Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 34

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 34
700 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Svipað hlutfall sjúklinga frá öllum stöðunum lagðist inn aftur, 42-54%, heldur fleiri konur en karlar. Alyktanir: Arangur sjúklinganna eftir áfengismeðferð er mjög breytilegur eftir sögu hvers sjúklings. Jafnvel meðal þeirra sem hafa bestar horfur er núverandi árangur ekki nægj- anlega góður. Því er nauðsynlegt að þróa og reyna nýja meðferð vímusjúkra, jafnframt því sem unnið er að auknum forvörnum. Inngangur Afengissýki og annar vandi tengdur áfengis- neyslu eru meðal alvarlegri heilbrigðisvanda- mála í heiminum. Því er nauðsynlegt að leitast við að koma í veg fyrir þau með forvarnarað- gerðum og meðferð. Verulegum fjárhæðum er varið til meðferðar en tiltölulega litlu til for- varna, enda hefur heildarneysla landsmanna farið vaxandi og gerir enn. Á árinu 1991, þegar byrjað var á þeirri rannsókn sem hér verður fjallað um, var varið 557 milljónum króna, eða 1,23% af útgjöldum Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, til meðferðar og umönnun- ar áfengissjúkra. Á árinu 1997 var beinn kostn- aður ríkisins vegna sama málaflokks 587 millj- ónir króna, sem er veruleg lækkun miðað við heildarútgjöld ráðuneytisins. Til þess að gera sér grein fyrir hvort rétt hafi verið að draga svo mjög úr framlögum til meðferðar þarf að vita um árangur meðferðarinnar almennt og fyrir mismunandi sjúklingahópa, hvort hann sé við- unandi, og ef ekki þarf að afla vitneskju um hvar skórinn kreppir. Meðferð vímuefnasjúk- linga er mikilvæg til þess að reyna að lækna þá, en ekki síður til að lina þjáningar þeirra og fjöl- skyldna þeirra. Niðurstöður fyrri rannsókna á árangri með- ferðar hafa verið mismunandi, meðal annars eftir því hvernig árangur hefur verið mældur. Ef miðað er við hversu góðri stjórn sjúkling- arnir hafa náð á drykkju sinni sýnir mikill fjöldi rannsókna að þriðjungur er talinn hafa hætt drykkju, annar þriðjungur dregið verulega úr henni, en einum þriðja hefur ekki batnað eft- ir hefðbundna geðlæknis- eða sálfræðilega meðferð (1). Sami höfundur ályktaði að mis- munandi meðferðarform skiluðu svipuðum ár- angri og að þeim sem færu í meðferð batnaði fremur en hinum sem ekki gerðu það. Þetta er þó umdeilt eins og sést á ítarlegu yfirliti Holders (2) þar sem mörgum mismunandi meðferðarformum er skipt í 20 flokka og að- eins nokkrir þeirra taldir vera betri en engin meðferð. Því hefur verið haldið fram að fullyrðingar um ónógan árangur af áfengismeðferð byggist að verulegu leyti á því að hópar, sem leita áfengismeðferðar eru ekki sambærilegir við þá, sem leita sér ekki meðferðar (3). Tilraunir til að para sjúklinga eftir eðli veikinda þeirra við teg- und meðferðar hafa hins vegar valdið nokkrum vonbrigðunt (4) þar sem þær hafa gefið minni upplýsingar en vonast var til um hvaða með- ferð henti einstökum sjúklingum best. Einnig hefur reynst erfitt í meðferðatilraunum að finna viðeigandi viðmiðunarhópa, þar sem sjúklingar sem eru á biðlistum eru líklegir til þess að leita sér aðstoðar hjá sjálfshjálparhópum. Niðurstöður þeirra rannsókna, sem hér verða kynntar, hafa sennilega mest gildi fyrir fram- tíðina sem viðmiðun. I þessari grein verður skýrt frá hve stór hluti þeirra sem leituðu sér meðferðar á þremur mismunandi stöðum drakk ekki næstu tvö árin á eftir. Þegar hefur verið skýrt frá því að um 16% (5) þeirra sem leituðu sér meðferðar héldu bindindi í 28 mánuði og að 44% karla og 52% kvenna (6) lögðust aftur inn til meðferðar á sama tímabili. Viðamikil sænsk rannsókn hefur sýnt, að 80% þeirra sem vegnar vel fyrstu tvö árin eftir meðferð vegnar áfram vel þremur til sex árum eftir meðferð (7). Sam- anburður milli rannsókna á árangri þeirra sem leita meðferðar er erfiður vegna mismunandi skilgreininga á hugtökum. Þannig getur bind- indi eftir ineðferð þýtt allt frá því að vera al- gjörlega laus við vímuefni yfir í það að sjúk- lingarnir hafi getað haft 14 neysludaga á ári (7). Annað atriði sem er líklegt til að leiða til mismunandi niðurstöðu er að rannsóknir skýra ýmist frá árangri þeirra sem leita sér meðferðar eða frá árangri þeirra sem ljúka meðferð en því miður vantar oft upplýsingar um hvorri aðferð- inni hefur verið beitt. Ljóst er að í læknisfræði almennt og ekki í síður í áfengis- og annarri vímuefnameðferð hljóta horfur þeirra sem hafa heilsu og þrek til að ljúka erfiðri meðferð að vera betri. Áður hefur verið sýnt (8) að ekki er munur á algengi annarra geðgreininga meðal sjúklinga sem koma á sjúkrahús SÁÁ að Vogi eða á þær áfengismeðferðardeildir Landspítalans sem voru í notkun þegar rannsóknin fór fram, það er deild 16 á Vífilsstöðum og deild 33A á Land- spítalanum. Þessar geðgreiningar skipta hins vegar miklu máli fyrir horfur. Þannig tengist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.