Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 68

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 68
728 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 bókasöfnum, þannig að listinn yfir tímarit sem skráð eru hjá NLM getur ekki talist tæm- andi um þau rit sem við teljum sem vísindatímarit í læknis- fræði eða líffræði. Lækna- deildir háskóla blanda sér einnig í það mál hvaða tímarit skuli kallast vísindatímarit og hver ekki. Þetta kemur eink- um glöggt fram þegar menn sækja um stöður við lækna- deildir háskóla. Mat á vísinda- afköstum og gæðum verka umsækjenda um stöður við háskóladeildirnar fer mjög eftir því hvar menn hafa birt niðurstöður sínar. Það kemur því í hlut hæfnisnefnda að ákveða hvort þær telji ritverk og önnur framlög umsækj- enda til vísindaverka og þá jafnframt hvort þau hafa birst í vísindatímaritum og þar með hver séu hin eiginlegu vís- indalímarit. Þrátt fyrir ákveðna óvissu er meginreglan sú að þeir sem að ritstjórn og útgáfu tímarita standa ákveða hvort tímarit skulu kallast vísindatímarit. Þetta gera þessir aðilar með því að koma sér saman um markmið tímaritsins og hvernig efni þeir vilji birta og hvernig þeir fjalla um það. Þeir eru ekki óháðir lesend- um. Alit lesenda á því hvort tímarit kallist vísindatímarit eða ekki skiptir bæði ritstjórn og útgefendur máli. Askrif- endur og lesendur eru oft sami hópurinn og hafa svipaða þýð- ingu. Þeir höfundar sem senda efni til birtingar í tímaritinu eru einnig þeir sem ákveða eða eiga hlutdeild í því hvort samstaða skapast um að kalla tímarit vísindatímarit. í þessu tilviki er rétt að nefna ritrýna en það eru þeir sem ritstjórnir fá til þess að yfirfara innsent efni til tímaritanna og verður vikið að því síðar. Auglýsend- ur hafa einnig þýðingu fyrir tilvist tímarita. Það er mikil umræða um hvort og í hvaða mæli auglýsendur hafi áhrif á tímaritin. Ritstjórnirnar leggja áherslu á og telja sig vera óháða auglýsendum og helg- ast það einkum af því að í tímaritunum auglýsa margir aðilar en ekki einhver einn til- tekinn. Milli auglýsendanna ríkir að jafnaði samkeppni enda flestir úr lyfjageiranum. Mat á vísindagreinum Eitt af því sem gerir vís- indatímarit frábrugðið öðrum tímaritum er meðferð inn- sents, fræðilegs efnis. Rit- stjómir ritstýra tímaritunum. Þær taka mið af því hvort það efni sem berst fellur að settum markmiðum blaðsins. Ef svo er sendir ritstjórnin greinina til ritrýna utan ritstjórnar eins eða fleiri til þess að fá hana gagnrýnda. Þetta er gert til þess að auka gæði og ná- kvæmni birts efnis. Þótt óljóst virðist vera hverjir veljist til að vera ritrýnar fyrir vísinda- tímarit er meginreglan sú að ritstjórn leitar uppi þá sem hún telur að hafi til að bera hæfni og innsýn í það efni sem verið er að fjalla um hverju sinni. Þannig er leitast við að fá ritrýni sem talinn er að minnsta kosti jafnhæfur þeim sem er að skrifa til vís- indatímaritsins, hvað varðar vísindalega þekkingu og færni. Auk þess sem fræðileg- ar greinar eru gagnrýndar af ritrýni utan ritstjórnar leggur ritstjórnin einnig sitt mat á greinarnar. Ef um athuga- semdir er að ræða frá ritrýnum eða ritstjórn eru þær sendar höfundi og hann beðinn að taka tillit til þeirra eða svara þeim á rökstuddan hátt. Fyrir kemur að efni er sent til lækn- isfræðilegra vísindatímarita sem ekki er talið falla að áhugasviðum tímaritsins eða að vísindalegum gæðum rann- sóknar sem um er að ræða eða framsetningu er svo ábótavant að ritstjórn treystir sér ekki til að birta það í tímaritinu. í slíkum tilvikum er efninu vís- að frá og höfundi ef til vill bent á að leita leiða til birting- ar hjá öðrum tímaritum. Fyrir kemur að innsendu efni er hafnað, ekki vegna þess að á skorti um vönduð vinnubrögð við gerð rannsóknar eða fram- setningu niðurstaðna heldur vegna þess að svo mikið berst af efni til birtingar að ritstjórn verður að velja og hafna, ef til vill milli mjög áhugaverðra greina. Þannig er talið að um 90% af efni, sem sent er til þekktustu líf- og læknisfræði- tímarita, sé hafnað. En það eru mörg tímarit til og því er hald- ið fram að að lokum birtist allt sem reynt er birta ef menn sýna þrautseigju. Að lokum muni allt birtast en ef til vill í tímaritum sem ekki njóta eins mikillar virðingar og þau sem hæst eru á virðingarstiganum. Regla Ingelfingers Fyrir um það bil 30 árum kom nýr ritstjóri að New Eng- land Journal of Medicine. Þessi maður var Ingelfinger og þegar hann tók til starfa varð hann var við að grein sem send hafði verið til birt- ingar í tímariti hans hafði birst áður að hluta eða að öllu leyti. Flann ákvað þá vinnureglu blaðsins að hafna birtingu á slíku efni og helstu rök hans voru þau að hefði birting átt sér staðar áður hefði frétta- gildið rýmað en það væri ein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.