Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 679-680 679 Ritstjómargrein Um tveggja ára líf Vísindasiðanefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Ný reglugerð um vísindarannsóknir á heil- brigðissviði var gefin út af heilbrigðisráðherra þann 29. júlí síðastliðinn og frá sama tíma var felld úr gildi rúmlega tveggja ára gömul reglu- gerð með sama nafni, gefin út af sama ráðherra. Reglugerðin kveður á um skipan Vísindasiða- nefndar. Hvað er svona merkilegt við þetta? Er það ekki heilbrigðisráðherrans að gefa út reglu- gerðir? Jú, það er einmitt ráðherrann sem hefur til þess valdið og ábyrgðina. Það sem er sérkennilegt við þessa reglugerð- arsetningu er annars vegar tímasetningin og hins vegar aðdragandinn. Um tímasetninguna er það að segja, að gamla reglugerðin (449/ 1997) var sett í júlí 1997, skömmu eftir að lög voru samþykkt á Alþingi um réttindi sjúklinga (74/1997). Þeirri Vísindasiðanefnd, sem eftir reglugerðinni starfaði og skipuð var í ágúst 1997, hafði ekki unnist tími til að setja sér starfsreglur þegar reglugerðinni var breytt. Gamla Vísindasiðanefndin var skipuð af heil- brigðisráðherra samkvæmt tilnefningum frá læknadeild Háskóla Islands, Siðfræðistofnun Háskóla íslands, lagadeild Háskóla Islands, Líffræðistofnun Háskóla íslands, Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélagi ís- lands, en sjöundi maður var skipaður af heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra án tilnefn- ingar og var hann jafnframt formaður. Nefndin klofnaði í afstöðu til frumvarps um gagnagrunn á heilbrigðissviði í september 1998. Meirihluti nefndarinnar, sex aðalmenn, lagði til að frum- varpinu yrði hafnað. Formaðurinn, Sigurður Guðmundsson læknir, hafði í umræðunni um þetta mál í meginatriðum fallist á skoðun meirihluta nefndarinnar, en skipti síðan um skoðun og lýsti sig fylgjandi frumvarpinu og varð þá eini aðalmaðurinn í minnihluta. í október 1998 skipaði síðan heilbrigðisráð- herra Sigurð í embætti landlæknis og lét hann þá af formennsku í Vísindasiðanefndinni. Heil- brigðisráðherra skipaði ekki Guðmund Þor- geirsson lækni sem nýjan formann Vísinda- siðanefndar fyrr en í janúar á þessu ári. í fjöl- miðlum vaknaði þegar umræða um hugsanlegt vanhæfi hans til setu í nefndinni vegna tengsla við Islenska erfðagreiningu. Guðmundur brást við á þann hátt að hann vék sæti fyrir varafor- manni á mörgum fundum nefndarinnar. I nýju reglugerðinni um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði er mönnum í Vísindasiðanefnd fækkað úr sjö í fimm. Einn þeirra skal skipaður eftir tilnefningu menntamálaráðherra, einn eft- ir tilnefningu dómsmálaráðherra og einn eftir tilnefningu landlæknis, en tveir skulu skipaðir af heilbrigðisráðherra án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður. Af hverju voru þessar breytingar gerðar? Að- dragandi þess að nýja reglugerðin er sett, virð- ist hafa verið stuttur, því ekki vannst tími til að senda hana til umsagnar, svo vitað sé. Senni- lega liggur engin lagaskylda á ráðherra að senda reglugerðardrög til umsagnar en það er þó oft gert. Sem dæmi um hve brátt reglugerð- arsetninguna hefur borið að, má nefna að nefndarmenn í gömlu nefndinni voru leystir frá störfum með bréfi dagsettu sama dag og nýja reglugerðin var gefin út. Gamla Vísindasiða- nefndin vissi ekki að verið væri að semja nýja reglugerð, kannski vannst ekki tími til að segja henni frá því hvað til stæði. Þegar hefur komið fram gagnrýni á það hverjir tilnefna menn í hina nýju Vísindasiða- nefnd. Hefur einkum verið efast um að hægt sé að líta á hana sem óháða þar sem hún verði skipuð samkvæmt tilnefningum þriggja ráð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.