Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 24

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 24
692 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 sjúklingar sem tóku dígoxín eða nitröt fyrir innlögn og sjúklingar sem útskrifuðust á dígox- íni eða lyfjum við hjartsláttartruflunum í auk- inni áhættu. Alyktanir: Breytt lyfjameðferð kransæða- sjúklinga virðist að hluta skýra minnkaða dán- artíðni milli áranna sem rannsóknin nær til. Inngangur I kjölfar aukinnar þekkingar á orsökum kransæðastíflu síðustu áratugi hefur meðferð og horfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu breyst töluvert. Markverðustu breytingarnar á meðferð hafa verið á formi nýrra lyfja eða breytinga á notkun þeirra eldri. Mikilvægustu lyfin í þessu tilliti eru asetýlsalisýlsýra (1,2), beta-hamlarar (3,4) og segaleysilyfin (3,5,6) en einnig hafa ACE- (angiotensin convertinging enzyme, ACE-I) hamlarar (7,8) og statín (HGM-CoA redúktasa hamlar) (9) reynst áhrifamikil. Misvísandi niðurstöður hafa kom- ið fram varðandi notkun kalsíumhamlara sem þó virðast ekki bæta horfur sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu (10). Notkun kransæða- víkkana í æðaþræðingu (percutaneous translu- minal coronary angioplasty, PTCA) og krans- æðahjáveituaðgerða (coronary artery bypass graft, CABG) hefur stóraukist, og hefur það haft góð áhrif á horfur sumra sjúklinga (11). Dæmi um þetta eru svokallaðar bráðar eða beinar kransæðavíkkanir (acute/direct PTCA) sem hafa reynst hafa mjög jákvæð áhrif á horf- ur sjúklinga sem eru með frábendingar við notkun segaleysilyfja (12,13). Megintilgangur þessarar rannsóknar var að kanna horfur sjúklinga með bráða kransæða- stíflu á íslenskum sjúkrahúsum og meta hvort breyttar áherslur í meðferð sem urðu eftir 1990 hafi haft áhrif á horfur þeirra. Síðasta uppgjör- ið á horfum sjúklinga á Islandi eftir bráða kransæðastíflu er frá 1982-1986 og nær ein- ungis til sjúklinga upp að 74 ára aldri (14). Einnig hafa verið birtar niðurstöður úr MON- ICA-rannsókninni sem ná fram til 1991 hjá fólki á aldrinum 35 til 64 ára (15,16). Á þessum árum voru áðurnefndar breytingar á meðferð ekki að fullu komnar í framkvæmd. Því má segja að horfur íslenskra kransæðasjúklinga í dag séu óþekktar. Efniviður og aðferðir Fundnir voru allir sjúklingar sem útskrifuð- ust eftir að hafa greinst með bráða kransæða- stíflu (ICD-9: 410) á Borgarspítala/Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakotsspítala og Landspítal- anum með tölvuleit í gagnasöfnum spítalanna. Farið var yfir sjúkraskrár þeirra og þeir útilok- aðir frá rannsókninni sem ekki höfðu sannan- lega fengið kransæðastíflu, það er höfðu hvorki ST-breytingar á hjartalínuriti né hækkun hjarta- ensíma (CK-MB). Þeir sem létust innan sólar- hrings frá innlögn voru útilokaðir vegna þess að reglur um innritun þeirra sjúklinga sem lét- ust eftir endurlífgunartilraunir á bráðamóttöku voru ekki samræmdar milli sjúkrahúsanna og hafa breyst á því 10 ára tímabili sem rannsókn- in nær til. Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn. Skráð var á sérstakt eyðublað: aldur, kyn, upp- lýsingar um helstu áhættuþætti eins og þeir voru skráðir í sjúkraskrá (reykingar, sykursýki, sermis kólesteról yfir 7,0 mmól/1, fjölskyldu- saga um kransæðasjúkdóma og háþrýstingur) einnig voru skráð lyf við innlögn og útskrift, hvort sjúklingur fengi segaleysimeðferð (með tPA eða streptókínasa) auk hámarks CK-MB mælingu í blóði. Afdrif sjúklinga einu ári eftir innlögn voru könnuð. Upplýsingar um endur- innlagnir vegna hjartasjúkdóma og hjartaað- gerðir fengust frá tölvudeildum spítalanna, en upplýsingar um dánarorsök og dánardægur fengust hjá Hagstofu Islands SPSS forritið var notað við alla tölfræðiút- reikninga. Beitt var kí-kvaðratsprófi eða ná- kvæmniprófi Fishers við samanburð á tveimur hópum eftir því sem við átti en Kaplan-Meier aðferð og log rank prófi til að meta mun á dán- artíðni hópa. Vægi kyns, aldurs og einstakra lyfja við útskrift var metið með aðhvarfsgrein- ingu (Cox regression analysis). í samanburði milli hópa gaf p<0,05 til kynna tölfræðilega marktækan mun. Leyfi til rannsóknarinnar var fengið frá siða- nefndum sjúkrahúsanna og hjá tölvunefnd Dómsmálaráðuneytisins í samræmi við lög um réttindi sjúklinga og reglugerð um rannsóknir á heilbrigðissviði. Niðurstöður Alls greindust 367 einstaklingar með bráða kransæðastíflu 1986 en 424 árið 1996. Afþeim voru sjö útilokaðir frá rannsókninnni árið 1986 vegna þess að þeir uppfylltu ekki fyrirfram ákveðin greiningarskilmerki en 40 sjúklingar voru útilokaðir af sömu ástæðu 1996. Auk þeirra voru 25 sjúklingar útilokaðir þar sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.