Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 83

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 573 Brautryðjandi nútímaskurðlækninga á íslandi Helgað Friðriki Einarssyni níræðum Fyrir röskun tveimur vikum varð Nestor íslenskra skurð- lækna Friðrik Einarsson ní- ræður. Ég ætla ekki að skrifa um hann hefðbundna afmælis- grein enda mundi hann líklega kunna mér litlar þakkir fyrir það. En það er gaman á þess- um tímamótum að skoða kír- úrgíuna í landinu í ljósi þess, sem Friðrik og jafnaldrar hans lögðu til hennar þegar þeir hófu störf fyrir og um miðja öldina. í ágætu viðtali í Morgun- blaðinu 16. maí síðastliðinn segir Friðrik frá starfsaðstæð- um lækna á sjúkrahúsunum í landinu á þeim tíma. Þá eins og nú voru launin skammar- lega léleg og sérhæfðir læknar urðu að sjá sér og fjölskyldum sínum farborða með því að standa bæjarvaktir og stunda heimilislækningar í hjáverk- um. Reyndar nutu læknar sem höfðu tengsl við spítala sér- stakrar virðingar og trausts sem heimilislæknar, þeir voru sérfræðingar (það skipti raun- ar ekki máli í hverju) og svo höfðu þeir aðgang að spítala ef ske kynni að einhver á heim- ilinu yrði alvarlega veikur. Þegar ég kom fyrst stúdent á Landspítalann voru á hand- lækningadeildinni tveir sér- fræðingar auk prófessors Guðmundar Thoroddsen, þeir Snorri Hallgrímsson og Frið- rik Einarsson. Báðir voru þeir vel lærðir, hvor á sínu sviði. Friðrik hafði fengið mikla reynslu í almennum skurð- lækningum og slysalækning- um á stríðsárunum í Dan- Tæpitungu- laust ✓ Arni Björnsson skrifar mörku og Snorri hafði sérhæft sig í bæklunarlækningum og auk þess hlotið eldskírn í vetr- arstríðinu í Finnlandi. Þegar litið er til þess að prófessor Guðmundur var frábær skurð- læknir og hafði á ferli sínum orðið að takast á við flest við- fangsefni skurðlækninga, er ljóst að Landspítalinn hafði á að skipa læknaliði, sem hlið- stæðar stofnanir að minnsta kosti á Norðurlöndum gátu verið fullsæmdar af og allir liðsmenn hjálpuðust að því, hver á sinn hátt, að gera starf- ið skemmtilegt og spennandi. Fyrir stúdenta með áhuga á skurðlækningum var hand- lækningadeild Landspítalans gósenland. Við fengum að að- stoða við ótrúlega margvís- legar aðgerðir og svo þurftum við að svæfa. Því fór fátt af því sem gerðist framhjá okk- ur. Einnig voru læknastúdent- arnir í þennan tíð uppistaðan í svæfingarliði sjúkrahúsanna og af sjálfu leiddi að skurð- læknirinn varð ekki aðeins að beina athyglinni að aðgerð- inni heldur líka að svæfingu sjúklingsins og bar ábyrgð á hvoru tveggja. Það var dæmalaust gaman að vera stúdent á handlækn- ingadeild Landspítalans á þessum tíma, þó okkur yngri oflátungunum þætti stundum kennararnir okkar hafa orðið fyrir fullmiklum umhverfis- áhrifum af kennurum sínum á Norðurlöndunum. Við kölluð- um þetta yfirlæknaveiki. Um- hverfisáhrifin rjátluðust af þeim með aldrinum en náðu þó að smita hina yngri, þegar þeir fóru að eiga eitthvað und- ir sér. Náttúran leitar jafnvæg- is. Yfirlæknirinn er að minnsta kosti enn við lýði, þó völd hans séu varla svipur hjá sjón. Almennir skurðlæknar voru um og fyrir þennan tíma al- mennir í bókstaflegri merk- ingu, því þeir gerðu allt sem taldist til skurðlækninga. En það sem gerðist, þegar Friðrik og hans kynslóð kom heim, var að þeir byrjuðu að skipta með sér verkum. I fyrstu dálít- ið hikandi, líklega vegna fá- mennis þjóðarinnar. Menn trúðu því einfaldlega ekki að hægt væri að stunda sérgreinda læknisfræði hjá svona lítilli þjóð, hvað þá sérgreiningu innan sérgreina. Þó varð það fljótlega eftir að Friðrik hóf Framhald á nœstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.