Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 13

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 683 Fig. 1. Psychotrophic drug use in the nordic countries. svæðis. Könnuninni er ætlað að skrá geðræn einkenni, geðlyfjanotkun, skammtastærðir og árangur meðferðar með ábendingar og gæði meðferðar í huga. Spyrja mætti: ofnota íslend- ingar geðlyf á stofnunum eða vannýta aðrar þjóðir slík lyf? Efniviður og aðferðir Valdar voru fimm deildir á jafnmörgum elli- og hjúkrunarheimilum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, að fengnu leyfi starfs- og siðanefndar Sjúkrahúss Reykjavíkur sem og yfirlækna og hjúkrunarforstjóra á hverjum stað fyrir sig. Nafnleyndar stofnana og einstaklinga var gætt. Alls tóku 115 einstaklingar þátt í rannsókn- inni. Tvær deildanna voru þjónusturými með samtals 65 einstaklinga, en þrjár voru sérhæfð- ar heilabilunareiningar með samtals 50 einstak- linga. Karlar voru 18,3% en konur 81,7%. Meðalaldur var 84,0 ár. Kynjahlutfall og aldur var sambærilegur fyrir báðar tegundir deilda. Safnað var stöðluðum upplýsingum og fékk hver þátttakandi sitt númer. Eftirfarandi upp- lýsingum var safnað úr hjúkrunarbókum: fjöldi geðlyfja, tegundir, skammtastærðir og með- ferðartími hvers lyfs fyrir sig á hverjum skammti. Hjúkrunarfræðingur á hverri einingu fyrir sig var fenginn til að leggja heildrænt mat á einkenni þátttakenda og svo árangur með- ferðar ef hún var fyrir hendi. Eftirfarandi ein- kenni voru tekin fyrir: kvíði og svefntruflanir með tilliti til róandi lyfja og svefnlyfja, þung- lyndi með tilliti til geðdeyfðarlyfja og óróleiki og geðrofseinkenni með tilliti til notkunar sterkra geðlyfja. Lagt var einfalt heildrænt mat Without 1 group 2 groups 3 groups psychotropic medications Fig. 2. Psycholrophic medications. á árangur meðferðar eftir því hvort viðkomandi væri betri, óbreyttur eða verri eftir að meðferð var hafin. Við mat á gæðum meðferðar var stuðst við ýmsar greinar sem hafa fjallað um lyfjanotkun aldraðra og meðal annars skilmerki Beers (9). Einnig var dálkur með heitinu engin meðferð ef málum var svo háttað og veit ekki ef árangur af meðferð var óljós. Unnið var úr gögnum með Excel töflureikni (12). Niðurstöður Af heildinni reyndust 84% vera að minnsta kosti á einu geðlyfi. Af þeim voru 39% á einum flokki geðlyfja, 36% á tveimur flokkum og 9% á öllum þremur flokkunum (mynd 2). Lyfjasamsetningar voru algengar. Fyrirmæli um geðdeyfðarlyf voru 40 talsins, þar af voru þau fimm sinnum gefin ein sér, en 35 sinnum með öðrum. Fyrirmæli um notkun sterkra geð- lyfja voru 41, þar af voru þau 10 sinnum gefin ein sér. Helst var að róandi lyf og svefnlyf væru notuð ein sér eða í 30 tilvikum. Þau voru gefin ásamt öðrum geðlyfjum í 49 skipti og notuð alls 79 sinnum. Samanburður á heilabilunareiningum og þjónusturýmiseiningum var gerður með tilliti til notkunar einstakra flokka geðlyfja. Svipað hlutfall var á geðdeyfðarlyfjum (30%, 38%) og róandi lyfjum og svefnlyfjum (66%, 71%) á þessum ólíku deildum. Mikill munur var hins vegar á notkun sterkra geðlyfja, en 62% notuðu þessi lyf á heilabilunareiningum og 15% í þjónusturými (mynd 3). Samkvæmt mati hjúkrunarfræðinga voru geðræn einkenni algeng bæði á heilabilunar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.