Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1999, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.09.1999, Qupperneq 12
682 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 unum er tvisvar til þrisvar sinnum algengari en á sambærilegum stofnunum í Svíþjóð og Dan- mörku. Markmið þessarar könnunar var að skrá geð- ræn einkenni, ábendingar fyrir geðlyfjanotkun og árangur meðferðar með gæði meðferðar í huga. Efniviður og aðferðir: Árið 1996 voru metnir 115 einstaklingar á fimm elli- og hjúkr- unarheimilum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 50 voru á þremur heilabilunareiningum og 65 á tveimur þjónusturýmiseiningum. Safnað var upplýsingum um fjölda geðlyfja, tegundir, skammtastærðir og tímalengd meðferðar. Hjúkrunarfræðingur lagði mat á einkenni og árangur meðferðar. Niðurstöður: Einungis 16% voru án geð- lyfja, 39% voru á einum flokki, 36% á tveimur og 9% á þremur flokkum. Á heilabilunarein- ingum og í þjónusturými var notkun á geð- deyfðarlyfjum svipuð (30%, 38%) og á róandi og svefnlyfjum (66%, 71%). Hvað varðar notk- un sterkra geðlyfja var hins vegar rnikill munur og reyndust 62% einstaklinga á heilabilunar- einingum á þeim en aðeins 15% í þjónustu- rými. I þjónusturými voru svefntruflanir (72%) og þunglyndi (30%) algengustu einkennin. Á heilabilunareiningum eru þessi einkenni einnig algeng en að auki eru yfir 50% með kvíða, óró- leika og/eða geðrofseinkenni. Einkenni löguð- ust við meðferð í 60-98% tilvika, mismunandi eftir einkennum. Upplýsingar um tímalengd meðferðar leiddu í ljós að meðferð var iðulega hagrætt. Geðdeyfðarlyfjum hafði verið breytt eða skömmtum hagrætt hjá 65% innan sex mánaða. Sambærilegar tölur fyrir hina lyfja- flokkana eru 45%. Þetta tíðar lyfjabreytingar benda til að eftirlit sé allnáið. Helmingur þeirra sem voru á geðdeyfðarlyfjum voru á nýrri teg- undum þeirra. I róandi- og svefnlyfjaflokknum voru 46 einstaklingar á lyfjum með helmingun- artíma lengri en 20 klukkustundir og voru fimm þeirra á stórum skömmtum. Umræða: Andleg vanlíðan einstaklinga á stofnunum er mjög algeng og skýrir að nokkru mikla geðlyfjanotkun þar. Notkun geðdeyfðar- lyfja á Islandi er helmingi meiri en hjá grann- þjóðum og gæti verið vísbending um að ís- lenskir læknar greini og meðhöndli þunglyndi oftar, en erlendar heimildir telja að þunglyndi aldraðra sé iðulega vangreint og vanmeðhöndl- að. Hin háa notkun svefn- og kvíðastillandi lyfja, val þeirra og skammtastærðir gæti hins vegar leitt til aukaverkana, svo sem byltna, og vekja upp spurningar um það hvort önnur úr- ræði séu ekki fyrir hendi. Inngangur Heilabilun er mjög algeng meðal aldraðra einstaklinga á stofnunum. Þetta hlutfall á ís- landi er allt að 80% í hjúkrunarrými og 25-40% í þjónusturými (1,2). Þá eru geðræn einkenni mjög algeng á stofnunum, hvort sem um er að ræða heilabilaða einstaklinga eða ekki. Helstu einkennin eru, þunglyndi, kvíði, óróleiki, svefn- truflanir og geðrofseinkenni (1). Oft á tíðum er reynt að ráða bót á geðrænum einkennum með geðlyfjum. Notkun geðlyfja er hins vegar vandasöm vegna hugsanlegra auka- verkana af ýmsu tagi, svo sem byltna, óráðs, þreytu og minnistruflana. Fjöllyfjanotkun er algeng á stofnunum fyrir aldraða, enda oft um að ræða lasburða fólk, hrjáð af mörgum kvillum samtímis (1,3,4). Vert er að fara varlega við gjöf lyfja hjá þessu fólki, þar sem auk margra sjúkdóma eru ýmsar ald- urstengdar breytingar sem hafa áhrif á úr- vinnslu lyfja. Eftir 70 ára aldur tekur fólk að léttast og hlutfallsleg minnkun verður á vatns- rúmmáli sem leiðir til aukinnar þéttni vatns- leysanlegra lyfja við óbreytta skammta. Hlut- fallsleg aukning verður hins vegar á fitu, en flest geðlyf eru fituleysanleg. Blóðflæði um lif- ur og nýru minnkar og það hægist því á um- broti sem og útskilnaði lyfja. Helmingunartími ýmissa lyfja hjá öldruðum lengist því tvö- til þrefalt. Loks geta áhrif lyfja á viðtæki breyst með aldri (5-8). Beers og félagar hafa skilgreint æskileg og óæskileg lyf hjá öldruðum og notuðu þær skil- greiningar í rannsókn er tók til lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum. Samkvæmt henni voru 40% af 1106 einstaklingum á að minnsta kosti einu óæskilegu lyfi (9,10). Samkvæmt rannsókninni Daglegt líf á hjúkrunarheimili, sem er víðtæk ferlirannsókn á högum aldraðra á stofnunum, kom í ljós að notkun geðlyfja er um tvöfalt algengari á ís- landi en hjá grannþjóðum okkar Svíum og Dönum. Á það við um alla þrjá flokka geðlyfja: geðdeyfðarlyf, sterk geðlyf og róandi og svefn- lyf (mynd 1) (1,11). Þessi rannsókn tók ekki tillit til lyfjaheita, skammtastærða eða árangurs af meðferð. Þótti því fróðlegt að kanna nánar notkun geðlyfja á elli- og hjúkrunarheimilum Stór-Reykjavíkur-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.