Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1999, Qupperneq 18

Læknablaðið - 15.09.1999, Qupperneq 18
688 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 lyndis meðhöndlað með þunglyndislyfjum og voru fleiri á sterkum geðlyfjum og lyfjum af benzódíazepíngerð. Flestir, eða 52%, voru án geðlyfja (17). Meiri notkun geðdeyfðarlyfja samkvæmt þessari könnun gæti verið vísbend- ing um að íslenskir læknar greini og meðhöndli þunglyndi oftar en víða annars staðar. Geðræn einkenni: Geðræn einkenni eru mjög algeng hjá öldruðum einstaklingum á stofnunum. í þjónusturými voru 74% með svefn- truflanir, um 50% með einkenni um kvíða og þriðjungur með þunglyndi. A heilabilunarein- ingum voru 56% með kvíða, 64% með svefn- truflanir, 46% með þunglyndi. 62% með geð- rofseinkenni og 68% voru órólegir. A bilinu 15-24% einstaklinga á hjúkrunar- heimilum eru með greininguna þunglyndi sam- kvæmt gögnum (17), en samkvæmt annarri rannsókn er bilið 12-32% (18). í rannsókn Flestons og félaga voru 15% af 5752 einstak- linga úrtaki með greininguna þunglyndi. Hyers og félagar töldu 25% einstaklinga í hjúkrunar- rými sýna einhver einkenni þunglyndis (19). Borson og félagar telja heildaralgengi geð- rænna einkenna vera á bilinu 80-90% á hjúkr- unarheimilum, en Burns og félagar telja algeng- ið vera 68%. Þessar rannsóknir eru frá Banda- ríkjunum (13,20). Fyrri talan samrýmist þannig ágætlega niðurstöðum þessarar könnunar. Um 16% einstaklinga á hjúkrunarheimilum í Danmörku sýna merki um andlega vanlíðan og 15% eru með hreyfióróleika, svo sem að ráfa um eða núa saman höndum. Daglegt líf á hjúkrunarheimili sýndi að um þriðjungur hafði merki um andlega vanlíðan, sama hvort um væri að ræða þjónusturými eða hjúkrunarrými. Gögn um tíðni annarra einkenna, svo sem óróleika, kvíða og svefntrutlana var ekki að finna í heimildum. Tíðni þessara einkenna er mjög hátt á stofnunum hér á landi og getur meðferð með geðlyfjum í mörgum tilvikum bætt þar úr. Arangur: Árangur af meðhöndlun einkenna reyndist yfirhöfuð góður að mati hjúkrunar- fræðinga. Á heilabilunareiningum var árangur góður í 58-77% tilvika. Best gekk að með- höndla svefntruflanir og fengu 77% bata af ein- kennum sínum. Síst gekk að meðhöndla geð- rofseinkenni og löguðust einkenni í 58% til- vika. Vel virtist fylgst með geðrænum einkenn- um og voru aðeins 15% einstaklinga með svefn- truflanir ekki meðhöndlaðir. Sambærileg tala fyrir ómeðhöndlaðan óróleika var 13%. í þjónusturými gekk best að meðhöndla svefntruflanir og bar meðferð árangur í 98% tilvika. Síst gekk að meðhöndla geðrofsein- kennin og var helmingur metinn betri af sinni meðferð. Þunglyndiseinkenni, að mati hjúkr- unarfræðinga, reyndust ekki meðhöndluð í 19% tilvika og 13% tilvika kvíðaeinkenna. Hátt hlutfall einkenna er því meðhöndlað með geðlyfjum og árangur virðist í flestum tilvikum vera mjög góður. Breytingar á lyfjum: Breytingar á meðferð geðlyfja voru tíðar. Þannig hafði breyting orðið á meðferð sterkra geðlyfja í 67% tilvika innan sex mánaða. í flokki geðdeyfðarlyfja, róandi lyfja og svefnlyfja var meðferð breytt innan sex mánaða í um helmingi tilvika. Obreytt meðferð lengur en ár var hjá 30% einstaklinga á róandi lyfjum og svefnlyfjum og 24% ein- staklinga á sterkum geðlyfjum. Tíðar breytingar eru vísbending um að eftirlit með árangri meðferðar sé allnáið. Eftirlit með meðferð leiðir þannig til góðs árangurs í með- höndlun einkenna í 50-98% tilvika að mati hjúkr- unarfræðinga, mismunandi eftir einkennum. Það voru 46 fyrirmæli um notkun geðdeyfð- arlyfja hjá 40 einstaklingum. Þar af voru 24 fyrirmæli um notkun hinna gömlu klassísku geðdeyfðarlyfja. Voru 16 á þríhringlaga og átta á fjórhringlaga lyfjuni. Rúmlega helmingur einstaklinga er því á gömlu klassísku geð- deyfðarlyfjunum, en þau hafa mun meiri til- hneigingu til aukaverkana en nýju lyfin. Sam- kvæmt bandarískri rannsókn var þriðjungur þeirra sem var á geðdeyfðarlyfjum á nýrri teg- undum þeirra (7). Notkun á nýrri geðdeyfðar- lyfjum hér er tæp 50%. Þessi lyf hafa færri aukaverkanir en fleiri milliverkanir og á eftir að fást reynsla á þær. Amitriptýlín er eina lyfið í þessum flokki sem talið er óhæft til notkunar hjá öldruðum samkvæmt skilmerkjum Beers og var aðeins einn einstaklingur á því í þessari könnun. Á lyfjum með rfkuleg andkólínerg og róandi áhrif voru þó 10 einstaklingar til viðbót- ar og verður það að teljast nokkuð áhyggjuefni (9,10,21-23). Fimmtíu og eitt fyrirmæli var um notkun sterkra geðlyfja. Samkvæmt skilmerkjum Beers eru óhentug lyf fyrir aldraða eftirfarandi í þessum tlokki: halóperidól í stærri skömmt- um en 3 mg, tíórídazín í stærri skömmtum en 30 mg. I þessari könnun náði enginn einstak- lingur þessari skammtastærð. Fyrirmæli um notkun róandi lyfja og svefn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.