Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
513
Fig. 3. Proportion (±95% C.I) of those treated with nitrates
according to diagnostic groups of coronary heart disease. MI:
myocardial infarction; CABG: coronary artery bypass surgery;
PTCA: percutaneous transluminal coronary angioplasty; AP:
angina pectoris.
linganna, 35% karla og 38% kvenna (95% C.I.
fyrir mismun -6,1 til 13,5; p=0,46). Sjúklingar
sem farið höfðu í kransæðavíkkun notuðu hlut-
fallslega flestir kalsíumblokkara eða 44%
(mynd 5). Hlutfallslega fleiri sjúklingar með
búsetu í Garðabæ nota kalsíumblokkara, 47% á
móti 32% meðal hafnfirskra sjúklinga (95%
C.I. fyrir mismun 3,0 til 25,2; p= 0,015).
ACE-hamlara notaði 81 (20%) sjúklingur.
Mest var notkunin meðal þeirra sem farið
höfðu í kransæðaaðgerð eða 27%, 20% meðal
sjúklinga sem fengið höfðu hjartadrep, 19% hjá
þeim sem höfðu hjartaöng og 11% hjá þeim
sem farið höfðu í kransæðavíkkun.
Þvagræsilyf notuðu 119 (30%). Meðal sjúk-
linga sem fengið höfðu hjartadrep notuðu 36%
þvagræsilyf, 35% sjúklinga með hjartaöng og
20% sjúklinga sem farið höfðu í kransæðavíkk-
un eða kransæðaaðgerð. Mikill munur var milli
karla og kvenna varðandi notkun þvagræsi-
lyfja. Þannig voru 49% kvenna á þvagræsilyfj-
um á móti 18% karla (95% C.I. fyrir mismun
21,6 til 40,4; p<0,001).
Þegar litið var á fjöllyfjameðferð reyndust
78 (19%) taka asetýlsalisýlsýru, beta-blokkara
og nítröt, 30% sjúklinga sem farið höfðu í
kransæðavíkkun, 23% þeirra sem fengið höfðu
hjartadrep, 21% þeirra sem farið höfðu í krans-
æðaaðgerð og 13% þeirra sem höfðu hjartaöng.
Á fjögurra lyfja meðferð með asetýlsalisýl-
sýru, beta-blokkurum, nítrötum og kalsíum-
blokkurum voru 27 (7%) einstaklingar. Hlut-
fallslega flestir höfðu farið í kransæðaaðgerð
(11%) eða kransæðavíkkun (9%).
Hormónameðferð kvenna var athuguð sér-
staklega. Alls voru 146 konur í þessari rann-
sókn 40 ára eða eldri. Af þeim voru 14% á ein-
%
O-I 0-
h 1 1 1 o o o
ó o o
Men Women
Fig. 4. Proportion (±95% C.l) of patients currently being treated
with nitrates according to sex.
Fig. 5. Proportion (±95% C.I) of those treated with calcium
blockers according to diagnostic groups of coronary heart dis-
ease. MI: myocardial infarction; CABG: coronary artery bypass
surgery; PTCA: percutaneous transluminal coronary angio-
plasty; AP: angina pectoris.
hvers konar hormónameðferð, frá 12% þeirra
sem höfðu hjartaöng upp í 17% þeirra sem far-
ið höfðu í kransæðaaðgerð. Meðal kvenna á
aldursbilinu 40-80 ára voru 16% á hormóna-
meðferð.
Umræður
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til
þess að 71% sjúklinga með kransæðasjúkdóm
taki asetýlsalisýlsýru, annar hver sé meðhöndl-
aður með betablokkurum og 43% með nítröt-
um. Kalsíumblokkara notuðu 35% sjúkling-
anna og ACE-hamlara 20%.
Asetýlsalisýlsýra hefur verið notuð í nær
100 ár til að draga úr sársauka en notagildi lyfs-
ins við hjarta- og æðasjúkdómum hefur verið
rannsakað síðustu áratugi (1,13-18). í ISIS-2
rannsókninni voru könnuð áhrif asetýlsalisýl-
sýru og streptókínasa við meðhöndlun á sjúk-
lingum með brátt hjartadrep. Sjúklingum var
skipt í fjóra hópa og voru horfur þess hóps sem
fékk meðferð með báðum lyfunum greinilega
bestar en jafnvel sá hópur sem eingöngu fékk
meðferð með asetýlsalisýlsýru hafði betri horf-