Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 36

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 36
702 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Tafla I. Hlutfallsleg skipting sjúklinga eftir lýðfrœðilegum þáttum, fjölda fyrri innlagna og sjúkdómsgreiningum ásamt hlutfalli sem hélt bindindi í 28 mánuði*. Deild 33A Vífilsstaðir Vogur Alls Bindindi f 28 mánuði Fjöldi 112 118 121 351 56 Hlutfall % % % % % Karlar 65,3 61,9 80,2 70,9 16,5 Konur 34,7 38,1 19,8 29,1 15,7 15- 29 ára 16,1 14,4 33,1 21,1 24,3 30- 49 ára 42,0 61,9 45,5 49,9 12,6 50 ára og eldri 42,0 23,7 21,5 28,8 16,8 Ógiftir 20,5 36,4 43,0 33,6 16,9 Giftir 34,8 21,2 31,4 29,2 27,5 Fráskildir 32,1 36,4 23,1 30,4 6,5 Fullvinnandi 28,1 45,8 57,0 44,7 22,9 Aldrei húsnæðislaus 59,5 76,3 77,7 72,9 17,7 Fjórar eða fleiri fyrri komur 47,9 42,4 27,3 40,2 7,1 Aðeins vímuefnagreining 20,7 16,9 24,8 21,4 22,7 Vímuefna- og aðrar geðgreiningar 79,3 83,1 75,2 78,6 14,5 * Fjöldi ekkna og ekkla ekki sýndur vegna þess að of fáir eru í þessum flokki. Tafla II. Fjöldi sjúklinga eftir kyni á Vogi, deild 16 Vífdsstöðum og deild 33A Landspítalanum og hlutfall þeirra sem hélt bindindi. Karlar Konur Bindindi fyrstu 16 mánuðina Bindindi í 17-28 mánuði Bindindi í 28 mánuði Stofnun N N Karlar(%)' Konur(%): Karlar(%) Konur(%) Karlar(%)5 Konur(%)4 Vogur 97 24 33,0 37,5 48,5 41,7 25,7 29,2 Vífilsstaðir 73 45 23,3 6,7 32,9 33,3 15,1 4,4 Deild 33A 79 33 16,5 27,3 24,1 36.4 6,3 21,2 1. x2=6,5; df=2; p=0,04 (df=degrees of freedom=frítölur) 2. x:=10,4; df=2; p=0,005 3. x-12,1; df=2; p=0,002 4. x:=8,4; df=2; p=0,015 um eftir að hann leitaði meðferðar. Ef sjúkling- ur fannst ekki var haft samband við aðila sem hann hafði leyft að leitað væri til og myndi að öllu jöfnu vita hvar sjúklinginn væri að finna. í þessu bréfi var spurt hvort viðkomandi hefði hafið drykkju eða neyslu annarra vímuefna að nýju auk ýmissa annarra atriða. Með þessu móti var hægt að flokka alla sjúklinga nema 14 karla og fjórar konur eftir því hvort þau höfðu haldið bindindi eða ekki. Tuttugu og átta mán- uðum eftir upphaf meðferðar var aftur leitað upplýsinga með sama hætti og var þá aftur hægt að flokka alla sjúklingana nema 38 karla og 22 konur, eftir því hvort þau höfðu haldið bindindi eða ekki. Samkvæmt upplýsingum að- standenda lék grunur á, að þorri þeirra sem vantaði upplýsingar um, væri við drykkju og/ eða neyslu annarra vímuefna, eða þeir höfðu verið við drykkju þegar haft var samband við þá 16 mánuðum eftir meðferð. Því voru allir sem vantaði upplýsingar um taldir vera fallnir aftur í neyslu. Tölfræðilegar aðferðir sem notaðar voru í greininni voru kí-kvaðrat þar sem borin voru saman hlutföll og breytileikagreining (ANOVA) til þess að greina mun á fleiri meðaltölum en einu. Við gerð spálíkans fyrir því að hefja aftur drykkju var notuð lógistísk aðhvarfsgreining. Niðurstöður Um 16% alls hópsins héldu bindindi í tvö ár (tafla I). Þeir ungu, giftu og fullvinnandi (unnu meira en 20 vikur á síðustu sex mánuðum) og þeir sem ekki höfðu aðrar geðgreiningar en áfengissýki náðu bestum árangri (23-28% héldu bindindi), en þeir sem voru fráskildir eða síkomusjúklingar náðu lökustum árangri, en aðeins 7% þeirra náðu að halda bindindi í 28 mánuði. Tafla I sýnir glögglega að hlutfall karla var hæst á Vogi, jafnframt var þriðjungur sjúklinganna þar yngri en 29 ára, þar var lægst hlutfall fráskilinna, hæst hlutfall þeirra sem voru í fullri vinnu og þeirra sem aldrei höfðu misst húsnæði sitt. Hlutfall síkomusjúklinga var lægst þar. Þannig fer saman hátt algengi þátta sem spá um góðar horfur og það að hafa leitað meðferðar á Vogi og hins vegar hátt al- gengi þátta sem spá um slæmar horfur og það að hafa leitað til deildar 33A eða Vífilsstaða. Tafla II sýnir, að eftir fyrsta árið hafa um 33% karla á Vogi, 23% karla sem voru á Vífilsstöðum og 17% karla sem voru á Landspítalanum haldið bindindi. Er þetta marktækur munur milli stofn- ana. Samsvarandi tölur fyrir konur sýna einnig að árangur er bestur meðal kvenna sem sóttu meðferð á Vogi, en lakastur á Vífilsstöðum (6,7%). Eftir tvö ár er árangur enn bestur meðal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.