bíls- ins en afgreiðslufrestur á svona bfl er sex til níu mánuðir svo hann gæti verið kominn snemma á næsta ári,“ sagði Sveinn Guðmundsson yfir- læknir Blóðbankans. -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.